4.12.2010 | 21:22
Afsakið (á meðan ég æli)
Samfylkingin var soðin saman upp úr brotum úr Alþýðuflokknum, Alþýðubandalaginu, Kvennalistanum, ásamt ýmsu pólitísku draumórafólki sem sá í hyllingum að búa til stóran "jafnaðarmannaflokk" sem næði eins miklu fylgi hérlendis og slíkir flokkar hafa oftast notið á norðurlöndunum og Bretlandi og var Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Breta, aðaðátrúnaðargoð og fyrirmynd þessa draumórafólks. Ekki síður var útblásið að þessi nýja Samfylking skyldi verða verðugt mótvægi við eina alvöru stjónmálaflokk landsins, Sjálfstæðisflokkinn, sem frá stofnun hefur verið stærsti, öflugasti og traustasta stjórnmálaafl landsins.
Ekki rættust stærðardraumar stofnenda Samfylkingarinnar og því leið ekki á löngu, þar til bandalag var gert við helstu andstæðingaa Sjálfstæðisflokksins, en það voru helstu banka- og útrásargengin, en þau höguðu sér ekki í viðskiptum eins og sannir Sjálfstæðismenn telja að fólk eigi að haga sér í viðskiptum, þ.e. að sýna fyrst og fremst sanngirni og heiðarleika í viðskiptum sínum. Þessi óheiðarlegasti armur íslensks viðskiptalífs tók fagnandi upp samstarf við Samfylkinguna og barðist með öllum ráðum og ómældum fjárframlögum við að koma flokknum í ríkisstjórn.
Að lokum tókst að koma Samfylkingunni í ríkisstjórn á árinu 2007, en þá þegar voru fjárhagslegir bakhjarlar Samfylkingarinnar búnir að koma sér í þvílíkt klúður í viðskiptum sínum að það leiddi að lokum nánast til gjaldþrots þjóðarbúsins, sem eingöngu var forðað vegna þess að í ríkisstjórn með Samfylkingunni voru menn sem voru þeim vanda vaxnir að taka á erfiðum málum á réttan hátt.
Nú dirfist Jóhanna Sigurðardóttir að koma fram fyrir þjóðina og biðjast afsökunar á samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn en minnist ekki á þá samstarfsmenn flokksins, sem fjármögnuðu stjórnmálastarf hennar og studdu hana með öllum ráðum á ríkisstjórnarvegfeðinni.
Samfylkingin ætti að hafa rænu á að koma heiðarlega fram og biðjast afsökunar á því að hafa verið orðin að fyrirtækinu "Samfylking Group" eins og önnur útrásarfyrirtæki voru á þessum tíma.
![]() |
Samfylkingin biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
4.12.2010 | 00:17
Krefjast hjálpar án þess að vera hjálparþurfi
Nú er ríkisstjórnin loksins búin að kynna í fimmta sinn, lokaaðgerðir sínar til að forða þeim heimilum frá gjaldþroti sem bjargað verður, en Jóhanna lét þess þó getið í leiðinni að "ekki verður hægt að bjarga öllum" og þeir koma ríkisstjórn Íslands ekkert við eftirleiðis.
Þau "úrræði" sem kynnt voru í dag eru þau sömu og bankarnir hafa verið að vinna eftir í nokkra mánuði, að viðbættum því framlagi ríkisstjórnarinnar að hætta við að lækka vaxta- og húsaleigubætur og setja á tímabundnar viðbótarvaxtabætur sem eftir er að "útfæra" og ákveða hverjir eigi að borga þær og hvernig.
Þar sem þetta eru lokaaðgerðir fyrir þau heimili sem ekki sjá fram úr skuldunum, rísa nú upp Hagsmunasamtök heimilanna, Hreyfingin og ýmsir fleiri og heimta hjálp fyrir þá sem þurfa enga hjálp, en finnst alveg hörmulegt að horfa á björgun þeirra sem þarf að bjarga, án þess að fá senda einhverja jólagjöf til sín.
Fólk virðist í alvöru halda að hægt sé að eyða kreppunni með einu pennastriki og færa klukkuna einfaldlega aftur til 1. janúar 2008 og byrja upp á nýtt eins og ekkert hefði í skorist.
Er ekki tími til kominn að fólk fari að takast á við þá erfiðleika sem við er að etja og munu ekki hverfa með því að þylja töfraþulur?
Enginn og ekkert mun laga efnahagsástandið í landinu nema atvinna og verðmætasköpun. Ástandið mun ekki lagast á meðan fólk lítur á atvinnuleysisbætur sem valkost, frekar en atvinnu, til að auka ráðstöfunartekjur sínar.
![]() |
Hinir ráðdeildarsömu tapa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)