17.1.2010 | 21:06
Ótrúlegur umskiptingur
Steingrímur J., hefur sannað enn einu sinni, að hann er umskiptingur, eins og sá í þjóðsögunni.
Enginn hefur skipt eins gjörsamlega um skoðun og hann í öllum helstu málum og er að verða verðugt verkefni, að halda saman ýmsum gullkornum, sem frá honum hafa komið undanfarin ár.
Eitt sem frá honum kom í stjórnarandstöðunni, hefur nú ræst á honum sjálfum í ráðherraembætti, en það er úr viðtali á RUV frá október 2008 og ýmsir hafa rifjað upp, en fréttin hljóðaði svo:
"Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, segir að það verði gerð uppreisn hér á landi verði gengið að kröfum Breta og Hollendinga um að Íslendingar greiði 600 milljarða króna vegna Icesave-reikninganna.
Pétur Blöndal sagði í hádeginu í dag að einungs fjárkröfur Breta og Hollendinga væru margfalt hærri en þær stríðsskaðabætur sem Þjóðverjar voru neyddir til að greiða í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Grófir útreikningar bendi til þess að þær hafi numið um einni milljón króna á hvern Þjóðverja. Þær lögðust þungt á þýskt efnahagslíf, verðbólgan magnaðist og atvinnuleysir jókst gríðarlega.
Steingrímur segir, eins og Pétur, að Íslendingar eigi að spyrna gegn kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem gera ráð fyrir að gjaldeyrislán sé háð því að samið verði við Breta. Íslendingar hafi uppfyllt allar lagalegar skyldur og tilskipanir Evrópusambandsins um innlánstryggingarkerfi. Íslendingar eigi ekki að láta undan kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins því þeim beri ekki skylda að greiða tapið vegna Icesave-reikninganna."
Nú, þegar Steingrímur J. verður tvísaga um að engin mál séu of flókin fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur, verður það, ásamt hvatningaroðunum frá október 2008, sennilega til þess að uppreisn geti brotist út, gegn áformum hans sjálfs og ríkisstjórnarinnar um að svíkja þjóðina í tryggðum.´
Þessum umskiptingi verður ekki bjargað úr þessu, þó það hafi tekist í þjóðsögunni.
![]() |
Ekki of flókið árið 2003 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.1.2010 | 12:44
Hryllingur
Ástandið á Haiti er hreinn hryllingur, eins og hann gerist verstur, enda segja fulltrúar SÞ, að þetta séu mestu hamfarir, sem stofnunin hafi komið að, frá stofnun.
Ástandið er slíkt, að úr fjarlægð er varla hægt að ímynda sér hverslags hrylling fólkið þarna þarf að búa við, algerlega matar-, vatns- og bjargarlaust. Varla nokkurt stjórnskipulag er fyrir hendi lengur og allar grunnstoðir samfélagsis þarf að byggja upp á ný, þannig að ástandið á Haiti mun verða áratugi, að jafna sig á þessu áfalli og var þó ástandið ekki burðugt fyrir.
Nánast árlega dynja fellibyljir yfir eyjuna og valda stórkostlegum skaða. Enginn fellibylur gekk yfir á síðasta ári og var fólk rétt að jafna sig eftir síðasta fellibylinn, sem olli miklum eyðileggingum árið 2008, þegar þessi ósköp dundu yfir.
Erfiðleikar Íslendinga, eftir bankahrunið, er hjóm eitt, í samanburði við þá skelfingu, sem Haitibúar þurfa að takast á við og barlómur hérlendra nánast hjákátlegur, í samhengi við raunverulega erfiðleika, sem aðrir þurfa að glíma við.
Það er þó ljósið í myrkrinu, að Íslendingar voru fljótir að bregðast við og urðu fyrstir til að senda hjálparsveit á svæðið og hafa styrkt hjálparstarfið fjárhagslega, eftir bestu getu.
Af því geta Íslendingar verið stoltir.
![]() |
Eins og eftir heimsendi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)