Skýtur sendibođann í sáttaskyni

Steingrímur J. hefur alveg örugglega rétt fyrir sér ţegar hann segist hafa veriđ ađ stunda vandađa stjórnsýslu, ţegar hann sendi "einkapóst" til félagsmálaráđherra međ kröfu um frágang á skađabótagreiđslu til međferđarheimilisins Árbótar, sem fyrir algera tilviljun er stađsett í kjördćmi fjármálaráđherrans.

Steingrímur J. sagđi m.a. í umrćđu um máliđ á Alţingi. "Ţađ er svo önnur saga hvernig sá einkapóstur milli okkar félagsmálaráđherra er allt í einu kominn í blöđin, ađ ţví er virđist í gegnum Barnaverndarstofu. Ţađ er örugglega ţeirra framlag til ađ reyna ađ skapa sátt og friđ um ţennan málaflokk."

Ţađ er örugglega framlag Steingríms J. til ađ reyna ađ skapa sátt og friđ viđ guđ og menn ađ skjóta sendibođann og senda sprengju inn á Barnaverndarstofu. 


mbl.is Sakar Barnaverndarstofu um ađ leka póstunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

SovétEvrópa fćrist nćr

Samstarf ESBţjóđa um evruna er í dauđateygjunum, eins og fjármálaástandiđ í Grikklandi, Írlandi, Spáni, Portúgal, Ítalíu o.fl. sýnir svart á hvítu og veldur ţetta ástand hreinni skelfingu međal allra helstu ráđamanna vćntanlegs stórríkis Evrópu.  Dominique Strauss-Kahn, framkvćmdastjóri Alţjóđagjaldeyrissjóđsins, segir ađ nú verđi ađ renna styrkari stođum undir sameiginlega hagstjórn í Evrópu og ađ eina lausnin viđ vandrćđunum á evrusvćđinu sé ađ koma á miđlćgari stjórn peningamála í Evrópu.

Í viđhangandi frétt er haft eftir Strauss-Kahn:  „Hjól sameiningarinnar snúast of hćgt. Miđjan verđur ađ taka frumkvćđiđ á öllum sviđum sem eru lykillinn ađ ţví ađ ná fram sameiginlegum örlögum sambandsins, sérstaklega í fjárhagslegri, hagfrćđilegri og félagslegri stefnumótun. Ríki verđa ađ vera reiđubúin ađ gefa eftir meira af valdi sínu til miđjunnar.“

ESB sinnar á Íslandi hafa alltaf ţrćtt fyrir ađ stefnt sé ađ sameingingu Evrópuríkja, en slík áform koma skýrt fram hjá Strauss-Kahn, ásamt ţví ađ bráđnauđsynlegt sé ađ hrađa ţví ađ koma öllu ákvörđunarvaldi álfunnar undir miđstjórn Ţýskalands og Frakklands og hugsanlega Bretlands, ţó ţar hafi menn ekki viljađ sjá ađ taka upp evruna.

Óttinn viđ hrun gjaldeyrissamstarfsins og ţar međ alls grundvallar ESB kemur einnig skýrt fram í ŢESSARI frétt, sem sýnir ađ meira ađ segja er fariđ ađ rćđa um ađ skipta evrunni upp í tvćr myntir, ađra fyrir stórţjóđirnar "í miđjunni" og hina fyrir undirtyllur höfđingjanna í Sovétinu.

Ekki ţýđir lengur fyrir ESBsinna á Íslandi ađ reyna ađ ljúga ţjóđina inn í sovétiđ međ blekkingum og falsi um stađreyndir.


mbl.is Evrópa sameini hagstjórnina
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Pólitísk réttarhöld sem standast ekki ákvćđi stjórnarskrárinnar

Alţingi samţykkti, eins og frćgt er af endemum, ađ ákćra Geir H. Haarde, einn ráđherra úr síđustu ríkisstjórn, fyrir brot á ráđherraábyrgđ samkvćmt stjórnarskránni.  Samkvćmt réttindum sakborninds samkvćmt sömu stjórnarskrá óskađi hinn ákćrđi nánast strax ađ sér yrđi skipađur verjandi, en í  lögum um Landsdóm segir svo: 

"15. gr. Forseti landsdóms skipar ákćrđum svo fljótt sem verđa má verjanda úr hópi hćstaréttarlögmanna, og skal viđ val á verjanda fariđ eftir ósk ákćrđa, ef ekkert mćlir henni í móti. Rétt er, ađ ákćrđur haldi sjálfur uppi vörn fyrir sig ásamt verjanda. Skipun verjanda skal tafarlaust tilkynnt saksóknara Alţingis."

Forseti landsdómsins hefur ekki svarađ ósk sakborningsins um skipan verjanda, en mun hafa sent umsóknina til umsagnar saksóknara Alţingis, sem samkvćmt lögunum hefur ekkert um máliđ ađ segja, en á hins vegar ađ fá tilkynningu um skipunina, eftir ađ hún hefur fariđ fram.  Eiríkur Tómasson, prófessor, segir ađ hér sé um skýrt brot á stjórnarskránni ađ rćđa og ekki síđur brot á mannréttindasáttmála Evrópu.

Mál sem rekiđ er vegna ákćru um brot á stjórnarskrá er sem sagt ekki rekiđ samkvćmt ţeirri sömu stjórnarskrá og málsmeđferđin hafin međ ţví ađ brjóta stjórnarskrárvarinn rétt sakborningsins.  Skyldi dómsforsetinn álíta ađ orđalagiđ "svo fljótt sem verđa má" nái yfir ţađ, ađ skipa hinum ákćrđa ekki verjanda fyrr en ađ réttarhaldi loknu og dómur hefur veriđ kveđinn upp?

Allir skulu teljast saklausir uns annađ verđur sannađ fyrir dómi.  Er ekki lágmark ađ fariđ sé eftir stjórnarskránni, ţegar ákćrt er fyrir brot á henni, jafnvel ţó um pólitísk réttarhöld sé ađ rćđa?


mbl.is Skipa hefđi átt verjanda um leiđ segir lagaprófessor
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Útrásarvíkingur í vesturvíking

Nú er útrásarvíkingurinn Pálmi í Iceland Express kominn í víkingahaminn á ný og nú á ađ sýna flugrekendum í Evrópu og Bandaríkjunum hvernig á ađ reka flugfélag, en af ţví hefur Pálmi mikla reynslu og nćgir ţar ađ benda á ţátttöku hans í ađ rýja Icelandair af öllu eigin fé, ţátttaka í gríđarlegu tapi af kaupum í American Airlines, kaupum, sölu og gjaldţroti Sterling ásamt ţví ađ koma Icveland Express undan ţrotabúi Fons á gjafverđi.

Ţessi nýja útrás felst í ţví ađ selja flugfargjöld til Ameríku frá Danmörku á slíkum spottprís, ađ gamalgróin flugfélög í Evrópu, sem enn hafa nokkru eigin fé á ađ skipa í rekstri sínum, geta ekki međ nokkru móti keppt viđ verđ Iceland Express, enda hefur ţađ flugfélag og eigendur ţess aldrei ţurft ađ hugsa um rekstarhagnađ og eigiđ fé, enda ađstendurnir međ mikla reynslu af rekstri félaga međ tapi og uppţurkun eigin fjár, sem hvort tveggja hefur síđan veriđ látiđ öđrum til ađ borga, ţ.e. lánadrottnum og íslenskum skattgreiđendum.

Eina spurningin sem vaknar viđ lestur fréttarinnar er hvort öllum sé sama ţó sömu persónur og leikendur séu enn ađ bendla nafni lands og ţjóđar viđ útrásarrugl.


mbl.is Iceland Express efnir til verđstríđs
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Lýđskrum

Framsókn og Hreyfingin hafa nú fariđ fram á fund međ ráđherranefndinni, sem enn er ađ störfum viđ ađ finna út hvernig á ađ útskýra fyrir fólki ađ ekki verđi um frekari ráđstafanir ađ rćđa af hálfu hins opinbera vegna skuldamála einstaklinga.

Ţó Jóhanna Sigurđardóttir hafi látiđ ţađ út úr sér í skelfingarkasti vegna drunanna í tunnunum á Austurvelli 4. október s.l., ađ vel kćmi til greina ađ fara út í 15,5% flata niđurfellingu á öllum húsnćđisskuldum, ţá meinti hún auđvitađ ekkert međ ţví og var enda löngu búin ađ gefa út yfirlýsingu um ađ ekkert slíkt vćri í spilunum.

Nú ćtla Framsókn og Hreyfingin ađ snúa hnífnum í sári Jóhönnu og pína út úr henni nýja stađfestingu á ţví ađ ekki standi til ađ ráđast í almennar ađgerđir vegna húsnćđisskulda og má reyndar segja ađ tími sé til kominn ađ fólk sé upplýst um ţađ í eitt skipti fyrir öll og hćtti ţar međ ađ bíđa eftir ţví sem aldrei kemur.

Ţađ er tómt lýđskrum ađ halda áfram ađ ýja ađ ţví ađ eitthvađ verđi af flatri lćkkun húsnćđisskulda. Ţađ er heiđarlegra ađ segja sannleikann strax og ţá hćttir fólk ađ bíđa eftir ţví sem aldrei kemur og snýr sér ađ ţví ađ vinna í sínum málum miđađ viđ ţá raunverulegu möguleika sem ţađ hefur í sinni stöđu.

Ţađ er vel gert af Framsókn og Hreyfingunni ađ knýja á um heiđarlega yfirlýsingu frá Jóhönnu og Steingrími og hćtta um leiđ öllu lýđskrumi sjálf.


mbl.is Ţingmenn óska eftir fundi međ ráđherrum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 22. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband