26.12.2010 | 19:25
Þyngri refsingar fyrir rof á heimilisfriði
Glæpalýður borgarinnar lætur sig engu skipta hvort almenningur heldur upp á jólin eða aðarar hátíðar, en notar hátíðarnar ekkert síður en aðra daga til að brjótast inn á heimili fólks og stela þar öllu steini léttara og valda bæði miklum eigna- og tilfinningaspjöllum.
Út yfir allan þjófabálk tekur þó, þegar þessir glæpahundar þykjast vera að refsa fólki og leggja á það "sektir", sem síðan eru innheimtar með innrásum á heimili og vopnavaldi beitt og nú á aðfangadag skotvopnum. Með þessari vopnuðu ásás á eitt heimili voru jólin í raun eyðilögð fyrir fjölda fólks, sem býr í nágrenni heimilisins sem fyrir skotárásinni varð, enda olli þetta glæpaverk ótta í huga fólks í stórum hluta hverfisins.
Glæpagengin vakta heimilin og fylgjsast með því hvort þau verði mannlaus vegna fjölskylduboða um hátíðarnar og nota þá tækifærið til að brjótast inn og róta í öllum persónulegum munum fólks, ásamt því að stela öllu verðmætu og oft verðlitlum hlutum, sem þó eru fólkinu afar kærir vegna persónulegra minninga sem þeim tengjast.
Fólk, sem fyrir þessum innrásum á heimili sín verður, lýsir því oft að hlutirnir sem hverfa séu ekki það versta við innbrotin, þó verðmætir séu, heldur sé það sú vanhelgun á helgi heimilisins og gramsið í persónulegum minnigum þess, sem sé óbærilegast, fyrir utan óöryggið af því að búa áfram á heimilinu.
Þungar refsingar ættu að vera við innbrotum á heimili og árásum á friðhelgi þeirra og miklu harðari en við innbrotum í fyrirtæki, því þó slík innbrot séu nógu slæm, þá er ofbeldið gegn sálarlífi fólks með innbrotum á helgasta vé fjölskyldunnar ekkert annað en andleg nauðgun heimilismanna, fyrir utan eignatjónið.
Það þarf að setja mikla hörku í baráttuna gegn þessum glæpalýð, sem stöðugt færist í átt til grófari afbrota gegn saklausum borgurum.
![]() |
Árásarmennirnir yfirheyrðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)