5.3.2010 | 20:12
Steingrímur sagði ekki satt í Kastljósinu
Steingrímur J. reyndi í Kastljósi að gera lítið úr tilgangi þjóðaratkvæðagreiðslunnar á morgun og bætti við, að eftir hana sæti þjóðin uppi með lögin um Icesave I og þau tækju strax gildi og yrði þá að semja upp á nýtt út frá þeim lögum.
Þetta er algerlega ósatt, því í fyrirvörunum við ríkisábyrgðina, sem samþykkt var með þeim lögum var ákvæði þess efnis, að lögin tækju ekki gildi nema Bretar og Hollendingar samþykktu fyrirvarana. Í samningnum sjálfum var á hinn bóginn tekið fram, að hann öðlaðist ekki gildi, nema samþykkt yrði ríkisábyrgð á hann.
Þannig var hringtenging á milli samningsins og ríkisábyrgða og á hinn bóginn tenging ríkisábyrgðar við samþykki Breta og Hollendinga. Kúgararnir höfnuðu fyrirvörunum við ríkisábyrgðina alfarið, þannig að hún mun aldrei taka gildi og þar sem ríkisábyrgðin mun ekki taka gildi, verðu sjálfur samningurinn heldur aldrei virkur.
Með því að segja blákalt framan í þjóðina kvöldið fyrir kosningar, að skattgreiðendur myndu sitja uppi með þrælasamninginn frá því í júní s.l. var Steingrímur að hræða kjósendur með hreinum ósannindum og er það vægast sagt ámælisvert af ráðherra og hreinlega siðlaust.
Framganga Jóhönnu Sigurðardóttur undanfarna daga vegna kosninganna er kapítuli út af fyrir sig og svo skammarlegur, að engin orð ná yfir slíka háttsemi.
Svarið við þessu öllu er góð kosningaþátttaka og niðurstaða sem hlóðar á einn veg: NEI
![]() |
Tilbúnir til frekari viðræðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Steingrímur J. missti út úr sér á blaðamannafundi í morgun að ekki væri hægt að semja við fjárkúgara, þegar sumir fulltrúar íslenskra skattgreiðenda vildu ekki láta eftir ofbeldisseggjunum og borga mölglunarlaust ólöglega og siðlausa kröfu þeirra.
Þarna á Steingrímur vafalaust við þá snjöllu og viti bornu samningamenn, sem stjórnarandstaðan neyddi upp á ríkisstjórnina, eftir að útséð var með að þjóðin myndi kyngja þeim "glæsilega" afarkosti, sem félagar hans og vinir, Svavar Gestsson og Indriði H. Þorláksson, skrifuðu undir á föstudagskvöldi í júní s.l., þegar þeir nenntu ekki að hafa málið lengur "hangandi yfir höfði sér", eins og Svavar orðaði það svo einlæglega í fjölmiðlum.
Hagsmunum íslenskra skattgreiðenda er ágætlega borgið á meðan hluti "samninganefndarinnar" berst gegn rangindum og kúgunum Breta og Hollendinga, sem ætla sér að hneppa Íslendinga í skattalega ánauð til áratuga, vegna vaxta af skuld, sem er ekki þjóðarskuld, heldur einkaskuld.
Engin lög á Íslandi eða í öðrum ríkjum Evrópu gera ráð fyrir því, að skuldum einkafyrirtækja, hvorki einkabanka né annarra einkafyrirtækja, sé breytt í þjóðarskuld og þannig velt yfir á skattgreiðendur landanna.
Þess vegna er svo mikilvægt, að góð þátttaka verði í þjóðaratkvæðagreiðslunni og niðurstaðan verði svo afgerandi, að enginn geti velkst í vafa um hug skattgreiðenda til slíkra fjárkúgara.
Þjóðarhagur er að veði.
NEI við Icesavelögunum.
![]() |
Hvað á Steingrímur við? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2010 | 10:14
Lausráðinn starfsmaður í Viðskiptaráðuneytinu talar gegn þjóðarhag
Gylfi Magnússon, lausráðinn starfsmaður í Viðskiptaráðuneytinu, lætur gamminn geysa við norska fréttavefinn E24! og lætur sér ekki einu sinni detta í hug, að tala máli íslenskra skattgreiðenda gegn fjárkúgun Breta og Hollendinga, sem þessi lausráðni starfsmaður hefur reyndar viljað, ekki bara beygja sig undir, heldur reynt á allan máta að sannfæra þjóðina um, að væru fyllilega réttmætar, þó allir viti og viðurkenni, að kúgunin á sér enga lagastoð, hvorki í íslenskum lögum, eða tilskipunum ESB.
Með því að merkja við NEI á kjörseðlinum á morgun er ekki eingöngu verið að afneita ríkisábyrgð á gamla Landsbankanum, sem var einkabanki, heldur líka því, að íslenskir skattgreiðendur ætli að taka á sig byrðar í framtíðinni vegna Íslandsbanka og Arion banka, sem ríkið hefur einkavætt á ný, en enginn veit hinsvegar hver á, en eru líklega aðallega erlendir vogununarsjóðir.
Væntanlega hefur enginn látið sér detta í hug, að ríkisábyrgð á þessum bönkum hafi fylgt með í kaupunum, þegar þeim var afsalað til þessara erlendu vogunarsjóða, en með því að samþykkja minnstu aðkomu ríkisins að uppgjöri þrotabús Landsbankans, er verið að setja fordæmi, sem einnig mun ná til þessara nýju einkabanka og starfsemi þeirra í framtíðinni, sem enginn getur séð fyrir núna, hver og hvernig mun verða.
Þess vegna má alls ekki gera neina samninga við kúgarana vegna Landsbankans, hvorki um að leggja hluta höfuðstóls eða nokkurra einustu vaxta á íslenska skattgreiðendur. Þeim ber ekki, samkvæmt lögum og tilskipunum ESB, að greiða eina einustu krónu, ekki eina evru og ekki eitt einasta pund, vegna glæfrareksturs óábyrgra bankamanna, hvorki íslenskra né erlendra.
Þess vegna er þjóðaratkvæðagreiðslan einstakt tækifæri til að senda kúgurunum sjálfum og ekki síður almenningi í öðrum löndum, skýr skilaboð um það, að skattgreiðendur á Íslandi láti ekki traðka á sér, vegna einkaskulda, sem almenningi koma ekkert við.
![]() |
Samningarnir geta reynst dýrari en Icesave-skuldin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)