Bónusfjölskyldan gat skrapað saman fyrir skiptakostnaði

Baugur Group, sem var flaggskip Bónusfjölskyldunnar á meðan hægt var að fá hundruð milljarða króna lán út á ekki neitt, átti ótal eignarlaus undirfélög sem hægt var að nota til að dreifa skuldum á milli, svo ekki sæist á einum stað, hvílíkum skuldum þetta veldi var búið að raka að sér og erfiðara yrði fyrir utanaðkomandi að átta sig á heildarmyndinni.

Eftir að bankarnir hrundu hefur komið í ljós, að Bónusliðið skuldaði þeim hundruð milljarða króna, hverjum fyrir sig, í nafni ótal félaga og ennfremur voru miklar skuldir að auki við erlendar lánastofnanir.  Veð fyrir öllum þessum lánum voru helst hlutabréf í félögunum sjálfum og öðrum félögum keðjunnar, enda mun tapið af þessu rugli öllu saman enda í mörg hundruð milljörðum króna, án þess að það virðist koma Bónusfólkinu nokkurn skapaðan hlut við.

Öll félög sem voru innan Baugs Group eru nú gjaldþrota, nema Hagar hf., en því félagi tókst að skjóta undan gjaldþrotinu með aðstoð Kaupþings og nú ætlar Arion banki að gefa þessum "bestu rekstrarmönnum landsins" forkaupsrétt að 15% félagsins, enda eru þeir "traustsins verðir".

Sem betur fer fyrir Bónusfjölskylduna, þá verður ekki hægt að skattleggja niðurfellingu allra þessara hundraða milljarða króna, enda hvergi í ábyrgð fyrir einu eða neinu.


mbl.is Eignalaust félag en skuldar 47 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattur í stað skuldar

Ríkisstjórnin er nú að leggja fram sína endanlegu útfærslu af skjaldborg fyrir heimilin vegna skuldavandans og þegar betur er að gáð, er þetta einungis enn ein leið til að afla tekna í galtóman ríkissjóðinn.

Þær niðurfellingar, sem stórskuldarar hafa veriðr að kalla eftir, eiga að mynda stóran og gjöfulan tekjuskattsstofn fyrir ríkissjóð, en ekki verður með nokkru móti séð, að betra sé fyrir skuldarann að láta fella niður hluta af fjörutíu ára langri skuld, eingöngu til þess að greiða himinháan skatt strax.

Ef tekið væri dæmi af fjölskyldu, sem fengi tuttugu milljóna króna niðurfellingu af húsnæðisskuld, þá þyrfti hún væntanlega að greiða 4.6 milljónir í skatt, sem dreifðist á þrjú ár, en það þýðir greiðslu upp á 128.000 krónur á mánuði í þessi þrjú ár.

Hæpið er að sjá, hvernig fjölskylda sem ekki getur greitt af skuldum sínum, á að geta greitt háar skattakröfur í staðinn, en innheimta á skattskuldum hefur ekki fram að þessu verið mildari en innheimtuaðferðir lánastofnana.

Skjaldborg heimilanna er orðin að tekjuuppsprettu fyrir ríkissjóð. 

Stórskuldugir fylgismenn ríkisstjórnarinnar hljóta að taka þessu neyðarskýli fagnandi.


mbl.is Afskriftir verða skattlagðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband