5.12.2010 | 17:36
Ætla að gera millistéttina að öreigum
Ásgerður Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands, spáir því að obbinn af millistétt landsins muni enda í fátækt og markar það líklega af því hve aukningin í aðstoð hjá Fjölskylduhjálpinni er mikil og fer sívaxandi.
Þetta þarf hins vegar ekki að koma neinum á óvart, því það er staðföst stefna Steingríms J. og félaga í VG, með dyggri aðstoð Samfylkingarinnar, að gera sem allra flesta Íslendinga að öreigum, enda rúmast það ekki innan þeirra þjóðfélagsskoðana að einn hafi það betra en annar og helst eiga allir að hafa það sem verst, því þannig er auðveldast að deila og drottna, samkvæmt kenningum kommúnismans, sem Steingrímur og þeir rauðu, grænu og gulu trúa ennþá á.
"Sovét Ísland, draumalandið, hvenær kemur þú?", hefur verið þessu fólki kær ljóðlína og Internationalinn er kyrjaður við hvert tækifæri og augun verða tárvot þegar innlifunin í sönginn nær hámarki og draumalandið birtist í hillingum fyrir hugskotssjónunum. Þar næst takast félagarnir í hendur, klappa hver öðrum á bakið með enn einni gamalkunnri baráttukveðju sinni: "Öreigar allra landa sameinist." Að lokum er svo fallist í faðma og kysstst á báðar kinnar, alveg eins og fyrirmyndirnar í sovétunum hafa alltaf gert.
Fyrsta skrefið að draumaríkinu er auðvitað að gera alla landa sína að öreigum og fljótlegasta leiðin til þess er að standa gegn allri uppbyggingu, sérstaklega atvinnuuppbyggingu, þannig að sem flestir verði háðir styrkjum og bótum sem forsjárhyggjufólkið úthlutar.
![]() |
Telur millistéttina enda í fátækt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
5.12.2010 | 12:45
ESB vill samning - Íslendingar vilja dóm
John Diizard, pistlahöfundur á vef Financial Times, segir að stjórnvöld í Evrópu vilji ekki fá dómsúrskurð um Icesave, þar sem slíkur dómur setji fordæmi um hver beri ábyrgð á innistæðutryggingum og þess vegna leggi Bretar og Hollendingar alla áherslu á að ná nýjum samningi í stað þess, sem þjóðin felldi eftirminnilega þann 6. mars s.l.
Stjórnvöld í Evrópu eiga ekki að fá að ráða málsmeðferð í þessu kúgunarmáli Breta og Hollendinga gegn íslenskum skattgreiðendum, sem enga aðild eiga að málinu, enda eiga kúgararnir að snúa sér með kröfur sínar að þeim sem þær beinast að, þ.e. þrotabúi einkafyrirtækisins sem til þeirra stofnaði. Íslendingar verða enn á ný að sýna samstöðu í málinu og hrinda nýrri fjárkúgun þessara erlendu yfirgangsþjóða af höndum sér og standa sem einn maður gegn öllum fyrirætlunum Steingríms J. og félaga, um að selja íslenska þjóð í skattaþrældóm fyrir Breta og Hollendinga til næstu áratuga.
Eftirfarandi klausa úr greininni er afar athyglisverð fyrir Íslendinga: "Ef enginn utan landsteinanna vissi af eða tæki eftir stígandi bata Íslands þá skipti þetta svo sem ekki miklu máli. En Grikkir, Írar og Spánverjar lesa dagblöð og vefsíður og sumir þeirra, sem og stjórnmálamennirnir sem þurfa að sitja fyrir svörum, spyrja sig hvort það sé kannski til önnur leið til að reka hagkerfi," segir Financial Times. Yfirvöld í Evrópu hafi gripið til allra verstu leiðanna til að eiga við vandann."
Hvenær skyldu Íslendingar sjálfir fara að viðurkenna þá framsýni og fagmennsku sem sýnd var við aðgerðirnar, sem gripið var til hér á landi, við bankahrunið?
![]() |
Icesave samkomulag áhugavert fordæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)