Fórnfýsi björgunarsveitanna

Það verður að teljast stórfurðulegt að fólk skuli leggja í margra klukkutíma gönguferðir upp á hálendið eða leggja á jökla á bílum og hvers kyns öðrum farartækum, þrátt fyrir að veðurspá sé slæm og verður eru fljót að breytast til hins verra á þessum slóðum.

Alltaf þurfa björgunarsveitirnar að vera í viðbragðsstöðu vegna fólks, sem ekkert mark tekur á viðvörununum um slæmt veðurútlit og er þá sama hvort um er að ræða rjúpnaveiðimenn eða jökla- og hálendisfara.  Þar að auki er margt af þessu fólki ekki klætt samkvæmt tilefninu og vanbúið að öllu öðru leyti.

Björgunarsveitirnar eru skipaðar sjálfboðaliðum, sem sjálfsagt vildu frekar eyða helgunum með fjölskyldum sínum, en að þurfa að fara á fjöll í hvernig veðri sem er og ekki láta þessir ferðalangar kostnaðinn af björgunaraðgerðunum ergja sig, að því er virðist.

Björgunarsveitirnar vinna ótrúlega erfitt og tímafrekt starf við að bjarga fólki, sem lendir í vandræðum, þrátt fyrir góðan búnað og vera vant fjallafólk, en lendir í ófyrirséðum vanda.  Slíkt starf sveitanna er ómetanlegt, en það er nánast eins og misnotkun, að ætlast til að þær sjái um að halda fólki frá hálendi og jöklum þrátt fyrir slæmar veðurspár og viðvaranir um ferðalög.

Eftir að hafa fengið flutning til byggða, eða aðra aðstoð er vonandi að menn muni eftir að styrkja björgunarsveitirnar, enda eru þær að mestu reknar fyrir eigið aflafé og fórnfýsi.


mbl.is Smala fólki af gossvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlega óörugg höfn í Rotterdam

Á síðustu og verstu tímum hryðjuverka hefur fólki verið talin trú um að öryggi í höfnum vesturlanda sé mikið og skip og gámar séu örugg, enda gæsla mikil og óviðkomandi ekki hleypt inn á hafnarsvæðin.

Þetta hefur afsannast rækilega í Rotterdam, sem er ein stærsla umskipunarhöfn Evrópu, en þar virðist hvaða óaldalýður sem er geta athafnað sig að vild og ráðist um borð í skipin, sem þar liggja.

Í þessu tilfelli var þó ekki um hættulega hryðjuverkamenn að ræða, heldur einungis ofstækisfulla umhverfisverndarsinna, sem halda að matur verði til af sjálfu sér í stórmörkuðum, en hafa aldrei komið sjálfir nálægt heiðarlegri vinnu.

Sem betur fer er Kristján Loftsson meiri baráttumaður en svo, að hann láti illa uppalinn og fáfróðan krakkahóp stöðva sig í að koma íslenskum matvælaafurðum á erlendan markað.


mbl.is Hefur ekki áhyggjur af kjötinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fasteignaþjófarnir enn á ferðinni

Í rólegheitunum sem ríkja um hátíðarnar, ekki síst á Föstudaginn langa, nota glæpamenn tækifærið og fara ránshendi um annarra manna eigur, i þessu tilfelli fasteign á Vesturgötunni.  Eins og margir aðrir siðblindingjar réttlætir þetta lið gerðir sínar með réttlæti og samúð með samborgurum sínum.

Þjófnaður er aldrei réttlætanlegur og yfirtaka á fasteignum annarra er ekkert annað en nytjastuldur og á að refsa fyrir, eins og hvern annan glæp, því eignarétturinn er helgur og algerlega óþolandi að utanaðkomandi óþokkar geti lagt undir sig eigur annarra refsilaust.

Ef hér er á ferðinni sami hópur og hefur studað þessa glæpastarfsemi áður, þá er staðfastur brotavilji hans orðinn slíkur að yfirvöld verða að fara bregðast harðar við, en hingað til hefur verið gert.

Ekkert réttlætir innbrot í húseignir borgarannna og enn verra er að reyna að stela húsunum í heilu lagi. 

Svona háttarlag fámenns hóps síbrotamanna verður að stöðva með öllum tiltækum ráðum.


mbl.is Hústökufólk á Vesturgötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband