Kreppan verður langlíf með óbreyttum stjórnarháttum.

Ný þjóðhagsspá Hagstofunnar fyrir næstu tvö ár er ekki glæsileg, en aðeins er gert ráð fyrir 1,9% hagvexti á næsta ári, og er þá miðað við árið 2010 eftir 3% samdrátt frá árinu 2009.  Síðan er spáð 2,9% hagvexti árið 2012, en ekki er spáð að atvinnuástandið skáni verulega á spátímanum, en verði 7,3% árið 2011 og 5,6% árið 2012.

Þetta er hálfgerð bjartsýnisspá, því gert er ráð fyrir stjóriðjuframkvæmdum og ýmsum öðrum þáttum sem eiga að verða til þess að auka atvinnu, en þó er sú spá öll háð mikilli óvissu, en helstu þættirnir sem skapa það óöryggi eru, að:

  • stóriðjuframkvæmdir verði minni 2012 og síðar
  • efnahagsbati í viðskiptalöndum Íslands hægist
  • skuldavandi heimila og fyrirtækja valdi áframhaldandi samdrætti í eftirspurn
  • að kjarasamningum ljúki á annan veg en spáin gerir ráð fyrir.

Því miður er útlit fyrir að enginn þessara óvissuþátta gagni eftir, eins og spáin gerir ráð fyrir og því verði leiðin út úr kreppunni bæði löng og ströng og taki a.m.k. tíu til fimmtán ár.

Þjóðin þarf að fara að samsama sig þessum veruleika og a.m.k. hætta algerlega að reikna með að ástandið geri annað en að versna með óbreyttum stjórnarháttum.


mbl.is Tæplega 2% hagvöxtur 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hérna er komin viðbótarfrétt, sem skýrir nánar hvers vegna meiri svartsýni ríkir um efnahagsmálin í nýju spánni miðað við spá Hagstofunnar frá í júní s.l.

Það er ekki uppörvandi að hver spá Hagstofunnar skuli vera verri en sú næsta á undan, ekki síst þar sem tvö ár eru liðin frá hruni og ef stjórnarhættir væru eðlilegir ætti leiðin að liggja upp á við en ekki niður.

Axel Jóhann Axelsson, 23.11.2010 kl. 10:56

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Ég bloggaði um þetta í tengslum við frétt sem birtist í maí um ástandið í Lettlandi. Þar spáði ég því að okkar öldudalur næði ekki botni fyrr en í fyrsta lagi 2015 og jafnvægi ekki fyrr en í fyrsta lagi 2020. Hugsanlega löngu síðar. Sjá http://sleggjudomarinn.blog.is/blog/sleggjudomarinn/entry/1053445

Ég hef trú á þessari spá minni vegna þess að ég hef enga trú á ríkisstjórn Íslands, sem er alls ófær um annað en að ana á ófærurnar.

Magnús Óskar Ingvarsson, 23.11.2010 kl. 13:49

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Magnús, því miður hefur það verið fyrirsjánanlegt nánast frá því að ríkisstjórnin var mynduð að hún myndi aldrei gera eitt eða neitt af viti til að koma þjóðinni út úr kreppunni, heldur þvert á móti verða til þess að lengja og dýpka kreppuna frá því sem hún hefði þurft að verða.

Hér er búið að blogga lengi um þetta og til gamans má sjá rúmlega ársgamalt blogg HÉRNA en bæði fyrr og síðar hefur verið hamrað á þessu, en því miður virðast menn ekki taka þessu viðvörunum nógu alvarlega ennþá. 

Kreppan mun verða bæði löng og djúp með áframhaldandi óbreyttri stjórnarstefnu, ef stefnu skyldi kalla.

Axel Jóhann Axelsson, 23.11.2010 kl. 14:54

4 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Nákvæmlega, Axel.

Magnús Óskar Ingvarsson, 23.11.2010 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband