3.1.2010 | 23:48
Um hvað er Ólafur Ragnar að hugsa?
Ekkert heyrist ennþá frá Bessastöðum um hvernig Ólafi Ragnari gengur að hugsa. Nú hefur hann haft fjóra sólarhringa til umþóttunar, eftir að frumvarpið var samþykkt og átta mánuði þar áður.
Það eina, sem getur skýrt þennan drátt, er leynimakk á bak við tjöldin um afdrif ríkisstjórnarinnar, ef hann neitar að staðfesta lögin. Honum er alveg sama um afdrif Samfylkingarinnar, en honum er annt um að VG verði áfram í ríkisstjórn og er væntanlega að kanna allar leiðir til þess að af því geti orðið.
Takist honum að sannfæra Steingrím J., mun hann reyna að koma saman nýrri stjórn, annaðhvort minnihlutastjórn VG, stjórn VG og Framsóknar með stuðningi Sjálfstæðisflokks og ef ekkert af því gengur upp, þá þjóðstjórn.
Ólafur Ragnar hefur beitt forsetaembættinu skefjalaust í pólitískum tilgangi og enginn þarf að efast um að nú er í gangi einhvers konar pólitískt plott af hans hálfu, því ekkert óttast hann meira, en að missa það traust, sem hann heldur að þjóðin beri til hans. Hann vill ekki trúa, að hafi hann einhverntíma notið trausts, er hann löngu búinn að glata því öllu.
Mest af öllu myndi hann vilja hafna lögunum staðfestingar, en gangi hans pólitíski skollaleikur ekki upp, mun hann samþykkja þau.
Hann mun ekkert gera, sem veldur því að VG-liðar hrökklist úr ráðherrasætunum.
![]() |
Forsetinn leiti álits lögmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
3.1.2010 | 19:08
Láta eins og Ólafur Ragnar sé að hugsa
Stjórnarþingmenn taka fullan þátt í áramótasýningu leikstjórans á Bessastöðum og láta eins og þeim þyki sjálfsagt að Ólafur Ragnar hugsi, en það gefur til kynna að það sé óvenjulegt. Það er óþarfa skens á forsetann og varla hluti af handritinu.
Nú er farið að koma því á kreik, að ef málinu yrði vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu, þá myndu Bretar og Hollendingar segja samningnum upp einhliða, en þvert á það, sem áróðursmeistarar ríkisstjórnarnefnunnar halda, þá er það einmitt það, sem kæmi þjóðinni best.
Færu Bretar og Hollendingar þá leið, sem ólíklegt er að þeir geri, þá gæfist kostur á því að semja upp á nýtt og komast að betri niðurstöðu, en Svavar Gestsson og Indriði H. Þorláksson létu senda sig með heim, vegna þess að þeir nenntu ekki að hafa málið hangandi yfir sér lengur.
Nú er einnig byrjað að gera lítið úr undirskriftarsöfnun Indifence og hópnum sjálfum, til þess að reyna að minnka vægi áskorannanna.
Þetta er allt hluti af sama sjónleiknum, sem enginn veit hvenær endar, nema leikstjórinn sjálfur.
![]() |
Ekkert við frestinum að gera |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.1.2010 | 17:24
Stjórnin farin að örvænta?
Fjármálajarðfræðingurinn er farinn að beita Birni Val Gíslasyni óspart, við að eggja forsetann til að klára að skrifa undir lögin um afnám fyrirvaranna við ríkisábyrgðinni á lánum Landsbankans. Björn Valur ryðst fram á völlinn á hverri fréttastofunni af annarri, til að minna Ólaf Ragnar á, að ríkisstjórnarnefnan þurfi að fá þetta afgreitt í dag, í síðasta lagi.
Auðvitað er þetta leikrit, sem sett er upp, til þess að blekkja almenning og láta hann halda, að Ólafur Ragnar hafi þurft sérstakan umþóttunartíma, umfram átta mánuði, til þess að ákveða að staðfesta lögin.
Í viðtali við Bloombert lætur Björn Valur líta svo út, að verði blek forsetans ekki komið á pappírinn í fyrramálið, fari allir fjármálamarkaðir veraldar á hvolf og ríkisstjórnin muni segja af sér samstundis.
Þau hljóta að skemmta sér vel yfir þessum leikaraskap, forsetahjónin á Bessastöðum.
![]() |
Nauðsynlegt að fá niðurstöðu fljótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.1.2010 | 14:52
Þetta er líklega stuðningurinn sem vantaði
Ólafur Ragnar hefur nú látið líta svo út fyrir í nokkra daga, að hann sé að hugsa um hvað hann eigi að gera, varðandi staðfestingu eða synjun laganna um niðurfellingu fyrirvaranna við þrælasamninginn við Breta og Hollendinga.
Forsetinn er áreiðanlega sá þegn þessa lands, sem lengstan tíma hefur þurft til að mynda sér skoðun á málinu, en öllum öðrum hefur dugað átta mánaða umhugsunartími.
Nú er komin fram undirskriftasöfnun til að skora á forsetann að staðfesta lögin. Undir hana hafa skrifað á áttundahundrað manns. Þegar forsetinn ber hana saman við undirskriftinar sextíuþúsund, sem skoruðu á hann að synja lögunum staðfestingar, mun hann áreiðanlega leggja þær að jöfnu.
Þetta verður sjálfsagt sá stuðningur, sem hann mun nota til réttlætinar á staðfestingunni, ásamt orðskrúðinu, sem hann er auðvitað löngu búinn að semja og mun flytja við undirritunina.
![]() |
Skora á forsetann að staðfesta Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)