6.2.2010 | 22:07
Til hamingju Hera Björk og Örlygur Smári
Hera Björk er án vafa ein af bestu söngkonum landsins um þessar mundir, eins og hún sýndi og sannaði með söng sínum í lagi Örlygs Smára í undankeppni Eurovision í kvöld.
Sex lög kepptu til úrslita og aldei þessu vant voru öll lögin vel frambærileg og hefðu sómt sér vel, hvert og eitt, sem fulltrúi landsins í lokakeppninni í Osló.
Spennandi verður að fylgjast með Heru Björk í lokakeppninni og þar mun hún verða landi og þjóð til sóma, þó ómögulegt sé að spá um gang lagsins þar, enda ekkert farið að heyrast af lögum annarra landa.´
Til hamingju Hera og Örlygur og til hamingju Íslendingar með Heru og Örlyg.
![]() |
Hera Björk fulltrúi Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.2.2010 | 19:45
Um hvað var samið við norðurlöndin?
Ríkisstjórnin þykist aldrei skilja, hvers vegna lánin sem samið var um frá norðurlöndunum skuli ekki skila sér. Jón Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri og ráðherra, fékk drjúga þóknun fyrir að ganga frá þessum lánssamningum, sem enginn virðist botna í.
AGS heldur því fram, að hann geti ekki afgreitt endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands og sjóðsins, vegna þess að norðurlöndin vilji ekki afgreiða lánin, en norðurlöndin segjast ekki borga út lánsupphæðina, fyrr en sjóðurinn er búinn að endurskoða áætlunina. Svo kennir hvor aðili hinum um að tengja afgreiðslurnari við Icesave.
Savarssamningurinn er versti samningur um fjármálaleg málefni, sem um getur, en lánssamningur Jóns Sigurðssonar hlýtur að komast ofarlega á það blað.
Að enginn skuli botna í samningi sem fyrrverandi bankastjóri og ráðherra skrifar undir, er með ólíkindum.
Um hvað var samið við norðurlöndin? Eru þau að standa við undirritaða samninga, eða ekki?
Skýringar óskast.
![]() |
AGS vill ekki tengja Icesave við lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2010 | 18:02
Hvar voru sérfræðingarnir fyrir ári síðan?
Samstaða virðist vera milli stjórnar og stjórnarandstöðu um að fá álit erlendra sérfræðinga í alþjóðalögum og samningum milli ríkja, á þeim tillögum, sem farið hafa á milli manna á samráðsfundum allra flokka, að undanförnu.
Þetta er góðs viti, ef stjórnarflokkarnir verða tilbúnir til þess að éta ofan í sig Svavarssamninginn, sem líklega er versti samningur, sem gerður hefur verið í allri fjármálasögunni. Hingað til hefur stjórnin barist fyrir þessum samningi með kjafti og klóm, gegn hagsmunum sinnar eigin þjóðar, en í þágu skattaþrælkunar Íslendinga fyrir Breta og Hollendinga.
Eftir sem áður lifir sú spurning, hvers vegna ekki var leitað til slíkra sérfræðinga fyrir heilu ári síðan.
Hefði það verið gert, er líklegt að einhver tiltrú hefði fengist á að vitglóra væri í samningnum.
Það hefur engum dottið í hug varðandi Svavarssamninginn.
![]() |
Beðið svara að utan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2010 | 14:00
Skipun dómara í fastara form
Oft hafa skipanir í dómarasæti valdið miklum deilum í þjóðfélaginu og oftast vegna þess að pólitískir andstæðingar dómsmálaráðherra hverju sinni, hafa reynt að gera skipanirnar tortryggilegar, eingöngu í þeim tilgangi að koma höggi á ráðherrann.
Ekki hefur verið um að ræða, að óhæfir einstaklingar hafi verið skipaðir í dómarasæti, heldur hefur áróðurinn aðallega beinst að því, að viðkomandi dómari hafi einhver tengsl við ákveðinn stjórnmálaflokk, eða að hann sé skyldur einhverjum aðila, sem ástæða þykir til að láta viðkomandi gjalda fyrir.
Vonandi verður þessi nýja aðferð við dómaraval, til þess að minnka úlfaþytinn í kringum þessar skipanir, þó hún muni vafalaust ekki verða til að skipa algeran frið, því alltaf mun verða hægt að véfengja ákvörðun ráðherra, ef fleiri en einn verða taldir hæfastir umsækjenda.
Sú pólitík, sem rekin hefur verið til að gera dómararáðningar tortryggilegar, hafa ekki gert annað en grafa undan trausti dómstólanna og má því líta á sem hrein skemmdarverk gegn réttarörygginu í landinu.
![]() |
Ráðherra settar skorður við skipun dómara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.2.2010 | 11:32
Íslenskan her, tilbúinn í stríð
Enn er mikið hneykslast á því, að þáverandi utanríkis- og forsætisráðherra skyldu samþykkja að herflutningavélar fengju að millilenda í Keflavík á leið til hernaðarátaka í Írak og að Ísland skyldi taka þátt í uppbyggingarstarfi landsins, eftir stríðsátökin. Meira að segja hefur einn andans snillingur á Alþingi flutt tillögu um skipan nefndar til þess að rannsaka þennan "hernað" Íslendinga í Írak.
Sami þingsnillingur styður heils hugar inngöngu Íslands í stórríki ESB, sem nú vinnur að því hörðum höndum að koma upp sínum eigin sameiginlega her, sem á að vera tilbúinn í hvað sem er, hvenær sem er. Þetta var í raun samþykkt með Lissabon sáttmálanum og nú hefur móðurríkið, Þýskaland, lýst yfir vilja sínum til að koma ESBhernum á koppinn hið allra fyrsta.
Ísland hefur ávallt verið herlaus þjóð og hefur varla efni á að halda úti einu varðskipi og björgunarþyrlum, hvað þá að reka hermaskínu, eins og aðrar þjóðir gera.
Það er því einkennilegur draumur þeirra, sem mest hneykslast vegna Írakssamþykktarinnar, að vilja ólmir neyða Íslendinga til að gegna herþjónustu í Evrópuhernum.
![]() |
Þjóðverjar styðja stofnun Evrópuhers |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.2.2010 | 09:44
Ekki mikil vísindi
Rannsóknir hámenntaðara háskólamanna hafa sýnt, að stór hluti ungs fólks sem hefur hætt í skóla og er atvinnulaust, líður illa og er með brotna sjálfsmynd. Niðurstaðan er sú, að þessi atvinnulausu ungmenni komi verst út úr öllum mælikvörðum.
Svo virðist, sem atvinnuleysinu sé kennt um þessa vanlíðan og brotnu sjálfsmyndina, en auðvitað hlýtur skýringin að vera allt önnur. Það hljóta að vera einhver vandamál, sem valda því að þetta unga fólk flosnar upp úr skóla, án þess að hafa að nokkru öðru að hverfa.
Skýringarinnar hlýtur því að vera að leita annarsstaðar en í atvinnuleysinu, sem þó er mikill bölvaldur og ekki skal gera lítið úr því. Vandamálið sem þarf að komast til botns í, er hvers vegna þetta unga fólk, nánast fleygir frá sér framtíðinni með því að hætta skólagöngunni, því nú á dögum á enginn glæsta framtíð fyrir sér, án nokkurrar menntunar.
Skýringanna á vanda þessara unglinga verður að leita á réttum stöðum.
![]() |
Þeim sem hætta í skóla og fá ekki vinnu líður verr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2010 | 07:11
Krofuhafarnir yfirtaki Byr
Kröfuhafar í Byr sparisjóð, aðallega íslelnskir lífeyrissjóðir, haf hafnað tilboði ríkisins um að fá greitt 40% af kröfum sínum, sem ríkið bauð og ætlaði síðan að yfirtaka sparisjóðinn.
Nóg er komið af fyrirtækjum, sem ríkið hefur yfirtekið, beint og aðallega óbeint í gegnum Landsbankann og kominn tími til að allra annarra leiða verði leitað, en að ríkið komi að öllum uppgjörum fyrirtækja í landinu.
Eðlilegast væri að kröfuhafarnir sjálfir yfirtækju Byr og gerðu sjálfir sem mest úr sínum kröfum, annaðhvort með sölu hans, eða með því að eiga hann áfram og ná þannig inn höfuðstól sínum á löngum tíma.
Einhverntíma mun ára betur á ný og þegar rofa tekur, verður ömurlegt til þess að hugsa, að nánast allur rekstur í landinu verði beint og óbeint á vegum hins opinbera.
![]() |
Ríkið vill eignast Byr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)