19.2.2010 | 18:39
Hvers vegna ræðir útvarpið við Þórólf Matthíasson?
Útvarpið hefur það fyrir reglu, að ræða nánast eingöngu við Þórólf Matthíasson, hagfræðing, um Icesave, en hann er einn alduglegasti baráttumaður Breta og Hollendinga hér á landi og hefur tekið að sér að skrifa stuðnigsgreinar fyrir þá í ýmis blöð, innanlands og utan. Ef til vill telja Bretar og Hollendingar sig eitthvað græða á þessum talsmanni sínum, en eitt er þó víst, að enginn tekur mark á honum hér á landi.
Ef boðað tilboð kúgaranna, bresku og hollensku, snýst eingöngu um einhverja lækkun á vöxtum, þá á auðvitað ekki að taka við pappírnum, slíta öllum viðræðum og leyfa þjóðinni að sýna hug sinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Fyrr í dag kom frétt, höfð eftir einhverjum embættismanni, að Bretar og Hollendingar ætluðu að gera Íslendingum nýtt fjárkúgunartilboð, sem þeir gætu ekki hafnað. Þar sem sú frétt er farinn út af vefnum, en búið var að blogga um hana, vísast á það blogg hérna
![]() |
Tilboð berst á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.2.2010 | 16:39
Tilboð sem ekki er hægt að hafna????
Sagt er að þegar Mafían í Bandaríkjunum setti mönnum þá úrslitakosti að gera eins og hún segði, eða týna lífinu ella, þá hafi slíkt verið kallað að gera mönnum tilboð, sem þeir gætu ekki hafnað.
Bretar og Hollendingar hafa ástundað vinnubrögð Mafiunnar gagnvart íslenskum skattgreiðendum og reynt að beita þá fjárkúgun til að greiða skuld annars aðila og ekki nóg með það, heldur okurvexti að auki, en Mafían var einmitt líka fræg fyrir háa vexti af "skuldum" sem hún bjó til og ætlaðist til, að óviðkomandi menn greiddu henni.
Samkvæmt heimildum Reuters fréttastofunnar innan úr stjórnkerfi Breta, eru Bretar og Hollendingar nú að undirbúa "tilboð sem Íslendingar geta ekki hafnað". Þar með eru þeir sjálfir búnir að sýna fram á tengsl sinna vinnubragða við kollega sína í bandarísku Mafíunni.
Við fjárkúgara á ekki að semja og ætli þeir að setja fram nýja kröfu um að skattborgarar hérlendis taki á sig greiðslu á skuldum óskyldra aðila, ásamt léttbærari vöxtum, þá á ekki einu sinni að taka við þessu nýja fjárkúgunarbréfi, heldur benda þeim á að snúa sér að réttum skuldara og beita kröftum sínum að innheimtu hjá honum.
Álit sitt á þessari grímulausu fjárkúgun, munu kjósendur sýna í þjóðaratkvæðagreiðslunni, með risastóru NEIi.
![]() |
Undirbúa nýtt Icesave tilboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.2.2010 | 15:11
Samorkumenn eru bjartsýnir að halda að VG vilji atvinnuuppbyggingu
Franz Árnason, formaður Samorku, sagði í ræðu sinni á aðalfundi félagsins í dag, að það hlyti að vera krafa, að stjórnvöld vinni með atvinnulífinu, en ekki gegn því, að uppbyggingu orkufreks iðnaðar og annarrar atvinnustarfsemi.
Þetta lýsir mikilli bjartsýni hjá formanninum, því að á meðan VG er í ríkisstjórn, mun flokkurinn berjast af alefli gegn hvers konar áformum um eflingu atvinnulífs og uppbyggingu iðnaðar hvers konar, enda líta menn þar á bæ svo á, að nóg sé að gert í atvinnumálum með því að fjölga um þrjátíu manns á listamannalaunum. Það er það eina, sem stjórnin hefur gert í atvinnumálum á því ári sem hún hefur lifað og vonandi verður ekki langt framhald á því lífi.
Ekkert mun gerast í atvinnumálum á meðan Svandís Svavarsdóttir og Álfhildur Ingadóttir hafa örlög atvinnu þúsunda manna í höndum sínum. Þeim finnst ekkert athugavert við að atvinnuleysi aukist, enda vorkenna þær ekki fólki, sem þær telja að fári greiddar ríflegar atvinnuleysisbætur úr ríkissjóði.
Ef Vinstri grænir vildu gera átak í uppbyggingu atvinnulífs og heimila, gerðu þeir það best með því að segja sig úr ríkisstjórninni.
![]() |
Fæla fjárfesta frá landinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2010 | 13:32
Ekki hætt við þjóðaratkvæðagreiðsluna - ennþá.
Jóhanna Sigurðardóttir segir að "eins og staðan sé nú, sé líklegast sé að staðið verði við að þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesavelögin verði 6. mars" og virðist telja það sér til sérstakra tekna að framfylgja lögum, sem sett hafa verið á Alþingi.
Það er reyndar óviðunandi afstaða, að líklegast sé, að staðið verði við atkvæðagreiðsluna, því hún verður að fara fram, eins og áætlað hefur verið, svo þjóðin geti sýnt Bretum og Hollendingum svart á hvítu, hvern hug hún ber til þeirra, sem reyna að hneppa hana í skattaþrældóm fyrir erlenda fjárkúgara með ólöglegum þvingunum.
Öll vötn erlendis renna nú til stuðnings löglegs málstaðar Íslands í málinu og tafarlaust ætti að lýsa yfir stöðvun samningafunda með bresku og hollensku yfirgangsseggjunum, enda á aldrei að semja við fjárkúgara.
Eftir að kjósendur hafa fellt Icesavelögin úr gildi með eftirminnilegum hætti á að benda þessum árásarþjóðum á að snúa sér til rétts aðila með kröfur sínar, en það er Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta og leita leiða með honum til að innheimta lágmarkstryggingu innistæðueigendanna hjá þrotabúi Landsbankans.
Hugmyndin um ríkisábyrgð til þrotabús er gjörsamlega galin og þá ekki síður, að halda að hægt sé að fá skattgreiðendur til að borga vexti af skuldum, sem myndast við gjaldþrot einkafyrirtækja.
Svarið við öllum þessum kröfum er einungis eitt: NEI
![]() |
Óbreytt áform um kosningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2010 | 10:33
Enga bjartsýni - enga samninga
Birgitta Jónsdóttir, segist bjartsýn á að framhald verði á samningaviðræðum við Breta og Hollendinga, vegna Icesave, eftir að hafa hitt samninganefnd Íslands á fundi í morgun, þar sem hún skýrði frá því, sem gerðist í leiðangri hennar til London í vikunni.
Nú skiptir bjartsýni eða svartsýni um samninga engu máli, þar sem ekki liggur nokkuð á að semja við kúgarana um eitt eða neitt á þessari stundu, eða á næstunni. Ekki á að yrða á þessa þrælakúskara framar, heldur láta þjóðaratkvæðagreiðsluna fara fram á tilskildum tíma, þar sem kjósendur munu fella lögin með a.m.k. 75 - 80% greiddra atkvæða og þar með verða engin lög og engir samningar í gildi.
Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna mun standa upp á Breta og Hollendinga að kanna hvort íslensk stjórnvöld vilji yfirleitt nokkuð við þá tala um málið framar annað en að vísa þeim á Tryggingasjóð innistæðueigenda og fjárfesta og gera með honum áætlun um innheimtu krafnanna úr þrotabúi Landsbankans.
Kjósendu munu sýna kúgurunum hug sinn til málsins í konsningunum með einu stóru: NEI
![]() |
Birgitta: Mjög bjartsýn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.2.2010 | 08:34
Hneyksli í Utanríkisráðuneytinu
Fyrir innan við ári síðan kom Össur Skarphéðinsson öllum samskiptum Íslands og Bandaríkjanna í uppnám, með því að móðga bandarísku þjóðina með ófyrirgefanlegum dónaskap við sendiherra þeirra, sem var að ljúka skipunartíma sínum hérlendis. Þetta gerði Össur með því, að hringja í Ólaf Ragnar og afturkalla orðuveitingu til sendiherrans, þegar hann var staddur í bíl á Álftanesveginum, á leið til Bessastaða til að taka við orðunni, sem hann hafði verið boðaður til að veita viðtöku.
Eftir þessa hraksmánarlegu framkomu við sendiherrann hefur Össur ekki gert minnstu tilraun til að endurheimta eðlilegt samband við Bandaríkin, t.d. með opinberri afsökun á framkomu sinni í garð sendiherrans, enda hefur enginn bandarískur sendiherra verið skipaður á Íslandi síðan þetta gerðist.
Án þess að koma samskiptum þjóðanna í eðlilegt horf, dettur Össuri í hug að kalla sendifulltrúa úr ráðuneytinu á fund undirmanna sinna, sem bættu í dónaskapinn, með því að heimta opinberan stuðning Bandaríkjanna við málstað Íslands í Icesavedeilunni, enda líði þeir ekkert hlutleysi í málinu.
Allur þessi málatilbúnaður er með þeim ólíkindum og til þvílíkrar minnkunar fyrir Íslendinga, að Össur ætti að segja af sér embætti samstundis.
![]() |
Minnisblað sendimanns birt á Wikileaks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)