26.3.2010 | 19:59
Stórkostlega árangursríkir fundir
Síðast liðið ár hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar átt marga "árangursríka" fundi úti um allar jarðir og rætt á þeim við alla helstu Íslandsvini veraldarinnar og alltaf komið fram í íslenskum fjölmiðlum eftir fundina og sagt að nú sé afar stutt í að þetta og hitt muni gerast vegna þessara "árangursríku" funda.
Á síðasta átti Össur, stórgrínari" fleiri en tuttugu fundi með utanríkisráðherrum Evrópu vegna Icesave og enduskoðunar efnahagsáætlunar Íslands og AGS og lýsti því yfir eftir hvern einasta fund að hann hefði verið mjög "árangusríkur" og stutt í að málin leystust. Sama er að segja um fundi Steingríms J. með ráðherrum vítt og breitt og eins og hjá Össuri voru allir fundir "árangursríkir" og myndu skila sér í skjótum lausnum allra mála.
Jóhanna Sigurðardóttir skrifaði bréf til kollega sinna í Bretlandi og Hollandi og bað um að fá með þeim "árangursríkan" fund, en hvorugur virti hana svars, en samt sem áður voru bréfaskriftirnar ekki síður "árangursríkar" en þó þeir hefðu svarað tilskrifunum.
Nú hefur Steingrímur J. átt "árangursríka" fundi við allar helstu toppfígúrur AGS og telur hann að niðurstaða fundanna verði sú, að AGS finni leið til að fara á svig við fyrri samþykktir sínar og gæti hugsanlega laumað afgreiðslu á endurskoðun efnahagsáætlunarinnar fram hjá sjálfum sér "innan nokkurra vikna", eins og Steingrímur sagði í sjónvarpsfréttunum.
Allt þetta veltir upp spurningu um, hvaða fundir teljist árangurslausir.
![]() |
Bjartsýnn eftir fund með Strauss-Kahn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.3.2010 | 16:20
Harma óvandaða ríkisstjórn
Samfylkingin í Reykjanesbæ hefu sent frá sér harðorða ályktun vegna ráða- og dáðleysis ríkisstjórnarinnar og þó henni sé beint að báðum ríkisstjórnarflokkunum, leynir sér ekki, að Reyknesingarnir eru að senda VG er örlítið stærri sneið, en flokksfélugum sínum.
Í þetta sinn er tilefnið áætlun fyrirtækisins ECA Program um að hefja starfsemi hér á landi, sem felst í að hafa aðstöðu á Keflavíkurflugvelli fyrir herflugvélar, sem ætlaðar eru til heræfinga á vegum NATO. Í ályktuninni segir ma: " Standa vonir til þessað fyrirtækið muni skapa fjöldan allan af vellaunuðum hátæknistörfum á því landsvæði þar sem atvinnuleysið er hvað mest." Jafnframt er það tekið fram, að um svipuð störf sé að ræða og unnin voru áratugum saman af Íslendingum fyrir Bandaríkjamenn á vellinum, á meðan þeir höfðu þar aðstöðu.
Í lok ályktunarinnar er fast skotið á ríkisstjórnina, en þar segir: "að staðan í atvinnumálum á Suðurnesjum kalli á að stjórnvöld kanni allar þær hugmyndir sem fram komi um atvinnusköpun til fulls áður en afstaða er tekin til þeirra."
Auðvitað er til mikils mælst, þegar stuðningmenn ríkisstjórnarinnar krefjast þess að ráðherrar stjórnarinnar hugsi áður en þeir tali, því það er þvert á þeirra vinnubrögð fram að þessu.
Venjulega segjast ráðherrarnir ætla að gera þetta og hitt, en þegar þeir eru spurðir nánar út í aðgerðirnar, er svarið nánast óbrigðult: "Það á eftir að útfæra þetta nánar" og svo gerist aldrei neitt.
Aldrei fyrr hefur setið ríkisstjórn í þessu landi, sem berst af öllum sínum kröftum gegn hagvexti og atvinnuuppbyggingu.
![]() |
Harmar óvandaða umræðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.3.2010 | 08:39
Jón Gnarr verður borgarstjóri samkvæmt skoðanakönnun
Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins fengi Sjálfstæðisflokkurinn tæp 40% atkvæða, ef kosið yrði til borgarstjórnar nú, en grínframboðin fengju samtals rúm 60%, sem skiptust þannig að Samfylkingin fengi rúm 26%, vinstri grænir fengju rétt rúm 14%, Besti flokkurinn hlyti tæp 13%, Framsóknarflokkurinn væri með tæplega 6% og önnur framboð minna.
Verði niðurstaða kosninganna eins og þessi skoðanakönnun sýnir yrði Besti flokkurinn í oddastöðu við myndun meirihluta í borgarstjórn og þar með fengi Jón Gnarr væntanlega sitt draumastarf um þægilega innivinnu, góð laun og ýmis fríðindi.
Sjálfstæðisflokkur yrði að fá stuðning Besta flokksins til þess að halda sér í meirihluta og þá myndi vinsælasti borgarstjóri í langan tíma, Hanna Birna Kristjánsdóttir, væntanlega verða að gefa starfið eftir til Jóns Gnarr, sem hefur lýst því yfir að hans grín snúist aðallega um stól borgarstjórans.
Hinn möguleikinn á meirihlutasamstarfi er, að allir grínflokkarnir þrír tækju upp samstarf eftir kosningar og enn yrði Jón Gnarr í aðstöðu til að krefjast þess að fá uppfyllta kröfu sína um innivinnunna þægilegu og hinir grínistarnir yrðu væntanlega að sætta sig við minni hlutverk í farsanum.
Svona niðurstaða skoðanakannana sýnir hvað Reykvíkingar geta nú verið gamansamir á erfiðum tímum, en öllu gríni fylgir alvara og ótrúlegt verður að teljast, að fólk mæti í stórum stíl í kjörklefann, eingöngu til að fíflast.
Þegar á hólminn verður komið, verða Reykvíkingar ábyrgari en svo.
![]() |
Jón Gnarr vinsælli en framsókn og frjálslyndir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)