12.3.2010 | 22:03
InDefence viðurkennir vaxtakröfu
Fulltrúar InDefence hittu nokkra Hollenska þingmenn, sem sæti eiga í Fjárlaganefnd Hollenska þingsins, og ræddu við þá um Icesave og upplýstu ýmis sjónarmið Íslendinga vegna málsins.
Samkvæmt fréttinni virðast fulltrúar InDefence hafa tekið undir það, að íslenskum skattgreiðendum beri að borga vexti fyrir tryggingasjóð innistæðuegenda, sem er í reynd tryggingafélag sem bankarnir greiddu iðgjöld til og er sjálfseignarstofnun, sem er ekki á neinn hátt tengd ríkissjóði, eða skattgreiðendum með neinu móti.
Það eina, sem InDefence virðist hafa mótmælt vegna vaxtakröfunnar er, að vextirnir væru of háir, en ekki því, sem mestu máli skiptir, sem er að 98,2% kjósenda, sem afstöðu tóku í þjóðaratkvæðagreiðslunni, gáfu þau skýru skilaboð, að þeir ætla ekki að láta hneppa sig í áratuga skattaþrældóm í þágu Breta og Hollendinga.
Eins þarft framtak og þessi fundur InDefence með þingmönnunum var, til að útskýra sjónarmið þess kúgaða, veldur þessi uppgjöf varðandi vextina gífurlegum vonbrigðum.
Það verður að vera hægt að ætlast til þess, að þeir sem skýri afstöðu almennings á Íslandi, túlki skoðanir hans á réttan hátt.
![]() |
Spurðu hvassra spurninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
12.3.2010 | 15:10
Anders Borg skammast út af máli, sem hann segir að sér komi ekki við
Össur Skarphéðinsson, utanríkisgrínari, skensaði Andres Borg, fjármálaráðherra Svíþjóðar, vegna niðrandi ummæla, sem sá sænski viðhafði um þjóðaratkvæðagreiðsluna þann 6. mars s.l. og niðurstöðu hennar. Í sjálfu sér var Borg einungis að bergmála það, sem bæði Jóhanna og Steingrímur voru búin að boða í langan tíma, þ.e. að atkvæðagreiðslan væri marklaus og hefði enga þýðingu.
Anders Borg tók gríni Össurar illa og svaraði fullum hálsi hjá fréttastofunni TT með því að vísa til þess, sem ríkisstjórnin hefði sjálf sagt honum, eða eins og haft er eftir honum: Við viljum veita Íslandi aðstoð svo framarlega sem Íslendingar standa við efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og skuldbindingar, sem þeir hafa sjálfir undirgengist."
Varla getur sá sænski verið að vitna í annað en það sem Össur sjálfur, eða aðrir úr ríkisstjórninni hafa sagt honum, þ.e. að ríkisstjórn Íslands væri búin að samþykkja fjárkúgunarkröfur Breta og Hollendinga og annað væri ekki eftir en borga, nema jú það smáatriði, að forsetinn væri eftir að skrifa undir lögin. Ekki getur hann verið að meina neinar aðrar skuldbindingar, sem "þeir hafa sjálfir undirgengist".
Að endingu verður Borg að vísu örlítið tvísaga þegar hann segir: " Íslenska ríkisstjórnin lýsti því yfir, að það hefði verið gerður samningur við Holland og Breta. Nú halda samningaviðræður áfram og það er ekki mitt hlutverk að skipta mér af þeim," segir Borg."
Fyrr í viðtalinu staðhæfði hann, að íslenska ríkisstjórnin yrði að standa við það sem hún hefði sagt og samþykkt, en í lokin segir hann, að samningar haldi áfram og sér komi það ekkert við.
Fyrst hann hefur komist að því, að honum sé Icesave óviðkomandi, væri þá ekki hægt að ætlast til þess, að hann hætti að blanda því saman við önnur og óskyld mál?
![]() |
Borg vísar gagnrýni Össurar á bug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.3.2010 | 13:28
Krónan styrkist þrátt fyrir ríkisstjórnina
Eftir því sem andstaða þjóðarinnar hefur vaxið gegn fjárkúgunartilraunum Breta og Hollendinga, hefur krónan styrkst, þvert ofan í svartnættisáróður ríkisstjórnarinnar, sem í níu mánuði hefur látlaust hamrað á því, að með því að samþykkja ekki kröfurnar möglunarlaust, muni allt leggjast í rúst í landinu og t.d. myndi lánshæfi landsins hrapa í ruslfokk og gengið myndi halda áfram að veikjast.
Hvort lánshæfi landsins fellur um flokk, eða ekki, mun ekki skipta sköpum, hvað lánamöguleika Íslendinga erlendis snertir á næstunni, því lánsfé mun ekki liggja á lausu, nema gegn háum vöxtum, þar sem lánsfjárþörf nánast allra ríkja í Evrópu er gífurleg, eins og sjá má af þessari frétt frá því í gær, en þar segir m.a: "Matsfyrirtækið Standard & Poors spáir því að lánsfjárþörf ríkja Evrópu á þessu ári nemi um 1.446 milljörðum evra, rúmum 251 þúsund milljörðum króna. Lánsfjárþörfin er þá sex sinnum hærri en hún var árið 2007 og slær út fyrra met frá árinu 2009 með um 390 milljarða aukningu. Samkvæmt S&P er reiknað með að samtals muni um 46 af 50 ríkjum Evrópu þurfa á þessum fjárhæðum að halda til að fjármagna sig."
Af þessu sést að uppgjöf í Icesavedeilunni mun ekki hafa nokkur áhrif til að auðvelda, hvorki íslenska ríkinu, eða einkaaðilum, að nálgast lánsfé erlendis frá, um talsverða framtíð.
Styrking krónunnar er því athyglisverð, sérstaklega í ljósi þess, að ríkisstjórnin gerir allt til að tala hana niður, ásamt því að aðgerðaleysi stjórnarinnar á öllum sviðum atvinnumála vinnur í raun gegn sterkari krónu.
Fari ríkisstjórnin að taka af sér belgvettlingana, bretta upp ermar og taka til hendinni í baráttunni við atvinnuleysið, eflingu atvinnulífs og heimilanna, þá gæti bjartsýni aukist og hjólin farið að snúast á ný og krónan að styrkjast ennþá meira.
Allt þetta er hægt, þrátt fyrir baráttu Breta, Hollendinga, norðulandanna, AGS og EBS gegn efnahagsbata á Íslandi.
Það eina sem vantar, er ríkisstjórn sem ekki er ráðvillt, hugmyndasnauð og getulaus.
![]() |
Evran ekki lægri í 9 mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2010 | 10:55
Þreyttur á kjaftæðinu í Steingrími
Með því að hnika til nokkrum orðum í ræðu Steingríms J. á fundi Samtaka atvinnulífsins, má lýsa afstöððu almennings til aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar. Þá myndi upphaf ræðunnar hljóða einhvernveginn svona:
Almenningur er orðinn þreyttur á þessu kjaftæði í Steingrími J., að ríkisstjórnin sé eitthvað að gera vegna endurreisnar atvinnulífsins, minnkunar atvinnuleysis og vanda heimilanna og má t.d. gagnrýna framgöngu Svandísar Svavarsdóttur, umhverfisráðherra og VG fyrir ákvarðanir og áherslur í tengslum við skipulag Þjórsársvæðisins og aðrar stórframkvæmdir.
Segja má að framganga Svandísar og VG hafi verið þeim til skammar. Steingrímur ætti að biðjast afsökunar, fyrir sína hönd, Svandísar og VG. Ríkisstjórnin hefur algerlega unnið gegn stöðugleikasáttmálanum varðandi stóriðjuframkvæmdir og vegna vandræðagangs ríkisstjórnarinnar er nokkurt vandamál með fjármögnunina, hún er nánast föst.
Við þetta má bæta vandræðagangi og raunar algeru klúðri varðandi Icesave, vaxtamál, sparnað í ríkisrekstrinum, skattahækkanabrjálæði og almennu getuleysi við úrlausn vandamála þjóðfélagsins.
Það er ekki nóg að vera stórorður og láta skammir dynja á atvinnurekendum, til að hefna fyrir þær skammir sem Steingrímur og ríkisstjórnin fær frá verkalýðsfélögunum fyrir aðgerðarleysi og tafir á öllum málum, sem snúa að stöðugleikasáttmálanum, sem ASÍ er reyndar farið að kalla stöðnunarsáttmála.
Það eina, sem var alveg rétt í ræðunni er, að Steingrímur J. er þreyttur og það er farið að bitna alvarlega á almenningi í landinu.
Steingrímur J. og VG ættu að fara að fá sér góða hvíld.
![]() |
Þreyttur á þessu kjaftæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)