23.9.2009 | 21:24
Fokið í flest skjól
Sarkozðy, Frakklandsforseti, hefur nú lýst yfir stríði gegn skattaskjólum og ætlar að þrýsta á G20 ríkin að taka þátt í þeirri herför og hyggst láta til skarar skríða strax um áramótin.
Fyrir suma þjóðfélagshópa, hér og erlendis, er þetta verulegt áhyggjuefni, því eins og dæmin sanna, er hreint ekki hægt að treysta á bankaleyndina lengur, a.m.k. ekki hérlendis.
Við þessar fréttir vakna til dæmis spurningar um það hvar banka- og útrásarmógúlar geti verið öryggir með launareikningana sína í framtíðinni, því allir vita, að menn geta alls ekki verið vissir um að skatturinn sé ekki að snuðra í einkamálum.
Skyldu allir geta sofið rólega í nótt?
![]() |
Sarkozy vill refsiaðgerðir gegn skattaskjólum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2009 | 16:15
Rétt hjá Ólafi, aldrei þessu vant
Það er rétt hjá Ólafi Ragnari, að íslensku bankarnir störfuðu eftir lögum og reglum ESB, sem innleidd voru í íslensk lög, eins og samningurinn um EES gerir ráð fyrir. Oft hefur komið fyrir að Íslendingar hafi ekki verið nógu fljótir að innleiða tilskipanir ESB og hefur þá ekkert staðið á kvörtunum og kærum frá Eftirlitsstofnun EFTA, t.d. eins og þessi frétt sýnir.
Aldrei voru gerðar athugasemdir af hálfu eftirlitsstofnunarinnar við þau lög og reglugerðir sem um bankana giltu. Samkvæmt þeim lögum og tilskipunum ESB var starfræktur hérlendis, sem og í öðrum EES löndum, innistæðutryggingasjóur, sem samkvæmt tilskipun ESB mátti ekki vera ríkistryggður af samkeppnisástæðum. Þrátt fyrir að uppfylla allar tilskipanir ESB um bankastarfsemi, eru Íslendingar nú hnepptir í þrældóm til áratuga í þágu Breta og Hollendinga, með dyggri aðstoð ESB og Alþjóða gjaleyrissjóðsins.
Afar sjaldgæft er að hægt sé að vera sammála Ólafi Ragnari, en í þetta sinn rataðist honum satt orð á munn, þegar hann sagði að bankarnir hafi starfað eftir sameiginlegum evrópskum reglum, hvað sem annars megi segja um þá.
Lögin og reglurnar um fjármálastarfsemin felldi ekki bankana, heldur fáráðleg stjórnun þeirra og glæfrastarfsemi varðandi útlán, í bland við bankakreppuna, sem skall á eftir fall Leman Brothers.
Allt þetta breytir því ekki, að Ólafur Ragnar er froðusnakkur í eðli sínu.
![]() |
Íslensku bankarnir störfuðu samkvæmt reglum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.9.2009 | 14:56
Fjármála(ó)læsi
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, kvartar undan því að ekkert bóli á ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar til aðstoðar atvinnulífinu og heimilunum í landinu. Fram kemur í fréttinni, að: "Andrés segist hafa þær upplýsingar frá bankakerfinu að á milli 70-80% fyrirtækja hérlendis séu með erlend lán, sem séu bundin við svissneska franka og japönsk jen. Hann segir að staðan sé góð hjá um þriðjungi fyrirtækjanna, sem hafi ekki tekið slík lán. Þriðjungur fyrirtækjanna sé hins vegar á leiðinni í þrot. Þarna mitt á milli sé síðasti þriðjungurinn, og nú reyni bankarnir að koma þeim til aðstoðar."
Undanfarið hefur talsvert verið rætt um nauðsyn þess að taka upp kennslu í fjármálalæsi í skólum landsins og er örugglega ekki vanþörf á því, miðað við fréttirnar af því hve mörg heimili eru með erlend húsnæðis- og bílalán. Ekki minni athygli vekur að aðeins þriðjungur fyrirtækja hafi ekki tekið erlend lán, því reikna hefði mátt með, að fjármálum fyrirtækjanna, a.m.k. stærri fyrirtækja, væru menn við stjórnvölinn, sem væru sæmilega fjármálalæsir.
Fyrst staðan er slík, að fjöldi einstaklinga og atvinnurekenda tekur þá áhættu að taka sín lán í erlendum gjaldeyri, þrátt fyrir að tekjurnar séu í íslenskum krónum, þá er auðvitað ekki von á góðu.
Það er hins vegar eintómur pilsfatakapítalismi, að grenja á ríkið til að bjarga sér út úr vitleysunni. Ástandið er greinilega svo slæmt, að ríkið ræður ekkert við það, og allt útlit er orðið fyrir nýja efnahagskollsteypu á næsta ári.
Frá þeim botni, getur leiðin aðeins legið upp á við.
![]() |
Uppgjöf meðal atvinnurekenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2009 | 11:24
Olíumálaráðherrann verkefnalaus
Össur Skarphéðinsson, grínisti, lét í fyrravetur eins og olía af Drekasvæðinu myndi koma Íslandi út úr kreppunni á undraskömmum tíma, enda var hann farinn að skreyta sig með titlinum "olíumálaráðherra" á sinn venjulega digurbarkalega hátt.
Eingöngu þjónusta við leitarfyrirtækin átti að skapa gífurlega vinnu á norðausturhorni landsins, en þar hefur atvinnulífið verið að drabbast niður á undanförnum árum og því var yfirlýsingum Össurar fagnað á þeim slóðum, a.m.k. hjá þeim sem trúðu grínistanum, eða vildu trúa honum.
Nú kemur í ljós, að eini aðilinn sem sótti um rannsóknarleyfi á Drekasvæinu hefur hætt við og engum leyfum verður því úthlutað á næstunni.
Strauss-Khan, æðstiprestur AGS, hefur áreiðanlega haft gaman að bröndurum Össurar, en þeir munu hafa skipst á gamansögum í New York á dögunum, en víst er að austfirðingum er ekki skemmt núna, þegar þeir sjá efndir á atvinnuloforðum olíumálaráðherrans.
Ríkisstjórnin talar sífellt um að finna eitthvað "annað" en álver og aðra stóriðju. Nú hlýtur olíumálaráðherrann að benda á "annað" til uppbyggingar á norð-austurhorni landsins.
![]() |
Engin sérleyfi á Drekasvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.9.2009 | 09:24
Ótrúleg skuldaflækja
Jón Ásgeir Jóhannesson, raðskuldari, hefur sagt að fyrirtækið 1998 ehf. hafi keypt Haga út úr Baugi, rétt fyrir gjaldþrot Baugs, á 45 milljarða króna, yfirtekið 15 milljarða skuldir og 30 milljarðar hafi verið greiddir í beinhörðum peningum. Í ljósi þess að fyrirtæki Jóns Ásgeirs voru komin í greiðsluvandræði strax um áramótin 2007/2008, er óútskýrt af hvaða bankareikningi þessir 30 milljarðar eiga að hafa komið.
Allt um það, en sama dag og 1998 ehf. keypti Haga, var það félag veðsett upp í topp og tekni nýjir 30 milljarðar að láni hjá Kaupþingi, eingöngu með veði í hlutabréfum Haga, og án nokkurra persónulegra ábyrgða Jóns Ásgeirs, enda hefur hann marglýst því fyrir þjóðinni, að hún þurfi ekki að hafa áhyggjur af sér, þar sem hann flæki sig aldrei persónulega í neinar skuldir.
Hvað skyldi svo einkahlutafélagið 1998 ehf. hafa gert við þettaa splunkunýja 30 milljarða króna lán? Jú, aurarnir voru notaðir til þess að greiða skuldir Gaums við Kaupþing og Glitni og 15 milljarðar endurlánaðir til Baugs, til að kaupa hlutabréf í sjálfum sér, af aðilum tengdum Jóni Ásgeiri.
Þetta er sama leikfléttan og leikin hefur verið undanfarin ár, þ.e. eitt félag tekur lán, kaupir í öðru eða endurlánar, þangað til köngulóarvefurinn er orðin svo stór og flæktur víða um heim og allar þær skattaparadísir sem finnast, að mörg ár mun taka að rekja upp allan vefinn.
Þessir kappar eru ekki stóreignamenn, heldur raðskuldarar.
![]() |
Salan á Högum dró úr tjóni Kaupþings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.9.2009 | 08:29
Ósýnilegi maðurinn
Jóhanna Sigurðardóttir, meintur forsætisráðherra, virðist telja að það sé hluti af forsætisráðherrastarfinu að vera í feluleik við almenning í landinu og fjölmiðla, ekki síst erlenda fjölmiðla. Hún telur sjálfa sig ámóta sýnilega og aðra forsætisráðherra, en virðist ekki skilja, að nú eru aðrir tímar í þjóðfélaginu og hlutverk forsætisráðherra á að vera að tala upp atvinnulífið og telja kjark í þjóðina og efla trú hennar á framtíðina.
Það er afar lýsandi fyrir afstöðu hennar, það sem fram kemur í fréttinni; "Það vakti athygli blaðamanns þegar hann bjó sig undir að taka viðtal við leiðtoga þjóðarinnar að starfsfólk hótelsins, Hilton Reykjavík Nordica, hafði ekki hugmynd um hvað stæði til. Óvissa ríkti um viðtalsstaðinn og gerðu blaðamenn um hríð ráð fyrir að ná tali af forsætis- og fjármálaráðherra í anddyri hótelsins. Þegar Jóhanna gekk inn í hótelið kom það henni í opna skjöldu að til stæði að efna til blaðamannafundar. Að fundinum loknum var heldur ekki gert ráð fyrir að blaðamenn þyrftu næði eða stað til að skrifa á netið."
Undirbúningurinn var ekki betri en þetta og hinn meinti forsætisráðherra ekki betur undirbúinn, þrátt fyrir að um morguninn hefði verið tilkynnt um blaðamannafund á Hilton síðdegis.
Það er ekki ofsagt, að kauðshátturinn er fastur fylgifiskur meints forsætisráðherra og vinnuflokks hennar.
![]() |
Ekkert síður sýnileg en forverar hennar í forsætisráðuneytinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)