15.2.2010 | 19:41
Enginn baráttuhugur í Steingrími J.
Steingrímur J. hefur miklar áhyggjur af því, að Bretar og Hollendingar hafi ekki tekið hinni nýju samninganefnd í Icesavemálinu fagnandi á fyrsta fundi deiluaðila í dag. Hann segir að óljóst sé, hvort kúgararnir séu yfirleitt tilbúnir til nýrra viðræðna um málið.
Þetta eru einkennilegar áhyggjur í því ljósi, að þegar þjóðin verður búin að hafna lögunum um Icesave II verður enginn samningur í gildi því í Icesave I settu þrælapískararnir inn þau skilyrði, að samningurinn tæki ekki gildi fyrr en samþykkt hefði verið ríkisábyrgð á hann. Ríkisábyrgðin var síðan samþykkt þannig, að hún tæki ekki gildi fyrr en Bretar og Hollendingar væru búnir að samþykkja þá fyrirvara, sem Alþingi setti við því að veita ríkisábyrgð.
Þannig verður enginn samningur í gildi, eftir að þjóðin sýnir hug sinn til þess ofbeldis, sem Bretar og Hollendingar reyndu að beita íslenska skattgreiðendur, sem auðvitað hafa ekki tekið því með þögninni og munu sýna hug sinn endanlega í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Steingrímur J. ætti að hætta að hugsa um hag Breta og Hollendinga og taka upp einarða baráttu fyrir hagsmunum íslensku þjóðarinnar.
![]() |
Hóflega bjartsýnn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.2.2010 | 13:43
Sívaxandi tekjur af álinu
Tekjur af útflutningi áls á síðasta ári voru 177 milljarðar króna og spáð er að þær fari vel yfir 200 milljarða á árinu 2010. Sjávarafurðir voru fluttar út fyrir um 210 milljarða króna á árinu 2009, þannig að álið er að verða sífellt stærri hluti útflutningstekna þjóðfélgagsins.
Nokkrir bloggarar hafa haldið því fram að undanförnu, að ekkert skilaði sér af þessum tekjum í gjaldeyrissjóð landsins, því allt færi þetta út úr landinu aftur í formi aðkeypts hráefnis og arðs til eigendanna. Samkvæmt tölum seðlabankans fer þó aðeins um 40% af þessum tekjum til greiðslu erlendra aðfanga og arðs, þannig að a.m.k. 120 - 130 milljarðar sitja eftir í landinu.
Þessir 120-130 milljarðar fara í raforkukaup, laun, skatta og aðkeypta þjónustu af innlendum aðilum, þannig að hver maður getur séð, að þessi atvinnuvegur er farinn að skipta sköpum fyrir þjóðarbúið.
Í ljósi þessa verður að gera allt sem mögulegt er, til að koma vinstri grænum út úr þeim ráðuneytum, sem aðstöðu hafa til að tefja og jafnvel stöðva uppbyggingu í þessum og öðrum orkufrekum iðnaði.
Álfyrirtækin skapa mörg og vel launuð störf, en alveg er óútreiknað hvað "eitthvað annað" gæti skilað í tekjum og störfum, enda engin reynsla komin á þetta "eitthvað annað" þrátt fyrir áratuga umræður, en engan árangur.
![]() |
Spáð 200 milljarða sölutekjum álvera á árinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
15.2.2010 | 09:16
Dæmigert fyrir lánafyrirtækin
Steingrímur J. furðar sig á því, að lánveitingar fjármögnunarfyrirtækja skuli ekki hafa verið byggðar á traustum lagaheimildum, en þau veittu fjöldann allan af lánum í íslenskum krónum, með gegngistryggingu, en það virðist ekki standast lög, samkvæmt nýföllnum héraðsdómi.
Reyndar ætti það ekki að þurfa að koma á óvart, að ýmsar starfsaðferðir íslenskra fjármálastofnana standist ekki lagalega skoðun, því meira og minna af bankastarfsemi í landinu undanfarin ár, virðist hafa verið utan laga og reglna, enda allar gerðir þeirra meira og minna í rannsókn um þessar mundir.
Þær lánsupphæðir, sem falla undir þessi gengistryggðu lán í íslenskum krónum, eru taldar nema á bilinu 200 - 250 milljörðum króna, sem auðvitað er geysihá upphæð, en þó ekki hærri en svo, að meðal útrásarvíking hefði ekki látið sig muna um að tapa slíkri upphæð í gjaldþroti eins af sínum köngulóarverfjarfyrirtækjum.
Þessi umræddu lán eru líklega aðallega vegna bílalána og staðfesti Hæstaréttur síðasta dóm Héraðsdóms, og jafnvel þó venjuleg verðtrygging verði dæmd á lánin, mun það geta komið bílaviðskiptum í gang aftur, því sá markaður hefur verið algerlega frosinn, ekki síst vegna ofurveðsetningar þeirra bíla, sem í umferð eru.
![]() |
Dæmalaust að svona nokkuð geti gerst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)