17.4.2010 | 18:07
Mótsagnir Jóhönnu
Eins og fram kemur í þessari frétt sagði Jóhanna Sigurðardóttir á flokstjórnarfundi Samfylkingarinnar, að afdráttarlaus krafa væri að þeir sem hefðu rænt bankana innanfrá, yrðu færðir fyrir dómstóla og hlytu þar makleg málagjöld fyrir græðgi sína og óheiðarleika. Þetta er auðvitað svo sjálfsagt, að varla hefði verið til að nefna það, enda eru mál þessara glæpamanna nú til rannsóknar hjá Sérstökum saksóknara með aðstoð frá rannsóknaraðilim í Englandi og Luxemburg ásamt fleiri erlendum sérfræðingum undir forystu Evu Joly, sem hefur raunar bent á að enn þurfi að fjölga starfsmönnum embættisins og auka til þess fjárframlög.
Síðar i ræðunni féll Jóhanna í þá gryfju, að reyna að koma sök á bankahruninu á þá sem hafa gengt ráðherrastörfum undanfarin ár, aðrir en flokksfélagar hennar úr Samfylkingunni, með því að gefa í skyn að þeir hefðu átt að bjarga bönkunum á árinu 2006. Það er afar furðulegt að forsætisráðherra taki þátt í þeim ljóta leik, að gefa í skyn að hægt hefði verið að bjarga bönkunum undan þeirri skipulögðu og staðföstu glæpastarfsemi sem stunduð var af eigendum bankanna, sem í flestum tilfellum notuðu þúsundir fyrirtækja í sinni eigu, til að sjúga fé út úr bönkunum og koma því með krókaleiðum í eigin vasa og inn á bankareikninga í banka- og skattaparadísum erlendis.
Það var á ábyrgð eigendanna sem bankarnir voru reknir og ef einhver hefði átt að bjarga bönkunum, þá voru það þeir sjálfir, en ekki stjórnmálamenn og eftirlitsaðilar, sem í flestum tilfellum þurftu að reiða sig á upplýsingar frá bönkumum sjálfum, endurskoðendum þeirra og lögfræðingum.
Enginn gat vitað, nema glæpamennirnir sjálfir, að bankarán stæði yfir og ekki var í mannlegum mætti að koma í veg fyrir það. Eftir að glæpirnir urðu opinberir á hins vegar ekki að láta neins ófreistað, til að koma þessum skúrkum bak við lás og slá.
Það er Jóhönnu til minnkunar, að fara með þessum hætti niður á plan dómstóls götunnar, sem ekki skirrist við að hengja mann og annan, sem engin ráð höfðu til að afstýra glæpnum.
![]() |
Draga á þá sem tæmdu bankana fyrir dóm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.4.2010 | 12:06
Þorgerður Katrín yfirgefur sviðið sem hetja
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur tilkynnt að hún muni láta af embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins og gera hlé á þingstörfum sínum, án þess að hafa fengið á sig aðrar ákúrur en þær, að vera gift manni sem dansaði með banka- og útrásarvíkingum fyrir bankahrun og var þáði þær arfavitlausu og gríðarháu launauppbætur, sem áttu að felast í hlutabréfakaupum í Kaupþingi, gegn láni sem einungis var með veði í bréfunum sjálfum.
Þessar syndir eiginmannsins verður Þorgerður Katrín nú að axla og fórnar sér þar með í þágu þeirrar vonar, að afsögn hennar megi verða til þess að slá á spillingarumræðuna og skapa frið í þjóðfélaginu. Þorgerður Katrín hefur átt farsælan stjórnmálaferil, sem ekkert hefur skyggt á, annað en athafnir eiginmanns hennar og verður hennar sárt saknað úr stjórnmálunum.
Í ræðu sinni á trúnaðarmannafundi Sjálfstæðisflokksins sagði hún m.a: "Það er sárt að kveðja varaformannsembættið, en ég get ekki horft fram hjá minni ábyrgð, minni samvisku og mínum trúverðugleika. Ég vil ekki að persóna mín í embætti varaformanns skyggi á það endurreisnarstarf sem vinna þarf innan flokksins, eða þær gríðarlegu mikilvægu kosningar sem framundan eru núna á vormánuðum.
Þetta eru drengileg ummæli og trúnaður hennar við þjóðina og flokkinn verður ekki dreginn í efa, en eins og ástatt er, er þetta hárrétt ákvörðun hjá henni og vonandi verður þessi aðgerð hennar til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn verði enn sterkari, en nokkru sinni fyrr og tvíeflist eftir það endurreisnarstarf sem hann hefur gengið í gegnum undanfarið.
![]() |
Þorgerður stígur til hliðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (64)
17.4.2010 | 09:04
Skelfilegar afleiðingar eldgossins
Afleiðingar eldgossins í Eyjafjallajökli eru nú þegar orðnar viðbjóðslegar, eins og Páll Eggert Ólafsson, bóndi á Þorvaldseyri, orðaði það eftir að hafa horft upp á kolsvartan öskumökkinn leggjast yfir bæ sinn.
Strax á fyrstu dögum þessa goss eru afleiðingar þess orðnar skelfilegar, bæir og búpeningur er í stórhættu, fuglar á svæðinu hrynja niður og beitilönd og tún gætu orðið ónýtanleg um langan tíma. Vegir eru stórskemmdir og brýr í hættu, þannig að fjárhagslegt tjón er þegar orðið gríðarlegt.
Þetta eldgos, ekki þó stærra en það er, hefur raskað allri flugumferð um veröld alla og samkvæmt fréttum tapa flugfélögin í heiminum a.m.k. 25 milljörðum króna á dag vegna þessa og allar áætlanir ferðamanna eru að engu orðnar og ekki hefur verið hægt að nota sjúkraflugvélar, t.d. í Noregi, þar sem flytja þurfti veikan mann af borpalli sjóleiðis, en það tók 10 klukkutíma, þar sem ekki var hægt að nota sjúkraþyrlu.
Svona gríðarlegar og skelfilegar afleiðingar eldgossins kippir okkur harkalega aftur niður á jörðina, eftir "gleðina og skemmtunina" af gosinu á Fimmvörðuhálsi, sem umgengist var eins og áramótabrenna og það lofað og prísað sem lyftistöng fyrir ferðaiðnaðinn. Nú er hann algerlega lamaður, enda forsvarsmenn hans strax byrjaðir að kvarta hástöfum yfir afleiðingunum núna.
Allt þetta sýnir að hve náttúruöflin geta verið skelfileg í hrikaleik sínum og hvað mannskepnan er bjargarlaus gagnvart þeim.
![]() |
Þetta er viðbjóður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)