Myntkörfulán ekki endilega það sama og myntkörfulán

Það er ábyrgðarhluti af hálfu Hagsmunasamtaka heimilanna að setja öll myntkörfulán undir sama hatt og krefjast þess að innheimta þeirra allra verði stöðvuð, fram yfir dóm Hæstaréttar. 

Frágangur lánsskjala er ekki eins í öllum tilfellum varðandi þessi lán, því í mörgum þeirra kemur skýrt fram að höfuðstóll lánsins sé í ákveðinni erlendri mynt, eða samsett úr tveim, eða fleiri myntum.  Allir virðast sammála um, að slík lán séu fullkomlega lögleg, en þau lán, þar sem höfuðstóllinn er aðeins tilgreindur í íslenskum krónum, en lánið gengistryggt, séu ólögleg.

Þetta er þó ekki algerlega ótvírætt, því fyrri héraðsdómurinn, sem féll í desember s.l. áleit lánveitinguna löglega og Neytendastofa hefur nýlega fjallað um svipaðan samning og komist að þeirri niðurstöðu, að hann stæðist lögin, enda hefði lántakandinn sjálfur óskað sérstaklega eftir myntkörfuláni.  Niðurstöðu Neytendastofu má lesa hérna

Komist Hæstiréttur að sömu niðurstöðu og seinni héraðsdómarinn, þá verður enn mikil óvissa í þessum efnum, vegna þess hve margar og ólíkar gerðir af lánssamningunum eru.  Þá virðist þurfa að koma á einhverskonar úrskurðarnefnd, sem hefði það hlutverk, að yfirfara alla slíka lánssamninga og skera úr um, hverjir þeirra séu löglegir og hverjir ekki.

Fólk fari að minnsta kosti varlega í að álíta sín lán ólögleg, fyrr en Hæstaréttarúrskurður er fallinn og eins þarf það að skoða vel orðalag samningsins.

Þangað til verður að hafa í huga að myntkörfulán og myntkörfulán er ekki endilaga sami hluturinn.


mbl.is Innheimtu lána verði frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband