Öryrkjabandalagið óánægt með "velferðarstjórnina"

Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands hefur sent frá sér harðorða ályktun vegna kjaraskerðingar þeirrar, sem ríkisstjórnin hefur skenkt öryrkjum og öldruðum, þrátt fyrir gefin loforð um hið gagnstæða.

Fyrri ríkisstjórn hafði lögfest, að kjör öryrkja skyldu hækka í samræmi við verðbólguna, en núverandi ríkisstjórn hefur afnumið þær kjarabætur og skammtar nú naumt til þeirra sem minnst hafa.

Ofan á þetta, hefur ríkisstjórnin einnig dregið til baka lög, sem sett voru fyrir rúmu ári, um að persónuafsláttur skyldi fylgja verðbólgu og hækka að auki um 2000 krónur, frá og með síðustu áramótum og þýðir sú breyting hærri skatta á þá lægstlaunuðu, frá því sem eldri lög gerðu ráð fyrir.

Orðið velferð hefur nokkuð einkennilega merkingu í huga "velferðarstjórnarinnar".


mbl.is ÖBÍ mótmælir kjaraskerðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki í umsjón AGS

Haiti er eitt fátækasta ríki jarðarinnar og hefur nánast átt við árlegar náttúruhamfarir að glíma, sem eru fellibyljirnir og ofan á allar aðrar hörmungar bætist svo þessi hræðilegi jarðskjálfti og það mann- og eignatjón, sem hann hefur valdið.

Nú er nánast allt í rúst í ríkinu, stjórnkerfið lamað og skortur á öllum sviðum.  Aðstoð til Haiti á næstu árum verður að felast í aðstoð við að byggja ríkið úr rústunum, koma opinberu skipulagi á aftur, reisa við skólakerfið og atvinnulífið.  Ekkert af þessu var burðugt fyrir, svo nú verður alþjóðsamfélagið að taka til hendinni og það myndarlega.

Vonandi verður sú uppbygging undir umsjón og forystu Bandaríkjamanna, en ekki ESB og alls ekki Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.

Nóg er af ræningjaflokkum á Haiti og ekki ástæða til að bæta AGS í þann hóp.


mbl.is Haítí þyrfti Marshall aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við kaupum

Norskur maður, Pal Ringholm, fjallar í pistli um heimsókn sína í íslensku bankana fyrir nokkrum árum, þar sem ungur aldur bankamannanna vakti sérstaka athygli hans.

Hann gerir grín að reynsluleysi ungu mannanna, en þeim fannst bara skemmtilegt, hvað ungt fólk fékk góð tækifæri í íslenska fjármálakerfinu.  Pal fannst það líka skemmtilegt, en ekki skynsamlegt, enda áttu þau skemmtilegheit eftir að verða dýrkeypt.

Góð lýsing á hugsunarhætti banka- og útrásarunglinganna kemur fram í pistlinum, sem hljóðar svo, samkvæmt fréttinni:  "Rinholm gerir einnig grín að áhættusækni og útrásarþrá Íslendinganna, og segist í einni heimsókninni hafa verið látinn lofa því að láta þá vita ef eitthvað væri til sölu í Noregi - þeir myndu kaupa það!"

Væntanelga hafa þeir ekki látið þess getið, að þeir myndu taka lán fyrir öllu saman og rústa síðan fyrirtækjunum með útgreiðslu alls eigin fjár þeirra í formi arðs til sjálfra sín.

Þetta er sorgleg gamansaga.


mbl.is Reynslulausir íslenskir bankamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostlegt björgunarlið

Líklega gerir fólk sér almennt ekki grein fyrir því, hversu stórkostlegt björgunarlið Landsbjörg er, en hún hefur bjargað fjölda mannslífa hér á landi undanfarna áratugi.  Rústabjörgunarlið Landsbjargar varð fyrst á vettvang á Haiti, nokkuð á undan Bandaríkjamönnum, sem þó áttu mun styttri leið að fara.

Það er ómetanlegt, að eiga sveit svo vaskra manna og kvenna að, þegar eitthvað bjátar á, og alltaf tilbúna að takast á við nánast hvaða aðstæður sem er, með svo skömmum fyrirvara.  Þetta eru sannkallaðar hetjur, sem vinna verk sín að mestu í kyrrþey og án nokkurs bumbusláttar.

Íslendingar standa í mikilli þakkarskuld við þetta frábæra og fórnfúsa fólk.


mbl.is Google Earth aðstoðar við björgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttlætið sigri að lokum

Þó það tæki allt að þrem árum, að útkljá Icesave deiluna fyrir dómstólum, er það ekki langur tími fyrir réttlætið að ná fram að ganga, því "samningurinn" gerir ráð fyrir óréttlæti og áþján í áratugi.

Nánast öruggt er, að báðir aðilar, þ.e. íslenska ríkisstjórnin, Bretar og Hollendingar munu gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að forðast dómstólaleiðina, því líklegast er að leynisamningarnir, sem ekki hafa verið birtir ennþá, geri ráð fyrir að ESB yfirtaki samninginn, þegar Íslendingar verði búnir að samþykkja inngöngu í stórríkið, en um það var bloggað í gær, sjá hérna

Það er skýlaus krafa kjósenda, að allt verði uppi á borðum og öll gögn, varðandi Icesave málið, verði lögð á borðið fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna, þar með taldir allir leynisamningar, sem ekki hafa verið birtir ennþá.  Líklegast er, að vegna þessara "hliðarsamninga" verði allt gert, sem mögulegt er, til þess að komast undan kosningunni, því úrslit kosninganna myndi setja ESB ráðabruggið í uppnám.

Það er enn ein ástæðan fyrir því, að nauðsynlegt er að NEI þjóðarinnar verði sem stærst þann 6. mars n.k.


mbl.is Icesave tæki eitt til þrjú ár fyrir dómstólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband