Loksins fær Jóhanna (tungu-)málið

Í allt sumar, á meðan þingið strögglaði um fyrirvarana við ríkisábyrgðina, var Jóhanna, forsætisráðherralíki, hvött til þess að koma málinu upp á viðræðustig milli hennar og forsætisráðherra Breta og Hollendinga, eins og gert er í milliríkjasamskiptum, þegar alvarleg deilumál eru á dagskrá.

Á þeim tíma önsuðu hin hrokafullu skötuhjú, Jónanna og Steingrímur J., litlu um slíka leið, enda ætluðu þau að keyra þrælasamninginn ofan í þing og þjóð, hvað sem tautaði og raulaði.  Eftir að Bretar og Hollendingar neituðu að samþykkja fyrirvarana, skrifaði Jóhanna bréf til Browns, forsætisráðherra Bretlands og Balkenende, forsætisráðherra Hollands, og grátbað um viðtal við þá, en báðir hunsuðu hana algerlega og niðurlægðu íslenska þræla sína um leið.

Nú allt í einu er Jóhanna búin að fá (tungu-)málið og nær sambandi við fjölda ráðamanna Evrópu á einum degi og Steingrímur J. og Össur hafa legið í símanum jafnframt og talað við hvern þann, sem nennt hefur að ræða við þá.

Allt ferli Icesavemálsins hefur verið með ólíkindum klaufalegt og stjórnarnefnan klúðrað öllu, sem hægt var að klúðra, mánuðum saman. 

Loksins, þegar málið er endanlega komið í algert óefni, fá þessar ráðherranefnur allt í einu málið og vonandi er það ekki orðið allt of seint.


mbl.is Jóhanna ræddi við Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattahækkanabrjálæðið farið að sjást

Ein fyrstu merkin um skattahækkanabrjálæði ríkisstjórnarnefnunnar eru komin í ljós, með hækkun virðisaukaskatts, tóbaks- og áfengisgjalds, skatta á olíuvörur o.fl., sem tók gildi um áramótin.  Bensínið á þjónustustöðvum er nú að nálgast 200 krónur líterinn og vegna hækkana á heimsmarkaði, má gera ráð fyrir að útsöluverð hérlendis hækki enn meira á næstunni.

Um næstu mánaðamót fær fólk svo fyrstu launaseðla ársins og sjá þá hækkunina, sem orðin er á tekjuskattinum og bitnar helst á millitekjufólkinu.  Eftir því, sem líður á árið, mun þetta skattahækkanabrjálæði taka meira og meira í heimilisbudduna og fjárhagserfiðleikar flestra munu aukast verulega frá því sem þó er orðið, ná þegar.

Ríkisstjórnarnefnan er heppin, að athygli fólks skuli beinast að Icesave málinu þessa dagana, því það dreifir huganum frá sköttunum á meðan.

Ekki virðist vera hægt, af hálfu ríkiskerfisins, að vinna að nema einu máli í einu og því situr allt á hakanum á meðan kerfið er strand vegna Icesave og á meðan eykst atvinnuleysi og önnur óáran í landinu.

Hvar eru ráðherranefnurnar, sem ekki eiga að hafa Icesave á sinni könnu?


mbl.is Bensínlítrinn nálgast 200 kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórmerkilegt innlegg, sem betur hefði verið tekið tillit til

Maria Elvira Méndez Pinedo, dósent í Evrópurétti við Háskóla Íslands, hefur skrifað stórmerkilega grein á vef sinn um misskilning erlendra fjölmiðla á eðli synjunar forsetans á staðfestingu óheillabreytingarlanganna á ríkisábyrgðinni, sem Alþigi samþykkti þann 30. desember s.l.

Ekki er síðra viðtalið, sem birtist við hana í Mogganum s.l. sumar og hefðu þeir, sem um málið fjölluðu á þeim tíma, betur leitað til hennar vegna þekkingar hennar á Evrópurétti og skoðana hennar á því hvernig íslensk yfirvöld hafa haldið á Icesave málinu, alveg frá upphafi.

Fólk er hvatt til að lesa vel greinina, sem þetta blogg hangir við, því þar kemur margt merkilegt fram og lokaorðin hafa sannarlega ræst:  "Nú stöndum við uppi með Icesave-samninga, sem eru svo fjarri því að vera ásættanlegur kostur í stöðunni. Og ef við ekki breytum um kúrs er hætta á að framhaldið verði ekki skárra. Það er ekkert grín að fóta sig í Evrópusamstarfinu, það má segja að við séum á gráu svæði sem gangi inn á ESB-rétt, EES-rétt og alþjóðalög. Það er því að mörgu að hyggja og eins gott að menn viti hvað þeir eru að gera."

Þetta sagði Maria í sumar, áður en fyrri Icesavelögin voru samþykkt og því miður var ekkert gert með hennar álit, enda hefur spádómur hennar komið fram og nú súpa menn seyðið af því.


mbl.is Telur útlenda fjölmiðla misskilja málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave er miðinn inn í ESB

Talsmaður framkvæmdastjórnar ESB segir að Icesavemálið verði til skoðunar við mat á umsókn Íslands að ESB og slíkar "hótanir" berast frá ýmsum málsmetandi mönnum ESBríkja.  Þetta eru engar nýjar fréttir, því framkvæmdastjórnin frestaði umfjöllun um inngöngubeiðni Íslands í desember s.l., en bar reyndar öðru við, þó allir vissu hvað hékk á spýtunni.

Össur, utanríkisgrínari, viðurkenndi það óbeint í viðtölum, að sú væri ástæðan og því hefði fyrirtaka umsóknarinnar verið frestað fram í mars n.k.  Verði breytingarlögin á ríkisábyrgðarfyrirvörunum felld í þjóðaratkvæðagreiðslu í febrúarlok, verður umsókn Íslands enn frestað a.m.k. fram á haust, ef henni verður ekki bara vísað frá, sem væri besta afgreiðslan fyrir Íslendinga.

Paul Myners, aðstoðarfjármálaráðherra Bretlands, er einn þeirra, sem heldur að Íslendingar fari að skjálfa vegna hótana um útilokun frá ESB, en hann sagði m.a:  "Íslensk stjórnvöld geri sér fulla gein fyrir því að samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sé stofnað í hættu og sömuleiðis mögulegri aðild að Evrópusambandinu."

Enn og aftur kemur fram að AGS er handrukkari fyrir Breta og Hollendinga og alls ekki í raunverulegu samstarfi við Íslendinga um að koma efnahagsmálunum í lag.  Sama er um norðurlöndin, þau hafa enn í hótunum, um að setja loforð sín um lánveitingar í frystingu, ef Íslendingar gangi ekki að ítrustu kröfum þrælahöfðingjanna, bresku og hollensku.

Íslendingar eiga engar vinaþjóðir, a.m.k. ekki í Evrópu, nema Færeyinga og líklega Pólverja og þurfa því ekki að reikna með aðstoð neinsstaðar frá.  Baráttan fyrir réttlátri niðurstöðu í Icesavemálinu verður löng og ströng, en hana munu Íslendingar heyja einir.

Til þess að eiga möguleika í þeim hernaði verður þjóðin að standa saman og vera tilbúin til þess að taka á sig ýmsa erfiðleika á meðan á þeim bardaga stendur.  Það hefur hún gert áður og gerir vonandi núna. 

 


mbl.is ESB metur Icesave-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það á að kjósa um lögin - ekki ríkisstjórnina eða forsetann

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ryðst fram á völlinn á vef sínum og byrjar þar fyrirséðan áróður um að væntanleg þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingarlögin um útþynningu fyrirvara Alþingis fyrir ríkisábyrgð á skuldum Landsbankans, komi til með að snúast um það, hvort ríkisstjórnin eða forsetinn eigi að segja af sér.

Þó það hafi verið fyrirséð, að þrælslundaðir stuðningsmenn ríkisstjórnarnefnunnar og hún sjálf, myndu stilla málinu svona upp, er þetta alger afvegaleiðing málsins og svona villukenningum verður að vísa út í hafsauga strax og taka ekki á þeim nokkurt mark.

Kosningin á og verður að snúast um málið sjálft og á ekki að vera rekið á flokkspólitískum nótum, hvað þá að reyna að koma því í þann farveg, að það snúist í einhverskonar uppgjör á milli forseta og ríkisstjórnar.   Kjósandi, sem er andstæðingur beggja þessara aðila, er með því móti neyddur til að sitja heima og taka ekki þátt í kosningunni, hvort sem hann er meðmæltur lagabreytingunni, eða ekki.

Það verður að ætlast til þess, að þingmenn og aðrir, fari ekki að afvegaleiða umræðuna um lagabreytinguna á þennan veg, því þetta eru ekki ríkisstjórnar- eða forsetakosningar.  Þær bíða síns tíma, en nú þarf umræðan að snúast um málefnið sjálft, en alls ekki stríð á milli reiðra stjórnarþingmanna og forsetans.

Málefnalega umræðu, takk.


mbl.is Segir valið standa milli ríkisstjórnar og forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ýmsar sanngjarnar umfjallanir erlendis

Mikið hefur verið gert úr neikvæðum umsögnum breskra og hollenskra stjórnmálamanna vegna synjunar forsetans á staðfestingu laganna um útþynningu fyrirvaranna við ríkisábyrgð á skuldum Landsbankans.  Einnig hefur röngum og villandi umfjöllunum fjölmiðla erlendis verið gerð góð skil, en minna farið fyrir frásögnum af velviljuðum og skynsamlegum greinum erlendra blaða.

Rykið er þó byrjað að setjast og byrjaðar eru að birtast greinar í erlendum blöðum, þar sem fjallað er um allt þetta óheillamál af nokkurri þekkingu og réttsýni.  Wall street Journal birtir á vef sínum ágæta grein um málið, þar sem farið er yfir málið á ágætan hátt og rifjuð upp fyrri deilumál Breta og Íslendinga, en sagt að frá þeim tíma sé heimurinn breyttur og nú ráði t.d. ESB og AGS miklu um lyktir mála.

Athyglisvert er það sem kemur fram í greininni um fordæmið, sem þetta gæti gefið um bankainnistæður í framtíðinni, en þar segir:  "Hvaða skilaboð gefur þetta sparifjáreigendum í stórum löndum í næstu uppsveiflu? Það að þeir þurfa ekki að spyrja of margra spurninga um hvort innistæðurnar séu traustar þar sem ef illa fer þá muni ríkisstjórn þeirra og aðrir skattgreiðendur landsins greiða þeim út innistæðurnar. Hægt verður að senda reikninginn úr landi og hann hafnar á útlendum skattgreiðendum." 

Verður ekki að fara að gera þá kröfu til sparifjáreigenda, að þeir velji sér innlánsstofnun, sem þeir treysta fyrir sparifé sínu og verði svo sjálfir að bera skaðann, ef illa fer?

Annað ekki síður áhugavert kemur fram um ESB, en það er þetta:  "Fyrir Evrópusambandið er þetta einnig stund lærdóms. Tvö aðildarríki sem þyrstir í peninga eru að traðka á ríki sem vill fá aðild að ESB. Lokað hefur verið fyrir viðræður nema Bretar og Hollendingar fái peninga sína. ESB hefur það fyrir reglu að fara illa með lítil ríki."

Hvers vegna skyldu lítil ríki sækjast eftir því að láta ESB fara illa með sig?

Því verður Samfylkingin að svara fyrir Íslands hönd.


mbl.is Hefðu átt að halda sig við fiskinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband