2.1.2010 | 19:00
Hvað tefur hérlendis?
"Bankastjórinn fyrrverandi er sakaður um að hafa veitt vildarvinum þáverandi stjórnvalda lá upp á að minnsta kosti 170 milljónir kuna, jafnvirði rúmlega 4,1 milljarðs króna, án þess að viðunandi veð væru fyrir hendi.
Innanríkisráðuneyti landsins segir, að sjömenningarnir séu grunaður um glæpsamlegt athæfi í tengslum við áhættustýringu."
Íslendski bankaruglarar lánuðu vildarvinum sínum og sjálfum sér hundruð, eða þúsundir milljarða króna, án viðunandi veða, í mörgum tilfellum engra veða, og allir ganga þeir lausir ennþá.
Ef Króatar fangelsa menn, á meðan að rannsakaðar eru lánveitingar upp á 4,1 milljarð króna, hvað dvelur þá orminn langa, hérlendis.
Hlýtur ekki að fara að styttast í að einhverjir aðrir en smáfuglarnir fari að gista tugthúsin?
![]() |
Króatískir bankamenn handteknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.1.2010 | 14:40
Hvað veldur slíkri tvöfeldni?
Forsvarsmenn undirskriftarsöfnunarinnar gegn lögunum um afnám flestra fyrirvaranna um ríkisábyrgða á skuldum Landsbankans segja að a.m.k. fjórir stjórnarþingmenn hafi skrifðað undir áskorunina á forsetann að hafna lögunum staðfestingar.
Þetta er stórmerkilegt fyrir þær sakir að aðeins tveir stjórnarþingmenn greiddu atkvæði með breytingartillögu Péturs Blöndal, um að frumvarpinu yrði vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu og aðeins tveir greiddu atkvæði gegn lagasetningunni.
Hvað getur valdið slíkri tvöfelni a.m.k. tveggja stjórnarþingmanna?
Hræsni eða lýðskrum, nema hvot tveggja sé.
![]() |
4 stjórnarþingmenn skrifuðu undir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
2.1.2010 | 11:26
Er hægt að treysta Ólafi Ragnari?
Á þessu bloggi hefur því verið haldið fram, að þrátt fyrir þessa einstöku áskorun, muni forsetinn staðfesta lögin um niðurfellingu allra helstu fyrirvarana við þrælasamninginn um skuldir Landsbankans.
Nú hefur Ólafur Ragnar síðasta tækifærið á sínum ferli, til þess að standa með þjóðinni gegn undirlægjuhætti ríkisstjórnarnefnunnar, því ef hann staðfestir lögin, þvert gegn vilja 70% þjóðarinar, mun hann ekki eiga sér viðreisnar von í embætti og gæti eins sagt af sér strax.
Ólafur Ragnar á afar auðvelt með að segja lítið, með miklu orðskrúði og verður fróðlegt að heyra ræðuna, sem mun fylgja ákvörðun hans um staðfestinguna, því afar ólíklegt er að hann gangi gegn fyrstu hreinu vinstri stjórn landsins, sem hann er guðfaðir að, vegna baktjaldamakks síns við stofnun hennar.
Nú er spurt: Er hægt að treysta Ólafi Ragnari Grímssyni.
Það hefur yfirleitt ekki verið hægt hingað til.
![]() |
Afhenda forseta undirskriftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)