NEI í dag fellir Icesavesamninginn endanlega úr gildi

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. hafa reynt að hræða kjósendur frá því að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni í dag með því að hamra á því, að hún sé marklaus bæði vegna þess að "betra" tilboð sé á borðinu og að þá taki upphaflegi Svavarssamningurinn gildi, því lögin frá því í júní s.l. verði virk á ný.

Þetta eru helber ósannindi og það vita þau skötuhjúin mætavel, því í Bretar og Hollendingar settu það ákvæði inn í upphaflega samninginn, að hann tæki ekki gildi fyrr en Alþingi væri búið að samþykkja ríkisábyrgð á hann og leggja þannig hundruð milljarða álögur á íslenska skattgreiðendur.  Alþingi sá við þessu, sem betur fer og samþykkti ríkisábyrgðina, með ströngum fyrirvörum, sem meðal annars fólu í sér, að ríkisábyrgðin yrði ekki virk, nema Bretar og Hollendingar féllust á fyrirvarana.

Með því að fella Icesavelög II úr gildi í þjóðaratkvæðagreiðslunni í dag, með góðri kjörsókn og afgerandi niðurstöðu, verður enginn samningur í gildi og því síður ábyrgð islenskra skattgreiðenda á honum.  Þetta vita Jóhanna og Steingrímur, en reyna að blekkja þjóðina, vísvitandi, í þeim eina tilgangi að reyna að fá fólk til að sitja heima og gera þjóðaratkvæðagreiðsluna marklausa með því móti.

Það er ábyrgðarhluti af forystumönnum ríkisstjórnarinnar, að beita blekkingum og hreinum ósannindum til þess að eyðileggja fyrstu þjóðaratkvæðagreiðsluna, sem fram hefur farið á Íslandi frá lýðveldisstofnun.  Kjósendur verða að sjá í gegn um þessar falsanir á staðreyndum og fjölmenna á kjörstað, til þess að sýna umheiminum að íslenskir skattgreiðendur láti ekki leiða sig í þrældóm fyrir erlendar kúgara, baráttulaust.

Látum hvorki Jóhönnu eða Steingrím fæla okkur frá því að nýta helgasta rétt hvers manns í lýðræðisríki.

Fjölmennum á kjörstaði og svörum spurningunni með afgerandi og risastóru NEIi.


mbl.is Atkvæði greidd um Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Á mánudaginn 8 mars verður haldið áfram þar sem frá var horfið ,fyrir helgi ,með við þessa samninga. Viðkomandi ráðherrar samningsaðila landanna þriggja eru sammála um það.  Þessi marklausa kosning hér uppi á Íslandi breytir nákvæmlega engu.

Sævar Helgason, 6.3.2010 kl. 09:14

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þessi kosning er ekki marklausari en það, að hún er fyrsta kosning í lýðveldissögunni, það sem þjóðinni gefst kostur á að staðfesta eða fella úr gildi lög, sem Alþingi hefur samþykkt.  Það hefur reyndar ekki gerst áður frá landnámi, þannig að kosningin er bæði marktæk, merkileg og söguleg.

Það hefur verið sívaxandi þrýsitnug á, að almenningi væri gefinn aukinn kostur á að taka afstöðu til mála í almennum atkvæðagreiðslum og því er algerlega kostulegt að sjá fólk reyna að gera lítið úr þessari fyrstu, af vonandi mörgum, þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem kosið er um hundraða milljarða skattaþrældóm, sem erlendir kúgarar reyna að hneppa þjóðina í.

Afgerandi kosningaþátttaka og einróma niðurstaða mun hafa mikil áhrif á framhald viðræðna eftir helgi, því þá verða ofbeldisseggirnir búnir að sjá, að ekki er hægt að bjóða Íslendingum hvað sem er.

Axel Jóhann Axelsson, 6.3.2010 kl. 10:53

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég er búin að kjósa. En hjarðeðli Íslendinga er nokkuð mikið sýnist mér miðað við þá þátttöku sem er enn sem komið er, allavega í Höfuðstaðnum.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 6.3.2010 kl. 13:03

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Fók hlýtur að skila sér á kjörstað í svona alvarlegu máli.  Enginn þjóðhollur Íslendingur getur verið þekktur fyrir að sitja heima, þegar svona mikið er í húfi.

Hér er verið að véla um skattgreiðslur komandi áratuga.  Það kemur öllum íslenskum skattgreiðendum á kosningaaldri við.

Axel Jóhann Axelsson, 6.3.2010 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband