Eru Bretar að búast við sundrungu ESB?

Forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, hefur boðið leiðtogum Norður- og Eystrasaltslandanna á fund í Janúar n.k. til viðræðna um styrkari efnahags- og félagslega tengsl þessara landa í Norður Evrópu.

Varla getur tímasetning fundarboðsins verið alger tilviljun einmitt núna, þegar mikil umræða fer fram um framtíð ESB og evrunnar, en að margra mati er hvort tveggja komið að fótum fram og eigi sér ekki langra lífdaga auðið úr þessu.

Bretar hafa alla tíð verið hálfgert vandræðabarn innan ESB, þó ríkisstjórn Verkamannaflokksins hafi verið tiltölulega stillt innan sambandsins og ekki látið sverfa þar til stáls, eins og nýja ríkisstjórnin virðist tilbúin til að gera.

Afleiðingar bankakreppunnar 2008 eru nú að bíta æ fastar í ríkjum ESB og þá sérstaklega þeirra sem nota evruna sem gjaldmiðil, en hún hentar alls ekki hagkerfum annarra ESBríkja en Þýskalands, enda upphaflega byggð á þýska markinu og skilyrðum Þjóðverja um aðild að myntsamstarfinu.

Athyglisvert er að Írum er ekki boðið til þessa fundar, enda efnahagur Írlands hruninn, eins og Grikklands og fleiri ríki eru komin að hruni með sitt efnahagslíf og myntsamstarf.

Greinilega vilja Bretar vera vel undirbúnir ef/þegar ESB sundrast endanlega og vera þá búnir að koma á vísi að nýrri ríkjasamvinnu í norðurhöfum, enda miklir hagsmunir í húfi á þeim slóðum í framtíðinni.


mbl.is Vill styrkja tengsl við Norðurlönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saksóknari Alþingis hirtir forseta Landsdóms

Geir H. Haarde hefur mótmælt þeirri lögleysu forseta Landsdóms að draga það í tvo mánuði að skipa honum verjanda, þrátt fyrir skýr fyrirmæli í lögunum um dóminn, en þar segir að sakborningum skuli skpipaður verjani svo fljótt sem mögulegt sé. 

Þessa einföldu grein laganna virðist forseti Landsdómsins ekki hafa skilið og sendi því erindi til saksóknara Alþingis með fyrirspurn um hvort skipa mætti verjandann og þá þann verjanda sem sakborningurinn hafði valið sér sjálfur, samkvæmt fyrirfælum laganna.

Saksóknari Alþingis hefur nú svarað hinu fáránlega erindi dómsforsetans á þann einfalda og fyrirséða hátt, að verjandann skuli skipa umsvifalaust og samkvæmt beiðni sakborningsins.  Í svari dómsforetans er samkvæmt féttinni vísað:  "m.a. til þess að þó ákæruskjal hafi ekki verið gefið út, þá sé búið að bera Geir sökum um refsiverða háttsemi með ákvörðun Alþingis um málshöfðun gegn honum fyrir landsdómi. Skv. lögunum um landsdóm fari Alþingi með ákæruvaldið."

Ólíklegt er að nokkur forseti dómstóls hafi verið niðurlægður á jafn auðmýkjandi hátt áður.


mbl.is Ekki mótfallin skipun verjanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þýskaland herðir tökin á ESB smátt og smátt

Ráðamenn ESB tala sífellt opinskár um að herða tökin á efnahagsmálum aðildarlandanna og að færa þurfi þá stjórnun "inn á miðjuna", en á mannamáli þýðir það að Þýskaland, hugsanlega í samráði við Frakkland, eigi alfarið að hafa efnahags- og fjármálastjórnun álfunnar í sínum höndum.

Undanfarna daga hafa þessir ráðamenn einnig viðurkennt að evran sé að hruni komin sem gjaldmiðill og henni verði ekki bjargað nema með harðri miðlægri stjórn aðildarríkjanna og þó Þýskaland hafi hingað til verið sterkasta ríkið í sambandinu vilja Þjóðverjar nú enn herða tökin og stjórna efnahagsmálum Evrópu út frá sínum hagsmunum og önnur lönd verði þar með skattlönd þeirra, eins og Grikkland og Írland eru þegar orðin og fleiri lönd munu fljótlega bætast í þann hóp, t.d. Portúgal, Spánn og Ítalía, svo fáein ESBlönd séu nefnd.

Nú er Merkel, Þýskalandskanslari farin að tala opinskátt um þessi mál og lýsa þeim vilja Þóðverja að fleiri en þýski ríkissjóðurinn taki áhættu af bankarekstri álfunnar og ríkisskuldabréfaútgáfu aðildarlandanna og nefnir þar til sögunnar þá áhættufjárfesta sem keypt hafa ríkispappírana.  Þá er hún einnig loksins farin að viðurkenna veikleika evrunnar, t.d. með þessum orðum:   „Ég vil ekki mála of dramatíska mynd, en ég vil þó segja að fyrir ári síðan hefðum við aldrei getað ímyndað okkur þá rökræðu sem við þurftum að taka í vor og þær aðgerðir sem við höfum þurft að grípa til."

Vonandi fer fljótlega að draga úr Samfylkingarlyginni um dásemd ESB og evrunnar, fyrst leiðtogar sambandsins eru sjálfir farnir að viðurkenna hversu mislukkað hvort tvegga er í núverandi mynd.


mbl.is Merkel segir nauðsyn að setja markaðnum takmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband