22.3.2010 | 19:38
Rætast hryllingsspárnar ekki?
Í heilt ár hafa Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. verið bæði þreytt og slæpt við að útskýra fyrir þjóðinni hvílíkur hryllingur biði hennar, ef nokkur einasti dráttur yrði á því að Íslendingar samþykktu að gerast skattaþrælar Breta og Hollendinga næstu áratugina.
Helsta ástæðan fyrir þessum hryllingsspám var, að enginn myndi vilja veita ríkissjóði lán og ekkert yrði því hægt að gera, hvorki til aðstoðar heimilunum í landinu og hvað þá að atvinnulífið kæmist nokkurn tíma í gang aftur. Þau skötuhjúin haf ekki dregið af sér við að útmála hvað þessi dráttur á erlendum lántökum sé búinn að kosta þjóðarbúið marga tugi milljarða króna, miklu meira en það myndi kosta að gangastu undir fjárkúgiunina.
Þessi áróður hljómaði daglega, allt fram að 6. mars s.l., en eftir að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar lágu fyrir, hefur ekki verið minnst á þetta aftur og nú er meira að segja farið að tala um að erlendar lántökur séu ekkert forgangsmál og geti vel beðið fram undir árslok 2011.
Nú heyrast engar heimsendaspár frá skötuhjúunum, þó ekkert sé fundað um Icesave, enda sé ekkert sem pressi á niðurstöðu í því máli, frekar en öðrum, sem ríkisstjórnin ætti að vera að leysa.
Hver mun nokkurn tíma trúa þessum hryllingsspámönnum framar?
![]() |
Hugsanlega hagstæðara að fresta lántökum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
22.3.2010 | 16:03
Afþökkum þessa falsaðstoð strax
Claus Hjort Frederiksen, fjármálaráðherra Danmerkur, er sami ósannindamaðurinn og aðrir norrænir ráðherrar, sem hafa tjáð sig um upplogna aðstoð norðurlandanna, vegna viðreisnar efnahags Íslands, eftir hrunið.
Á heimasíðu Norðurlandaráðs lætur þessi lygamörður hafa eftir sér: "Norrænu grannríkin og sjálfstjórnarsvæðin styðja ríkisstjórn Íslands í starfi hennar við að rétta efnahag landsins við, m.a. með innleiðingu áætlunar AGS og því að standa við alþjóðlegar skuldbindingar landsins."
Norrænu ríkin hafa ekki gert neitt, annað en tefja endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS, með því að neita að afgreiða lánsloforð sín til landsins, fyrr en Íslendingar hafi látið fjárkúgun Breta og Hollendinga vegna skulda einkafyrirtækis, sem kemur íslendingum skattgreiðendum minna en ekkert við.
Íslenska þjóðin getur ekki látið bjóða sér svona fals og lygi lengur og ríkisstjórnin verður tafarlaust að hafna öllu frekara "samstarfi" við þessa ómerkinga á norðurlöndunum og krefjast endurskoðunar efnahagsáætlunarinnar á nýjum forsendum og fáist það ekki samþykkt af AGS, verði frekari aðstoð sjóðsins afþökkuð jafnframt.
Íslendingar hafa áður glímt við kreppur og komist út úr þeim hjálparlaust.
Það verður einnig hægt núna, án þess að þurfa að hlusta á háð og spott af hendi ráðherra norðurlandanna endalaust.
Nú er nóg komið af svo góðu.
![]() |
Styðja Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.3.2010 | 14:40
Skýrslan eilífa
Þó skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis verði umræðu- og rifrildisefni þjóðarinnar og alls kyns sérfræðinga til eilífðar, er biðin eftir henni orðin eins og heil eilífð fyrir þá, sem spenntir bíða eftir að upplýsingar úr skýrslunni verði gerðar opinberar.
Nú hefur loksins verið gefinn upp ákveðinn útgáfudagu, en hann verður ekki fyrr en 12. apríl, þannig að þjóðin verður að láta sér nægja að smjatta á páskaeggjum þangað til. Þessi sífelldi dráttur á útgáfu skýrslunnar er orðinn þreytandi, enda byggist upp spenna í þjóðfélaginu og væntingar um niðurstöður skýrslunnar verða sífellt meira umræðuefni manna á meðal og alls kyns kjaftasögur farnar að ganga um hver niðurstaðan sé.
Þó skýrslan eigi ekki að fella dóma yfir einstaklingum, á nefndin að vísa öllum málum, þar sem grunur leikur á um saknæmt athæfi til Sérstaks saksóknara og ennþá hefur ekkert verið gefið upp um hvort og í hve miklum mæli, nefndin hefur vísað málum þangað.
Óskiljanlegt er að ekki skuli vera hægt að birta skýrsluna á netinu, þó prentaða útgáfan verði ekki tilbúin fyrr en síðar, svo fræði- og fréttamenn ásamt þingmönnum gæfist kostur á að kynna sér hana og hafið umræður um hana og greiningar á niðurstöðum, því auðvitað eru allir orðnir dauðleiðir á þessum endalausu frestunum útkomu hennar.
Kannski skipta fáeinar vikur og mánuðir ekki svo miklu máli í eilífðinni, en fyrir þá sem bíða, er það nokkuð langur tími.
![]() |
Skýrslan kemur 12. apríl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.3.2010 | 08:58
Hringrás lánveitinganna
Alltaf kemur betur og betur í ljós, hvernig bankarnir voru misnotaðir í þágu útrásarvíkinganna og hvernig svikamyllan var skiplögð með hringrás lána milli bankanna, sem svo dreifðu lánunum til sömu mannanna, svo heildarskuldir þeirra yrðu ekki sjáanlegar allar á einum stað.
Þetta var gert til þess að fela lánveitingar til einstakra aðila, sem voru langt umfram heimildir um lánveitingar til einstakra aðila, enda voru útrásarruglararnir stærstu eigendur bankanna, ásamt því að vera stærstu skuldar þeirra. Allt leiddi þetta svo til hruns bankanna, sem aftur hefur leitt til þess að þessi lánastarfsemi þeirra er nú að koma æ betur fram í dagsljósið.
Þegar eigendur bankanna gátu ekki lengur lánað sjálfum sér ótakmarkaðaða fjármuni, hefur fyrirtækjanet þeirra verið að rakna í sundur og hvert þeirra um sig skilið eftir sig tuga og hundraða milljarða töp, sem með einu eða öðru móti bitna á lífskjörum almennings í landinu.
Á meðan á rannsóknum þessum stendur lifa skuldafurstarnir í vellystingum praktuglega og ekkert bendir til þess, að þessir glæframenn láti málin hafa áhrif á sig, eða lífsstíl sinn, heldur þvert á móti finnst þeim meira en sjálfsagt, að þeir fái fyrirtækin "sín" afhent aftur, eftir "skuldahreinsun", eins og afskriftir tapaðra skulda heitir þessa dagana.
Almenningur fylgist með af hliðarlínunni og er að verða ónæmur fyrir þessum daglegu glæpafréttum.
![]() |
Fóru oft krókaleiðir í stórum lánveitingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)