27.10.2010 | 14:14
Kynfæramynd á bakið - dæmi um sanna vináttu
Ástralinn sem "féllst á" að leyfa vini sínum að húðflúra saklaust jin og jang merki á bakið á sér, axlaði allt annað en hann hafði reiknað með, þar sem vinurinn brenndi risastóra mynd af karlmannskynfærum á hann, með dyggri aðstoð og hvatningu enn eins vinar. Með myndinni var brennt í hörundið slagorð sem gaf í skyn að þessi fallega mynd væri tákn um samkynhneigð mannsins.
Þegar stoltur merkisberinn kom heim og sýndi kærustunni sinni listaverkið á bakinu, sagði blessuð konan bara sí svona: "Mig grunar að þetta sé ekki húðflúrið sem þig langaði í." Ekki fylgir sögunni hvernig henni leist á listaverkið, eða hvort hún hefði viljað halda því á baki kærastans til að dást að framvegis.
Hvernig sem á því stendur, varð maðurinn ekkert kátur við listsköpunina, né að eiga að hafa verkið á þessum grunnfleti til frambúðar og kærði vin sinn til yfirvaldanna fyrir uppátækið og krefst fjárbóta til að eyða þessu líklega einstaka listaverki. Ekki hefur heldur spurst til viðbragða ástralskra listgagnrýnenda vegna verksins, eða örlaga þess.
Sagan er hins vegar hjartnæm og hugljúf lýsing á sannri vináttu og hve djúpt hún ristir stundum.
![]() |
Húðflúrað kynfæri á bak vinar síns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.10.2010 | 11:42
Forsætisráðherralaunin fæla lækna úr landi
Síðan óhæfasti forsætisráðherra lýðveldistímans gaf út þá fyrirskipun að enginn á landinu, sérstaklega ekki í starfi hjá hinu opinbera, skyldi hafa hærri laun en hún sjálf, hefur verið stöðugur og sívaxandi atgerfisflótti úr landinu, ekki síst úr heilbrigðisgeiranum.
Læknar voru til skamms tíma einna hæst launaða stétt landsins, enda íslensku sjúkrahúsin og heilbrigðiskerfið í heild, talin með því besta sem heimurinn hafði upp á að bjóða, en líklega verður það ekki svo mikið lengur. Íslenskir læknar eru eftirsóttur starfskraftur erlendis og eiga ekki í minnstu erfiðleikum með að fá þar vinnu, jafnvel hlutastörf sem skapa þeim forsætisráðherralaun á fáeinum dögum og hina daga mánaðarins vinna þeir þá hér á landi nánast í þegnskylduvinnu.
Jóhanna gleymdi hins vegar að setja viðurlög við því að Íslendingar tækju við launum sem væru hærri en hennar eigin, þannig að nú þyrfti hún að endurbæta lögin og setja inn háar sektir og fangelsisvist, sem refsingu fyrir að fara í kringum lögin og þiggja laun annarsstaðar, sem t.d. koma læknum langt upp fyrir hana í mánaðarlaunum.
Slíka ósvífni er ekki hægt að þola af læknunum, né nokkrum öðrum, og því gæti jafnvel verið áhrifaríkara að banna fólki að sækja vinnu til útlanda og reyndar þyrfti að banna búferlaflutninga alfarið, til þess að girða endanlega fyrir þessa viðleitni manna til að þéna meira en forsætisráðherrann.
Til að flýta málinu gæti þurft að taka það fyrir á Alþingi á undan frumvarpinu um kjarnorkuvopnalaust Ísland, sem þó þolir ekki mikla bið að áliti flutningsmanna þess.
![]() |
Læknarnir leita til útlanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.10.2010 | 08:22
Vændið veldur bílslysum
Vændið á Spáni, sem er leyfilegt, er stórhættulegt bílstjórum og því hafa yfirvöld gripið til réttra ráðstafana til að auka umferðaröryggi á vegunum í kringum borgir og bæi, en það er auðvitað gert með því að gera vændiskonurnar sýnilegri, þannig að auðveldara verði fyrir akandi viðskiptamenn að koma auga á þær án þess að aka yfir þær fyrst.
Þessi klausa úr fréttinni segir það sem segja þarf um þetta mál: "Vændiskonum, sem leita viðskiptavina við þjóðveg nærri borginni Lleida í Katalóníu, hefur verið gert að klæðast gulum endurskinsvestum, ellegar greiða 40 evra sekt. Lögregluyfirvöld segja þetta gert til að tryggja öryggi ökumanna."
Einhver hefði getað látið sér detta í hug, að þessi aðgerð væri til að auka öryggi vændiskvennanna, en það er víst alger misskilningur, þar sem þetta er greinilega gert til að tryggja ökumanninum örugg vændisviðskipti, með því að forða honum frá að keyra yfir seljanda þeirra gæða. sem leitað er eftir í myrkrinu.
Umhyggja Spánverja fyrir ökumönnum er afar virðingarverð.
![]() |
Vændiskonur skikkaðar í vesti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)