Íslenski tryggingasjóðurinn fái algeran forgang

Nú er áætlað, að hægt verði að innheimta 1.172 milljarða króna af útistandandi kröfum Landsbankans, þannig að unnt verði að greiða 89% af innistæðukröfum á bankann, sem aðallega eru vegna Icesavereikninganna í Bretlandi og Hollandi.

Íslenski tryggingasjóðurinn á að greiða um 680 milljarða króna vegna lágmarkstryggingarinnar, sem er 20.887 evrur á hvern reikning, þannig að ekki ætti að vera vandamál, að greiða þá upphæð eftir því sem kröfur innheimtast í þrotabúið.  Svo einfalt er þó málið ekki, því Bretar og Hollendingar greiddu innistæðueigendunum út miklu hærri upphæð, en lágmarkstryggingin sagði til um og snillingar Steingríms J., þeir Svavar Gestsson og Indriði H. Þorláksson, sömdu svo hroðalega af sér í fjárkúgunarsamningnum, að sú viðbótarkrafa er gerð jafnrétthá kröfu íslenska sjóðsins, þannig að íslenski sjóðurinn fær aðeins 53% af því sem innheimtist, en Bretar og Hollendingar fá 47% í sinn hlut strax.

Það hljóta allir að sjá, að íslenski sjóðurinn á að hafa algeran forgang fram yfir viðbótargreiðslurnar, því kúgararnir gera kröfu um að fá greidda vexti af allri upphæðinni, alveg þangað til síðasta pundið og evran verður greidd, sem þýðir gífurlega aukna vaxtabyrði frá því sem annaras hefði orðið, ef snillingarnir hefðu ekki samið svona gjörsamlega af sér.

Reyndar fellur sá svikasamningur úr gildi, eftir að kjósendur hafna Icesavelögunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni, því ofbeldisseggirnir voru búnir að hafna þeim fyrirvörum, sem fylgdu Icesave I og þar með verður málið komið á byrjunarreit aftur.

Ef á að taka upp nýjar samningaviðræður, þá á lágmarkskrafan að vera sú, að íslenski tryggingasjóðurinn njóti algers forgangs í þrotabú Landsbankans og að ekki verði greidd ein einasta evra eða pund í vexti. 

Það sem eftir verður af eignum bankans geta fjárkúgararnir hirt upp í umframgreiðslur sínar, enda eru þær íslenska tryggingasjóðnum óviðkomandi.


mbl.is Meira fæst upp í kröfur á LBI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hollendingar mega bíða til eilífðar

Hinn nýji fjármálaráðherra Hollands, Jan Kees de Jager, segir að hollenska samninganefndin vegna Icesave fari ekki til London fyrr en Íslendingar hafi fallist á grunnforsendur síðasta útspils kúgaranna í deilunni, en það hafi verið "lokaboð" af þeirra hálfu.

Hollendingar og Bretar mega bíða til eilífðar eftir því að þessi lokafjárkúgunarkrafa þeirra verði samþykkt, því íslenskir skattgreiðendur munu aldrei samþykkja að greiða eina krónu í þrælaskatt til Breta og Hollendinga, vegna þeirra ólöglegu þvingana, hótana og hreins ofbeldis sem þei hafa beitt gagnvart smáþjóð.

Það, sem er verra, er að íslensk samninganefnd skuli vera farin til London og ætli að bíða þar, eins og barðir rakkar, eftir því að þessum yfirgangsþjóðum þóknist að tala við hana.  Þetta lýsir algerum undirlægjuhætti gagnvart þessum kvölurum og eftir þessa síðustu yfirlýsingu de Jagers ætti nefndin að taka fyrsta flug heim.

Íslendingar eiga ekki að láta sína nefnd bíða í Reykjavík eftir því að Bretar og Hollendingar lýsi því yfir, að þeir séu reiðubúnir til að ræða málin á þeim lagagrundvelli sem um þetta mál gildir, þ.e. íslensk lög og tilskipanir ESB.

Það versta, sem gert er, er að semja við fjárkúgara og hryðjuverkamenn.  Það leiðir yfirleitt ekki til farsællar niðurstöðu, því þeir drepa fórnarlömb sín oftast, hvort sem er.


mbl.is Hollendingar bíða átekta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur J. hefur opnað hugann

Steingrímur J. segir við Bloomberg fréttastofuna að hann vonist til að Bretar og Hollendingar komi til viðræðna við Íslendinga með opnum huga, þrátt fyrir að hafa reynt að kúga fé af íslenskum skattgreiðendum síðast liðna 17 mánuði, með hótunum og hreinu ofbeldi.

Þetta er ákaflega fróm ósk af hálfu Steingríms J., en betra hefði verið, ef hann hefði ekki sjálfur verið með gjörsamlega lokaðan huga og fastur í baráttunni fyrir hagsmunum kúgaranna og jafn staðfastur í baráttunni gegn lögvörðum réttindum sinnar eigin þjóðar.

Hann hefur varið þrælasamning félaga sinna, Svavars og Indriða H., alveg fram í síðustu viku, þegar hann lokst viðurkenndi að hvergi í íslenskum lögum eða tílskipunum ESB, væri að finna stafkrók um ábyrgð ríkissjóða á tryggingasjóðum innistæðueigenda í Evrópu.

Baráttumenn fyrir réttindum og hagsmunum íslensku þjóðarinnar fagna auðvitað nýjum liðsmönnum, hvaðan sem þeir koma, ekki síst hverjum liðsmanni fjárkúgaranna, sem snýst hugur og yfirgefur herbúðir óvinanna.

Vonandi verður Steingrímur J. með opinn huga, alveg fram yfir þjóðaratkvæðagreiðsluna og lætur ekki einkennilegar hugrenningar um að fella hana niður, loka huga sínum aftur.


mbl.is Komi til viðræðna með opnum huga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðfestir ábyrgð tryggingasjóðanna

Sé það rétt, að bankastjórar Landsbankans og yfirmenn fjármálaeftirlitsins í Bretlandi hafi verið að ræða flutning á Icesavereikninunum úr úitbúi Landsbankans í Bretlandi yfir í dótturfélag, til þess að ábyrgð á innistæðunum flyttust yfir í tryggingasjóð innistæðueigenda í Bretlandi, þá staðfestir það, að allt sem sagt hefur verið um að enginn hafi talið sjóðina ríkistryggða fyrir bankahrunið.

Ef þetta hefur verið svona í pottinn búið, hefur yfirmaður fjármálaeftirlitsins breska alls ekki reiknað með því að innistæðurnar ættu að falla á íslenska skattgreiðendur, heldur á tryggingasjóð innistæðueigenda og flutningur reikninganna undir tryggingasjóð Breta átt að vera til að tryggja innistæðurnar betur, enda breski sjóðurinn margfalt sterkari, fjárhagslega, en sá íslenski.

Hafi það átt að kosta Landsbankamenn aðein 40 milljarða króna, að flytja innistæðurnar í breska lögsögu, er algerlega ófyrirgefanlegt af stjórnendum bankans, að hafa ekki gengið frá málinu umsvifalaust, enda upphæðin sem til þurfti ekki hærri en þeir voru að ausa í algerlega ótrygg lán til útrásarmógúla, nánast á hverjum degi.

Hefðu þeir verið menn til að ganga frá þessu á sínum tíma, hefði það sparað þjóðinni mikinn tíma, mikið fé og mikla fyrirhöfn vegna fjárkúgunartilrauna Breta og Hollendinga vegna þessara reikninga.  


mbl.is Rannsóknarnefndin með upptöku af samtali bankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við ættum að skammast okkar

Breski hagfræðingurinn John Kay segir í vikulegum pistli sínum í Financial Times, að Bretar ættu að skammast sín fyrir að ætla að kúga íslenska skattgreiðendur til að taka á sig mistök og glæfra einkabanka. 

Kay segir að engar lagalegar forsendur séu fyrir þessum kúgunum, eina ásæða þeirra sé sú einfalda staðreynd, að notuð séu rök allra kúgara, þ.e. ástæðn sé einfaldlega sú, að Bretar hafi afl til að beita aðra kúgunum.  Eina ástæðan fyrir framhaldi viðræðna nú, sé ótti þeirra við þjóðaratkvæðagreiðsluna, sem muni sýna umheiminum að íslenskir skattgreiðendur láti ekki kúga sig baráttulaust.

"Við ættum að skammast okkar" segir Kay og ættu þeir Íslendingar, sem talað hafa máli Breta og Hollendinga gegn sinni eigin þjóð að gera það líka.  Vonandi verður þessi ádrepa Kay's til þess að herða upp huga þeirra, sem tilbúnir hafa verið til að samþykkja fjárkúgunarkröfurnar, til þess að sameinast hinum, í baráttunni fyrir réttlátri og löglegri meðferð málsins.

Við Íslendingar ættum að skammast okkar fyrir þá, sem vilja fresta, eða hætta við þjóðaratkvæðagreiðsluna, því hún er sterkasta vopn þjóðarinnar gegn fjárkúgurunum. 

Ekki síst ættu íslenskir baráttumenn fyrir hagsmunum Breta og Hollendinga, en gegn eigin þjóð, að skammast sín, umfram alla aðra.


mbl.is Íslendingar hafa náð frumkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband