Langt rútuferðalag fyrir stutt flug

Útlit er fyrir að millilandaflugið til og frá Íslandi þurfi að grípa til varaflugvallarins á Egilsstöðum, þar sem flugvellirnir í Keflavík, Reykjavík og á Akureyri verði allir lokaðir.

Það verður þreytandi ferðalag fyrir Evrópufarþega, að fara í 12 tíma rútuferðalag til Egilsstaða til þess að komast í þriggja til fjögurra tíma flugferð til meginlandsins.

Eins verður auðvitað með komufarþegana, að þurfa þessa löngu rútuferð eftir flugið, ef áfangastaðurinn er Reykjavík.

Með bið á brottfararstað og flugvelli mun Kaupmannahafnarferð taka hátt í tuttugu klukkutíma og til viðbótar við annað, er þetta líklegt til að mikið verði um afbókanir ferða til landsins á næstunni.

Kreppan náði ekki til ferðaþjónustunnar, en eldgosið gerir það svo sannarlega.


mbl.is Akureyrarflugvelli líka lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnréttisstefnan gleymdist

Vinstri grænir hafa haldið því mjög á lofti, að flokkurinn sé hornsteinn jafnréttis í landinu og hans aðall sé að gæta jafnræðis kynjanna til starfa og ábyrgðar.

Fyrir nokkrum dögum skipaði Steingrímur J., fjármálaráðherra, starfshóp með það hlutverk að endurskoða allt skattkerfið og gera tillögur til þeirra breytinga, sem falla að hugmyndum VG um skattpíningu fólks og fyrirtækja.

Nú hefur nefndin verið sett af, vegna þess að jafnréttisást VG var ekki sterkari en svo, að alveg gleymdist að gera ráð fyrir svipuðum fjölda af báðum kynjum, þegar nefndarmenn voru valdir.  Skipan nefndarmanna uppfyllti sem sagt ekki ákvæði jafnréttislaga um jöfn hlutföll kynja í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera.

Jafnréttismál VG hafa gleymst, eins og flest önnur, eftir að flokkurinn komst í ríkisstjórn, t.d. eitt það meikilvægasta, sem er afstaðan til ESB. 

Ef til vill verður þetta áfall, vegna nefndarskipunarinnar, til þess að forystumenn VG fari að rifja upp stefnu eigin flokks og vinna að fleiri málum, en skattabrjálæðinu einu saman.


mbl.is Skipar starfshóp að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvor verður langlífari, krónan eða evran?

Þegar fyrirséð varð, að allur venjulegur áróður fyrir aðild Íslands að ESB stóðst enga skoðun, breyttu aðildarsinnar um áróðurstaktík og beindu allri sinni baráttu gegn íslensku krónunni og hafa verið óþreytandi að básúna að hún sé handónýtur gjaldmiðill og eina bjargráð Íslendinga sé, að ganga í ESB, þó ekki væri til neins annars en að geta tekið upp "traustan" alþjóðlegan gjaldmiðil, sem sagt evruna.

Síðustu misseri hefur hins vegar verið að koma í ljós, að evran er ekki sá draumagjaldmiðill, sem aðildartrúboðar vilja vera láta og sífellt hærri raddir hafa verið að heyrast um galla hennar og að hún gangi ekki sem gjaldmiðill mikið lengur fyrir hin ólíku hagkerfi innan ESB.

Tom Fitzpatrick, sem fer fyrir tæknilegri greiningu gjaldmila hjá risabankanum Citigroup í New York telur að eigi evan að eiga sér lífsvon, verði að setja öll ESB ríkin undir eina hagstjórn og meiri sameiginlega pólitíska stjórn.  Í greiningu hans á evrunni segir m.a.:   „Við óttumst að án undirbúnings af hálfu helstu ríkjanna – einkum og sér í lagi Þýskalands – sé evran sem sameiginlegur og sífellt útbreiddari gjaldmiðill óhjákvæmlega dæmd til að líða undir lok.“

Það er sem sagt mat þessa virta sérfræðings að segi ESB ríkin sig ekki undir stjórn Þjóðverja, þá eigi evran sér enga lífsvon til lengdar.  Þó hann segi þetta ekki alveg beinum orðum, er engan veginn hægt að lesa annað út úr álitsgerð hans og þá má segja að eins verði hægt að skipta um nafn á gjaldmiðlinum og taka aftur upp þýska markið.

Þar með er síðasta áróðursbragð ESB sinna fallið um sjálft sig og eftir hverju ætti að vera að slægjast með því að verða hreppur í þessu stórríki, ef meira að segja gjaldmiðillinn er ónýtur?


mbl.is Evran krefst meiri samruna Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tillaga sem stöðvar hvalveiðar Íslendinga

Alþjóðahvalveiðiráðið hefur kynnt "málamiðlunartillögu" um hvalveiðar, sem geir ráð fyrir því, að Íslendingum verði heimilað að veiða 80 langreyðar og 80 hrefnur árlega, næstu 10 árin.

Tillagan væri sjálfsagt ásættanleg, ef ekki væri sá hængu á, að verslun með hvalkjöt milli landa yrði bönnuð og allar hvalveiðar yrðu einungis til heimabrúks í viðkomandi hvalveiðilandi.

Nái þessi tllaga fram að ganga, þýðir það einfaldlega endalok hvalveiða á Íslandi, a.m.k. veiðar á langreyð, enda ekki heimamarkaður til að standa undir veiðum á 80 dýrum og jafnvel spurning hvort veiðar á svo fáum hvölum myndi standa undir útgerðarkostnaði, þó útflutingur til Japan yrði leyfður.

Íslendingar geta ekki fallist á þessa "málamiðlunartillögu" óbreytta.  Lágmarkskrafa væri að verslun yrði leyfð með hvalaafurðir á milli hvalveiðiþjóðanna, þannig að Japansmarkaður héldist opinn fyrir Íslendinga.

Önnur niðurstaða verður engin "málamiðlun" og betra yrði að fella þessa tillögu.


mbl.is Málamiðlunartillaga um hvali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband