Skattabrjálæðið ekki runnið af ríkisstjórninni

Skattabrjálæðið sem heltók ríkisstjórnina strax við myndun, hennar hrjáir hana ennþá og ekkert lát er á nýjum og nýjum sköttum, sem spretta út úr brengluðum hugarheimi hennar.

Allir skattar sem til voru þegar stjórnin tók við, hafa verið hækkaðir og fjöldi nýrra bæst við og þegar köstin gera vart við sig, spretta fram nýjir skattar með ótrúlegustu nöfnum, nú síðast hækkun á "flugverndargjaldi" og nýr "farþegaskattur", sem leggjast á hvern mann, sem bregður sér af bæ og fer um Keflavíkurflugvöll.

Fyrir var flugvallarskattur, sem líka leggst á hvern farþega og til að fela hækkun á farþegaskatti er bara bætt við fleirum, svo minna beri á þessum hluta skattabrjálæðisins.  Það kemur hins vegar út á eitt fyrir ferðalangana, hvort skatturinn er einn, sem lagður er á þá, eða þrír, fjórir eða fimm. 

Ef ekki væri væri um svo alvarlega hugarfarsbrenglun að ræða, eins og hrjáir þessa ríkisstjórn, þá liggur við að hægt væri að dást að ímyndunaraflinu, sem þessi fyrsta "hreinræktaða vinstri stjórn" býr yfir í þessum efnum.

Sem betur fer er Indriði H. Þorláksson, skattameistari stjórnarinnar, kominn á eftirlaunaaldur og hlýtur að fara að snúa sér að eigin áhugamálum í ellinni, sem vonandi koma ekki jafn illa niður á almenningi og órarnir, sem hann og Steingrímur J., lærlingur hans, eru haldnir í störfum sínum.

Þjóðin á það skilið að Indriði H. fari að njóta elliáranna og reyndar Steingrímur J. líka, þó yngri sé.


mbl.is Sérstakt farþegagjald lagt á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stofnunum fækkar - starfsfólki ekki

Ríkisstjórnin boðar miklar sameiningar ríkisstofnana með það að markmiði að gera stjórnsýsluna einfaldari og markvissari og eiga þessar sameiningar að ganga þvert á ráðuneytin, sem samkvæmt því á að fækka úr tólf í níu.  Sú fækkun ráðuneyta virðist fyrst og fremst vera hugsuð til að losna á þægilegan hátt við Jón Bjarnason úr Sjávarútvegs- og Landbúnarðarráðuneytinu, en sá leikur kattakonunnar mætir harðri andstöðu Vinstri grænna, enda hefur það sannast, að erfitt er að smala þeim köttum.

Annað sem athyglisvert er við þessar tillögur er, það sem haft er eftir Ragnhildi Arnljótsdóttur, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, en hún segir í fréttinni:   „Í þeim sameiningum sem framundan eru verður byggt á þeirri meginstefnu að skipulag verði skilvirkara og ferlar endurskoðaðir en reynt að komast hjá beinum uppsögnum. Fækkunin verður því einkum með þeim hætti að ekki verði ráðið í þau störf sem losna.“

Þetta er merkileg yfirlýsing í ljósi þess að laun eru 70-80% af rekstrarkostnaði ríkisstofnana, þannig að lítill sparnaður verður af þessum aðgerðum á næstunni, heldur mun hann ekki skila sér fyrr en starfsmennirnir fara á eftirlaun eða falla frá, þar sem ekki er líklegt að margir segi sjálfviljugir upp störfum, eins og ástandið er núna í þjóðfélaginu.

Starfsöryggi er greinilega miklu meira hjá ríkinu en á almennum markaði og hefur reyndar verið svo áratugum saman.   

 


mbl.is Stofnanir týna tölunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþolandi samkeppni

Baldur Björnsson, eigandi Múrbúðarinnar, hyggst kæra til Eftirlitsstofnunar EFTA ólögmæta samkeppnishindrun á byggingavörumarkaði, sem felst í yfirtöku Landsbankans á Húsasmiðjunni og breytingu á 10 milljarða skuld við bankann í hlutafé.

Það getur hver maður séð, að vonlaust er fyrir fyrirtæki sem eru að berjast fyrir lífi sínu á eigin spýtur, að keppa á markaði við þessi hálfopinberu fyrirtæki, sem njóta endalausrar fyrirgreiðslu bankanna og stunda svo undirboð á markaðinum í ofanálag.

Þessar "björgunaraðgerðir" bankanna á einstökum fyrirtækjum eru að setja þau fyrirtæki sem enn skrimta á hausinn, vegna skertrar samkeppnisstöðu og á þetta við á öllum sviðum atvinnulífsins og mun að lokum valda því, að öll fyrirtæki munu að lokum lenda í gjaldþroti vegna þessara skertu samkeppnisstöðu, jafnvel við sinn eigin viðskiptabanka.

Það er algerlega óþolandi fyrir þau fyrirtæki, sem ekki tóku þátt í hrunadansinum með því að skuldsetja sig upp í rjáfur með erlendum lánum á "lánæristímanum", skuli nú þurfa að keppa á markaði við fyrirtækin, sem bankarnir lánuðu ótæpilega á sínum tíma og hafa nú yfirtekið og keppast við að koma betur reknu fyrirtækjunum í þrot, með öllum ráðum, þ.m.t. undirboðum.

Eina réttláta meðferð þessara "bankafyrirtækja" er sú, að þeim verði skipt upp á milli lífvænlegra samkeppnisaðila og bankarnir veiti lánafyrirgreiðslu til þess og hætti sjálfir öllum samkeppnisrekstri.

 


mbl.is Múrbúðin kærir mál Húsasmiðjunnar til ESA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband