19.4.2010 | 17:05
Bjarni Ben. er flekklaus og farsæll stjórnmálamaður
Undanfarið hafa hinir ýmsu mannorðsmorðingjar reynt að draga nafn og persónu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, niður í svaðið án þess að fram hafi komið nokkrar ávirðingar á hann í tengslum við bankahrunið, hvorki í rannsóknarskýrslunni eða annarsstaðar. Þrátt fyrir það djöflast óvandað fólk á Bjarna og lætur sig engu skipta þó hann sé vandaður og stálheiðarlegur maður, sem hefur átt farsælan þingferil og staðið sig með ágætum í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins.
Reynt er að gera Bjarna tortryggilegan vegna stjórnarsetu um tíma í N1 og einhverra viðskipta tengdum Milstone, en þó kom hann í raun hvergi nærri viðskiptum Wernerbræðra eða annarra hrunbaróna. Langt er seilst, ef það á að vera ástæða fyrir fólk að hætta allri þátttöku í þjóðmálaumræðunni einungis vegna þess að viðkomandi hafi einhvern tíma átt einhver viðskipti við hrunbarónana og ef svo langt ætti að ganga, ættu viðskiptavini í Bónusi undanfarin ár að fara að hugsa sinn gang og einnig mættu þeir þá líta í eigin barm, sem keypt hafa sér farmiða með Iceland Express undanfarin ár.
Vel má vera að Bjarni Ben. telji sér ekki sætt í formannsstólnum á þessum ótrúlega viðkvæmu tímum, þar sem allt er reynt til að drepa mannorð saklausra manna, enda ekki eftirsóknarvert að búa við slíkt til lengdar.
Fari svo að Bjarni ákveði að víkja, án nokkurra ávirðinga, sem miðað við aðstæður í þjóðfélaginu væri líklega rétt niðurstaða hjá honum, þá þurfa ýmsir, sem nær voru atburðarásinni á árunum 2007 og 2008 að fara að hugsa sinn gang, t.d. Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson, Árni Sigurðsson o.fl.
![]() |
Boða til aukalandsfundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (46)
19.4.2010 | 13:50
Rannsaka þarf skilanefndirnar og nýju bankana
Nú þegar skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis liggur fyrir þar sem skýrt kemur fram hvernig skipulögð glæpastarfsemi var stunduð og bankarnir rændir og með því settir í þrot að eigendum þeirra og stjórnendum, sem rökuðu fé til eigin fyrirtækja og ekki síður í eigin persónulegu vasa og vandamanna sinna.
Eigendur allra bankanna voru stórtækir í þessum glæpum, en stórtækastir af þeim öllum var Baugsfjölskyldan, þar sem Jón Ásgeir virðist meira að segja hafa notað nafn móður sinnar til að fela lántökur til sjálfs sín, en hún var skráð fyrir rúmlega 62 milljarða skuldum til viðbótar við skuldir feðganna og Ingibjargar Pálmadóttur. Það hlýtur að vera samviskulaus maður, sem nýtir nafn móður sinnar með þessum hætti.
Hrunkóngurinn sjálfur, Jón Ásgeir í Bónus, er launaður stjórnarformaður í tveim erlendum félögum, sem skilanendir hafa yfirtekið úr þrotabúum hans, þrátt fyrir dóm, sem gerir það að verkum að hann má ekki einu sinni sitja sem varamaður í stjórn nokkurs íslensks hlutafélags. Arion banki ætlar að gefa Bónusfjölskyldunni og meðreiðarsveinum hennar forkaupsrétt á allt að 15% hlut í Högum hf., eftir að hafa afskrifað 70 milljarða króna vegna eignarhaldsfélags þeirra feðga, 1988 ehf., en með klækjum var það félag gert að eiganda Haga fyrir gjaldþrot Baugs.
Nú þarf að setja á stofn rannsóknarnefnd, sem hefði það hlutverk að rannsaka störf skilanefnda gömlu bankanna og starfsemi nýju bankanna, sérstaklega hvað varðar viðskipti við þá glæpamenn, sem settu gömlu bankana á hausinn og ollu öllu þjóðfélaginu ómældu tjóni, sem taka mun mörg ár að ná sér upp úr.
Fjármála- og viðskiptaráðherra hljóta að gera eitthvað í þessum málum strax, enda bera þeir ábyrgð á þessum málaflokkum innan ríkisstjórnarinnar, ásamt forsætisráðherranum.
![]() |
Allra stærsti skuldarinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.4.2010 | 08:43
Hver á nýju bankana?
Þrátt fyrir margar fyrirspurnir til ráherra virðist ekki vera nokkur leið að fá upplýst hverjir eigi nýju bankana, þ.e. Arion banka og Íslandsbanka. Steingrímur J. var spurður að þessu á blaðamannafundi eftir ríkisstjórnarfund í síðustu viku og svaraði því til að það læti ljóst fyrir, það væru lánadrottnar gömlu bankanna.
Lilja Mósesdóttir, formaður Viðskiptanefndar Alþingis, sendi í framhaldinu bréf til Gylfa Magnússonar, lausráðins starfsmanns í Viðskiptaráðuneytinu, og bað um nánari skýringar á því hverjir þessir dularfullu eigendur eru og sagði m.a. í bréfinu: Þessi eltingaleikur við að ná fram upplýsingum um eignarhald nýju bankanna er orðinn fáránlegur.
Gylfi svarar um hæl og segir að það liggi ljóst fyrir hverjir eigendurnir séu, það séu kröfuhafar gömlu bankanna. Svarið er sem sagt alltaf það sama, eingöngu að það séu kröfuhafar, en ekkert um það hverjir þessir kröfuhafar séu, hvað þá hverjir séu þeirra stærstir og þar með áhrifamestir um rekstur þessara banka í framtíðinni.
Vita ráðerrarnir ekki meira um málið en þetta? Ef svo er, eiga þeir að segja það því staðlaða svar þeirra um kröfuhafana svarar ekki spurningunni, en vekur upp spurningu um hvað sé verið að fela í sambandi við eignarhaldið. Eru einhverjir kröfuhafanna ef til vill eignarhaldsfélög í eigu íslenskra útrásarvíkinga eða fyrrum bankamanna?
Við þessu verða að fara að fást skýr svör, enda ætlast ríkisstjórnin til þess að íslenskir skattgreiðendur séu í ábyrgðum fyrir þessa banka.
![]() |
Vill nánari upplýsingar um eignarhald á bönkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)