Enn ein árás ríkisstjórnarinnar á velferðarkerfið

Fyrsta "hreina vinstri stjórnin" í landinu, sem kennir sig við "norræna velferð" lýsti því sem sínu helsta stefnumáli að standa vörð um það heilbrigðis- og skólakerfi sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði byggt upp á valdatíma sínum og sérstaklega ætlaði "norræna velferðarstjórnin" að standa dyggan vörð um það velferðarkerfi, sem byggt hafði verið upp af miklum metnaði á tíma Sjálfstæðisflokksins í ríksisstjórnum undanfarinna ára.

Núna þegar fjárlög hafa verið lögð fram, sést að uppbyggingu þessara kerfa á að rústa á einu ári, þ.e. strax á árinu 2011, en hins vegar eru fjárlögin svo illa undirbúin, að hver stjórnarþingmaðurinn á fætur öðrum hefur lýst sig andvígan þeim og jafnvel sumir ráðherrarnir einnig og boða víðtækar breytingar við aðra umræðu um lögin í desemberbyrjun.

Enginn hefur þó gagnrýnt ríkisstjórnina eins harðlega og verkalýðsforystan og nægir í því efni að vitna í niðurlag meðfylgjandi fréttar um það sem Gylfi Arnbjörnsson sagði á þingi ASí um hluta af þeim niðurskurði sem verst mun bitna á þeim tekjulægstu í þjóðfélaginu: 

"Í febrúar 2008 samdi ASÍ við stjórnvöld um 45% hækkun húsaleigubóta og að húsaleigubætur fylgdu verðlagi eftir það. „Nú á að fella niður framlögin vegna þeirrar hækkunar. Þetta felur í sér 30% lækkun. Það er alveg ljóst að þetta mun verða reiðarslag fyrir fátækt fólk,“ segir Gylfi.

Lára Björnsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar, varaði við því á ársfundi ASÍ, í gær að framlög til húsaleigubóta yrðu lækkuð."

Varla er hægt að flokka þessi ummæli undir einhvern áróður hægri manna gegn "norrænu velferðarstjórninni".


mbl.is Framlög til húsaleigubóta lækka um milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ómennsk framkoma Besta flokksins

Allir geta verið sammála um að hagræðingar og sparnaðar hafi verið þörf í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur og jafnvel að þurft hafi að fækka starfsmönnum, fyrst stjórnarmeirihlutinn treysti sér ekki til að dreifa þeim sparnaði á sem flesta starfsmenn með minnkuðu starfshlutfalli hvers og eins, eins og tillaga kom fram um að gera.

Aðferðin við þessa harkalegu sparnaðaraðgerð Besta flokksins og þeirra, sem samábyrgir eru fyrir gjörðum hans, er hins vegar algerlega óviðunandi, enda ómannúðleg í alla staði, eða eins og Júlíana Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður hjá OR lýsir aðgerðinni:  "Okkur var smalað saman og sagt að okkur væri öllum sagt upp störfum. Einn starfsmaður lá að vísu á sjúkrahúsi, en honum var líka sagt upp. Öðrum, sem er 62 ára gamall og búinn að vinna hjá OR í 37 ár, var þá sagt upp." 

Þessi mannvonskulega smölun átti sér stað um eittleytið í gær og fólkið fékk þrjá tíma til að kveðja samstarfsfólk sitt og ganga frá sínum málum á vinnustaðnum og klukkan fjögur síðdegis hættu öll aðgangskort þessa fólks að vinnustaðnum að virka og verður engum þessara starfsmanna hleypt inn í húsið framar, nema undir eftirliti, þó á fjórða mánuð sé í að uppsagnarfresti þess ljúki.

Svona stendur enginn að uppsögnum starfsmanna, sem snefil hefur af mannlegum tilfinningum og skilning á því hvílíkt áfall það er fyrir starfsfólk að vera sent út á guð og gaddinn eftir áratugastarf hjá sama vinnuveitanda.

Hafi Besti flokkurinn og aðrir stjórnendur OR skömm fyrir framkomu sína.


mbl.is „Fólkið auðvitað bara grét“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband