23.11.2010 | 16:36
Björgunarafrek í bankahruni
Ríkisstjórn Geirs Haarde og Seðlabankinn unnu mikið björgunarafrek í bankahruninu með því að ná að skipta bönkunum upp í "gamla" og "nýja", breyta kröfuröð þannig að innistæður hefðu forgang á skuldabréf og halda öllu greiðsluflæði opnu, þ.m.t. greiðslukortakerfi og þrátt fyrir gjaldeyrisþurrð tókst að koma í veg fyrir vöru- og lyfjaskort í landinu.
Ekkert af þessu var einfalt eða sjálfsagt og því mikið afrek miðað við þann skamma tíma sem gafst til að bregðast við, þegar útséð varð að bönkunum yrði ekki bjargað frá hruni. Með þessu móti var þjóðarbúinu forðað frá "erlendum skuldum óreiðumanna" að upphæð a.m.k. áttaþúsundmilljörðum króna. Þessar aðgerðir allar ollu miklum titringi í nágrannalöndum og urðu m.a. til þess að Bretar beittu hryðjuverkalöggjöf sinni gegn íslenskum hagsmunum, en jafnvel þeirri árás, sem líkja má við hernaðarárás á þjóðin, tókst að standast og að endingu neyddust Bretar til að afturkalla þá aðgerð sína og nýlega hefur breskur ráðherra beðist afsökunar á þessari efnahagsárás á vinaþjóð.
Því miður hafði þjóðin á þessum tíma ekki skilning á því björgunarafreki sem fyrrverandi ríkisstjórn vann þarna við erfiðar aðstæður og vegna mótmælaaðgerða á Austurvelli missti Samfylkingin kjarkinn og hljóp frá stjórninni og nýtti aðstæður til að neyða VG til að samþykkja innlimun í ESB, gegn ráðherrastólum.
Eftir því sem gleggri fréttir berast frá öðrum löndum um afleiðingar bankahrunsins og þau gríðarlegu mistök sem víða voru gerð til að bjarga bönkum og þær efnahagsþrengingar sem þær aðgerðir munu hafa í för með sér, mun skilningur á íslenska björgunarafrekinu í árslok 2008 vaxa og verða metið að verðleikum.
Í þessum efnum er nóg að líta til Bandaríkjanna, Írlands, Portúgals, Spánar og Grikklands svo nokkur lönd séu nefnd til sögunnar. Því miður hefur ríkisstjórnin sem nú situr hér á landi hvorki skilning né getu til að fást við efnahagsástandið og því mun kreppan í kjölfar bankahrunsins verða mun lengri og dýpri en hún hefði orðið með alvöru fólki við stjórnvölinn.
![]() |
Fór með síðasta gjaldeyrinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
23.11.2010 | 11:51
Ekkert ESB og engan Icessavesamning á óvissutímum
Kanadamaðurinn Alex Jurshevski, sem er sérfræðingur í skuldakreppum, telur efnahagsástandið á vesturlöndum svo viðkvæmt um þessar mundir að ef eitthvað fari úrskeiðis við að reyna að bjarga ástandinu á næstu misserum, gæti jafnvel svo farið að stríðsátök brytust út vegna yfirráða yfir náttúruauðlindum.
Jurshevski er afar svartsýnn um áframhaldandi samstarf ESB ríkjanna og telur að evran sé nánast dauð og dauði hennar muni hafa gríðarlega slæm áhrif fyrir Evrópu og raunar efnahag alls heimsins. Ekki er hann bjartsýnni vegna efnahagslegrar framtíðar Bandaríkjanna vegna skulda ríkjanna og þeirra skelfilegu afleiðinga sem það myndi hafa ef Kínverjar hættu að kaupa skuldabréf þeirra og færu jafnvel að krefjast endurgreiðslu á þeim bandarísku skuldabréfum, sem þeir eiga nú þegar.
Í þessu óvissuástandi efnahagsmálanna væri algert glapræði fyrir Íslendinga að samþykkja innlimun í stórríki Evrópu og hrein aðför að efnahag landsins að fara núna að skrifa undir nýjan samning um Icesave, sem myndi binda skattgreiðendur á skuldaklafa í þágu erlendra kúgunarríkja, sem að sjálfsögðu myndu ganga að auðlindum landsins við greiðslufall, sem fyriséð að myndi verða þó spádómar Jurshevskis rættust ekki nema að litlum hluta.
Ríkisstjórnin á að einbeita sér að atvinnumálunum og reyna að gera það sem hægt er í þeim efnum, áður en það yðri of seint og láta allar frekari skuldbindingar gagnvart erlendum ríkjum víkja til hliðar næsta áratuginn að minnsta kosti.
![]() |
Gæti þróast yfir í átök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.11.2010 | 10:04
Kreppan verður langlíf með óbreyttum stjórnarháttum.
Ný þjóðhagsspá Hagstofunnar fyrir næstu tvö ár er ekki glæsileg, en aðeins er gert ráð fyrir 1,9% hagvexti á næsta ári, og er þá miðað við árið 2010 eftir 3% samdrátt frá árinu 2009. Síðan er spáð 2,9% hagvexti árið 2012, en ekki er spáð að atvinnuástandið skáni verulega á spátímanum, en verði 7,3% árið 2011 og 5,6% árið 2012.
Þetta er hálfgerð bjartsýnisspá, því gert er ráð fyrir stjóriðjuframkvæmdum og ýmsum öðrum þáttum sem eiga að verða til þess að auka atvinnu, en þó er sú spá öll háð mikilli óvissu, en helstu þættirnir sem skapa það óöryggi eru, að:
- stóriðjuframkvæmdir verði minni 2012 og síðar
- efnahagsbati í viðskiptalöndum Íslands hægist
- skuldavandi heimila og fyrirtækja valdi áframhaldandi samdrætti í eftirspurn
- að kjarasamningum ljúki á annan veg en spáin gerir ráð fyrir.
Því miður er útlit fyrir að enginn þessara óvissuþátta gagni eftir, eins og spáin gerir ráð fyrir og því verði leiðin út úr kreppunni bæði löng og ströng og taki a.m.k. tíu til fimmtán ár.
Þjóðin þarf að fara að samsama sig þessum veruleika og a.m.k. hætta algerlega að reikna með að ástandið geri annað en að versna með óbreyttum stjórnarháttum.
![]() |
Tæplega 2% hagvöxtur 2011 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)