10.4.2010 | 18:36
Siðblindir útrásarvíkingar
Það sem hefur verið að opinberast almenningi undanfarið og á sjálfsagt eftir að koma miklu betur í ljós, bæði með útgáfu rannsóknarskýrslunnar og ekki síður þegar Sérstakur saksóknari fer að birta ákærur sínar, er ótrúleg siðblinda helstu starfsmanna bankanna og eigenda þeirra, sem oftast voru einnig stærstu skuldarar eigin banka.
Helsta vopn siðblindingjanna upp á síðkastið er að hóta hverjum þeim, sem dirfist að fjalla um þá málsókn og skaðabótakröfum vegna "ærumeiðinga" og nokkrum fréttamönnum hefur verið stefnt nú þegar. Þessir siðblindingjar skilja ekki einu sinni að þeir sem mest hafa skaðað orðspor þeirra eru þeir sjálfir og hafa þeir enga utanaðkomandi aðstoð þurft til þess.
Jón Ásgeir í Bónus leyfir sér þá ósvífni að senda bréf til fjármálaráðherra til að reyna að koma því inn hjá ráðherrunum, að þeir hafi ekki fullt málfrelsi um ótrúlega fimleika bankaeigendanna við að koma fjármunum í eigin vasa og í banka- og skattaparadísir.
Þeir, sem ekki kunna að stökkva heljarstökk og flikk flakk, en gera það samt, eiga á hættu að fótbrotna.
Það hefðu þessir klunnar átt að hafa í huga, áður en þeir stukku.
![]() |
Bakkar ekki með nein ummæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2010 | 12:24
Ítrekaðar viðvaranir til skattsvikara
Í gær kom fram í fréttum að skattrannsóknarstjóri hefði fryst eignir tveggja auðmanna, sem grunaðir væru um skattsvik, enda hefði komið í ljós, að ýmsir, sem lægju undir grun, hefðu verið að skjóta eignum undan, t.d. með því að tæma bankareikninga "fyrir framan nefið á ríkinu".
Eins kom fram, að á næstu vikum og mánuðum myndu tugir slíkra kyrrsetninga verða framkvæmdar, til að byrja með yrði miðað við 50 milljóna króna skattundandrátt, en síðar yrðu kyrrsettar eignir vegna lægri upphæða.
Vinnubrögðin við lagabreytinguna, sem gerir þessar kyrrsetningar mögulegar, eru ótrúlega einkennileg, en nokkra mánuði tók að velta henni í gegnum Alþingi, án þess að nokkur sérstakur ágreiningur væri um málið, eða eins og skattrannsóknarstjóri segir: "Lagabreytingin sem gerð var nú í lok marsmánaðar og gerir embættinu kleift að frysta eignir hefði vissulega mátt koma fyrr, enda verið til umfjöllunar í þinginu í nokkur misseri. Vel hafi þó gengið að koma lagabreytingunni í gegn nú og samstaða ríkt um hana í þinginu."
Þessi langi aðdragandi að lagasetningunni var auðvitað tími, sem allir sem upp á sig vissu einhverja sök, eru búnir að koma öllum þeim eignum undan, sem mögulegt er og endurheimt þeirra verður því miklu erfiðari en ella. Við síendurteknar aðvaranir yfirvalda, munu þessi unanskot eigna margfaldast og færast stöðugt neðar í upphæðum, enda margir mánuðir til stefnu.
Um þessa ótrúlega kauðalegu framkvæmd var nánar fjallað í gær, hérna
![]() |
Tollstjóri leitar eignanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)