Forsætisráðuneytið viðurkennir að Icesave I sé í raun fallið úr gildi

Ífréttatilkynningu Forsætisráðuneytisins er viðurkennt, að með úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar séu ekki bara lögin, sem kölluð hafa verið Icesave II, fallin úr gildi, heldur séu lögin um frá því í júní s.l., sem kölluð hafa verið Icesave I, í raun fallin úr gildi líka, enda séu þau dauður bókstafur, þar sem Bretar og Hollendingar höfnuðu fyrirvörunum við ríkisábyrgðina, sem Alþingi samþykkti.

Þessu hefur verið haldið fram á þessu bloggi lengi, en ýmsir stuðningsmenn fýlustjórnarinnar hafa mótmælt því hástöfum, og Jóhanna Sigurðardóttir hefur reyndar haldið því fram að eldri lögin myndu taka gildi, en nú hefur Forsætisráðuneytið afneitað þeirri túlkun (sjá punkt nr. 2 í tilkynningunni).

Þetta þýðir auðvitað, að borðið er algerlega hreint og eftir eftirminnilega niðurstöðu úr þjóðaratkvæðagreiðslunni eiga íslensk yfirvöld og samninganefndin ekki að samþykkja neinar viðræður við fjárkúgarana, nema samkvæmt þeim lögum og tilskipunum ESB, sem um bankagjaldþrot gilda.

Íslenskir skattgreiðendur höfnuðu kúguninni ekki jafn eftirminnilega og raunin er, til þess eins, að Jóhanna og Steingrímur taki við nýjum þrælasamningi úr hendi hinna erlendu húsbænda sinna.

Krafan hljóðar nú upp á alvöru viðræður um löglega niðurstöðu. 

Íslenskir skattgreiðendur sætta sig ekki við neitt annað.


mbl.is Ríkisstjórnin hefur fulla trú á viðunandi niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnir í ótrúlega glæsilega niðurstöðu

Fyrstu tölur úr þjóðaratkvæðagreiðslunni sýna að niðurstaðan stefnir í að verða ótrúlega glæsileg.  Tölur um kjörsókn eru ekki komanar, en allt bendir til þess að hún hafi verið eins góð og búast mátti við.

Fari svo, að yrir 90% þátttakenda í kosningunni hafi sagt NEI, er dagurinn sannkallaður merkisdagur og íslenskir skattgreiðendur sýnt fjárkúgurunum bresku og hollensku að þeir láta ekki kúga sig baráttulaust.

Merkur kafli í sögu þjóðarinnar hefur verið skrifaður og verður lengi minnst, sem eins glæsilegasta dags í lýðveldissögunni.


mbl.is Nær allir segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er verið að skrifa merkilegan kafla í Íslandssöguna

Fari kjörsókn yfir 50% og niðurstaðan verði afgerandi NEI verður það að teljast viðunandi, þó betra væri að þátttakan færi yfir 60%.  Ekki er hægt að reikna með jafn mikilli kjörsókn í atkvæðagreiðslu um eitt málefni, eins og þegar kosið er til Alþingis eða sveitarstjórna.  Jafnvel í forsetakosningum hefur þátttaka stundum verið rétt rúm 60%

Nú er um sögulegar kosningar að ræða og málefnið afar mikilvægt, þ.e. með því að fella Icesave lögin úr gildi, er í raun enginn gildur samningur fyrir hendi lengur, eins og fjallað var um á bloggi í morgun og má sjá hérna og því verða Bretar og Hollendingar að sætta sig við að málið verði aftur komið á algeran byrjunarreit og þá verður væntanlega farið að lögum og tilskipunum ESB varðandi framhald málsins og íslenskir skattgreiðendur leystir úr þeirri snöru, sem kúgararnir hafa hert að hálsi þeirra undanfarna mánuði.

Þetta verður eftirminnilegur dagur og þeir sem sitja heima og taka ekki þátt í þessum stóratburði verða í vandræðum seinna meir með að útskýra fyrir börnum sínum og barnabörnum, hvers vegna þeir tóku ekki þátt í að skapa þennan eftirmynnilega kafla Íslandssögunnar.

Því er ástæða til að skora á þá, sem enn eiga eftir að kjósa, að drífa sig á kjörstað og leggja sitt lóð á vogarskálarnar með því að setja X við NEI.

 


mbl.is Tæplega 43% kjörsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NEI í dag fellir Icesavesamninginn endanlega úr gildi

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. hafa reynt að hræða kjósendur frá því að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni í dag með því að hamra á því, að hún sé marklaus bæði vegna þess að "betra" tilboð sé á borðinu og að þá taki upphaflegi Svavarssamningurinn gildi, því lögin frá því í júní s.l. verði virk á ný.

Þetta eru helber ósannindi og það vita þau skötuhjúin mætavel, því í Bretar og Hollendingar settu það ákvæði inn í upphaflega samninginn, að hann tæki ekki gildi fyrr en Alþingi væri búið að samþykkja ríkisábyrgð á hann og leggja þannig hundruð milljarða álögur á íslenska skattgreiðendur.  Alþingi sá við þessu, sem betur fer og samþykkti ríkisábyrgðina, með ströngum fyrirvörum, sem meðal annars fólu í sér, að ríkisábyrgðin yrði ekki virk, nema Bretar og Hollendingar féllust á fyrirvarana.

Með því að fella Icesavelög II úr gildi í þjóðaratkvæðagreiðslunni í dag, með góðri kjörsókn og afgerandi niðurstöðu, verður enginn samningur í gildi og því síður ábyrgð islenskra skattgreiðenda á honum.  Þetta vita Jóhanna og Steingrímur, en reyna að blekkja þjóðina, vísvitandi, í þeim eina tilgangi að reyna að fá fólk til að sitja heima og gera þjóðaratkvæðagreiðsluna marklausa með því móti.

Það er ábyrgðarhluti af forystumönnum ríkisstjórnarinnar, að beita blekkingum og hreinum ósannindum til þess að eyðileggja fyrstu þjóðaratkvæðagreiðsluna, sem fram hefur farið á Íslandi frá lýðveldisstofnun.  Kjósendur verða að sjá í gegn um þessar falsanir á staðreyndum og fjölmenna á kjörstað, til þess að sýna umheiminum að íslenskir skattgreiðendur láti ekki leiða sig í þrældóm fyrir erlendar kúgara, baráttulaust.

Látum hvorki Jóhönnu eða Steingrím fæla okkur frá því að nýta helgasta rétt hvers manns í lýðræðisríki.

Fjölmennum á kjörstaði og svörum spurningunni með afgerandi og risastóru NEIi.


mbl.is Atkvæði greidd um Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband