22.2.2010 | 21:29
Háleynilegar yfirheyrsluskýrslur í sjónvarpi
Ríkisstjórnin lofaði gegnsæi og opinni stjórnsýslu af sinni hálfu, þegar hún var mynduð fyrir rúmu ári síðan, en líklega hefur aldrei verið meira pukur og leynimakk í opinberri stjórnsýslu, en efir að það loforð var gefið.
Aftur á móti fréttist nánast allt sem leynt á að fara, samanber lánabók Kaupþings og nú í kvöd var lesið orðrétt upp úr yfirheyrsluskýrslum Sérstaks saksóknara yfir eigendum og starfsmönnum Milestone og Sjóvár.
Eitthvað virðist á reiki, hvað á að vera opið og gegnsætt, fyrst það sem helst kemst fyrir almennigssjónir eru bankaleyndarmál og lögregluskýrslur. Ekki að almenningi komi ekki við hvað til rannsóknar er hjá lögregluyfirvöldum, en venjan er nú samt sú, að slíkt á ekki að komast í hámæli fyrr en þá í réttarhöldum yfir viðkomandi, enda ekki til hagsbóta fyrir rannsóknir, að aðrir sakborningar og vitni frétti í fjölmiðlum hvað aðrir eru búnir að gefa upp fyrir rannsakendum.
Ríkisstjórnin ætti að taka þessa "upplýsingagjöf" þeirra, sem eiga að þegja, sér til fyrirmyndar og upplýsa almenning um hvort hún sé yfirleitt nokkuð að gera, annað en flækjast fyrir atvinnuuppbyggingu og viðreisn efnahagslífsins.
![]() |
Yfirheyrslur vegna Milestone |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2010 | 15:56
Hvenær kemst á eðlilegt samband við Bandaríkin?
Enginn ráðherra hefur sóst eftir viðræðum við helstu ráðamenn Bandaríkjanna um þvingunaraðgerðir Breta og Hollendinga gagnvart Íslendingum innan AGS og töf sjóðsins á endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS.
Frá því að Össur Skarphéðinsson móðgaði bandarísku þjóðina með framkomu sinni við sendiherra hennar hér á landi, þegar hann lét afturkalla orðuveitingu til frúarinnar, þegar hún var á stödd á afleggjaranum að Bessastöðum á leið til þess að taka við orðunni, hefur samband landanna verið í algeru lágmarki.
Hvers vegna spyr enginn Össur út í þessa furðulegu framkomu við sendiherrann og hvers vegna ekki sé beðist afsökunar á henni, til þess að reyna að koma sambandi þjóðanna aftur í eðlilegt horf. Bandaríkjamenn hafa verið einna nánastir bandamenn Íslendinga frá stofnun lýðveldisins og því er framkoma Össurar ennþá óskiljanlegri fyrir vikið.
Hvar eru allir rannsóknarblaðamennirnir núna?
![]() |
Fundir með bandarískum ráðamönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.2.2010 | 14:44
Senda bréf, en ekki gagntilboð
Bretar og Hollendingar sendu bréf með gagntilboði til samstarfsnefndar stjórnmálaflokkana á laugardaginn og eftir langa og stranga setu yfir gagntilboðinu, ákvað nefndin að senda bréf til baka án gagntilboðs. Hvenær bréf er bara bréf, en ekki gagntilboð, er hins vegar flóknara mál, a.m.k. í þessu fáráðnlega deilumáli, þar sem annar deiluaðilinn er alls ekki aðili að málinu, en reynt að kúga hann til þess.
Eitt nýtt kemur þó fram í þessari frétt og það er, að allir stjórnmálaflokkar á Alþingi séu óánægðir með gagntilboð kúgaranna, en alveg þangað til í síðustu viku voru bæði Samfylking og Vinstri grænir yfir sig ánægð með þann nauðungarsamning, sem þau höfðu samþykkt í júni í fyrra og höfðu lýst honum sem miklum sigri Íslendinga, enda væri hann "glæsilegur" og besti samningur, sem Íslendingar hefðu getað ímyndað sér að ná.
Í liðinni viku, játaði Steingrímur J. loksins, að engin ríkisábyrgð ætti að vera á innistæðutryggingasjóðnum, eftir að forstjóri innistæðutryggingasjóðsins í Noregi hafði upplýst um þá augljósu staðreynd, sem öllu læsu fólki hafði þó verið kunnugt frá upphafi.
Nú vantar að upplýsa hvað stóð í nýja bréfinu, sem þó innihélt ekkert tilboð og hvað þá gagntilboð.
![]() |
Tilboðið ekki ásættanlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.2.2010 | 11:50
Ótrúlegt að verið sé að ræða gagntilboð til fjárkúgara
Það verður að teljast algerlega ótrúlegt, að yfirleitt sé verið að hugleiða að gera fjárkúgurum gagntilboð vegna ólölgegrar kröfu á hendur íslenskum skattgreiðendum, í stað þess að hafna slíkri lögleysu með öllu og vísa henni alfarið til heimahúsanna.
Landsbankinn var einkahlutafélag og starfaði samkvæmt lögum og reglum, sem alfarið voru í samræmi við tilskipanir ESB, þar á meðal um tryggingasjóði innistæðueigenda og ef Bretar og Hollendingar þurfa að ræða við einhvern hérlendis um uppgjör á Icesavereikningum, þá er það stjórn og framkvæmdastjóri Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta, sem er sjálfseignarstofnun sem ekki má veita ríkisábyrgð.
Þar sem sjóðurinn má ekki njóta ríkisábyrgðar, er ríkissjóður ekki samningsaðili fyrir hans hönd og hefur heldur ekki leyfi til að taka að sér vaxtagreiðslur fyrir hann.
Því verður ekki trúað, fyrr en í fulla hnefana, að stjórnmálaflokkarnir ætli að sammælast um gagntilboð, því ekki verður séð, að þeir hafi yfirleitt umboð til að ræða málefni tryggingasjóðsins, hvað þá að yfirtaka skuldbindingar hans. Skattgreiðendur munu ekki láta bjóða sér slíka afarkosti aftur og alls ekki á að svara kúgurunum einu eða neinu, fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.
Verði um lítilsháttar breytingar að ræða á fyrri fjárkúgunarsamningi, verður að grípa til nýrrar undirskriftasöfnunar til að skora á forsetann að synja nýjum uppgjafarlögum staðfestingar.
![]() |
Jafnvel gagntilboð í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.2.2010 | 11:09
Ekki gott útlit með evruna
Fjárfestirinn George Soros, sem mikið mark er tekið á í fjármálalífi alls heimsins, telur framtíð evrunnar vægast sagt óvissa. Helstu rök hans eru þau, að á bak við gjaldmiðil þurfi að standa ríkissjóður og seðlabanki, þ.e. ein ákveðin stefna í ríkisfjármálum.
Til þess að evran geti gengið sem gjaldmiðill í Evrópu, þarf að setja öll löndin undir eina efnahagsstjórn og einn seðlabanka. Til þess að svo verði, þarf ESB að breytast og verða að einu stórríki, með eina stjórn, einn fjármálaráðherra og einn seðlabanka. Soros er ekki sá fyrsti, sem heldur þessu fram, því undanfarið hefur hver sérfræðingurinn á fætur öðrum komið fram með þessi sömu rök, eigi að vera einhver framtíð fyrir evruna.
Ýmsir hafa haldið því fram, að kreppan hérlendis hefði ekki orðið eins mikil, ef hér hefði verið notast við evru í stað krónu, en þeir sömu hafa hins vegar ekki getað útskýrt hvers vegna Grikkland, Spánn, Portúgal og Írland eru þá í eins djúpri kreppu og raun ber vitni, þrátt fyrir evruna, að ekki sé talað um ríki, sem þegar hafa bundið gjaldmiðil sinn við evruna og bíða þess að taka hana upp.
Hér á þessu bloggi var því einhverntíma slegið fram, að krónan yrði að öllum líkindum langlífari gjaldmiðill en evran og virðist það vera að koma æ betur í ljós, að sú spá gæti komið fram fyrr en búast hefði mátt við.
Soros telur að jafnvel þó hægt verði að bjarga Grikklandi fyrir horn núna, þá séu Spánn, Portúgal og Írland of stór efnahagskerfi, til að hægt sé að bjarga þeim á sama hátt, enda engar líkur á að evran stæðist næstu fjármálakreppu, með óbreyttu skipulagi hennar.
Ef til vill verður ekki svo langt þangað til að aftur fari að sjást Drökmur, Pesetar, Mörk, Frankar o.frv.
![]() |
Óvissar framtíðarhorfur evru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
22.2.2010 | 10:01
Skrýtin efnahagsstjórn
Launavísitala er sögð hafa hækkað um 0,1% í janúar, og þó það sé ekki mikil hækkun, virkar hún svolítið einkennilega, þar sem ekki er vitað um nokkra einustu launahækkun, a.m.k. ekki á frjálsa markaðinum. Eins er með lækkun vísitölu neysluverðs, en hún lækkaði í janúar um 0,3%, sem nánast eingöngu byggist á útsölum í mánuðinum.
Nú þegar útsölunum er lokið og hækkunarbrjálæði óbeinna skatta kemur að fulli til framkvæmda, en það gerist ekki að fullu fyrr en í apríl, þá mun verðbólga aukast á ný, en um þessar mundir er ekkert sem knýr áfram verðbólgu, annað en skattahækkunaræði hins opinbera.
Það er gjörsamlega óskiljanleg hagstjórn sem kyndir undir verðbólgu í kreppu og nánast algeru eftirspurnarleysi í þjóðfélaginu.
Þetta skýrist auðvitað af því, að hér á landi er alltaf gripið til öðruvísi efnahagsráðstafana, en í öðrum löndum, en t.d. eru stýrivextir hérlendis 9,5%, en frá 0-2,25% í nágrannalöndum og þar eru skattar lækkaðir, á meðan að þeir eru hækkaðir hérlendis.
Erlendis er líka reynt að koma atvinnulífinu á snúning á ný, en hér berst a.m.k. hluti ríkisstjórnarinnar gegn öllum hugmyndum um ný atvinnulækifæri.
![]() |
Kaupmáttur eykst lítillega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)