Án lausnar, en biðst ekki lausnar.

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa boðað í langan tíma, að lausnir vegna vanda heimilanna í landinu séu innan seilingar og nú síðast boðaði Árni Páll, félagsmálaráðherra, að tillögur yrðu lagðar fram þann 24. september, eða eftir tvo daga.

Nú segir Jóhanna, meintur forsætisráðherra, að ýmsar aðgerðir séu til athugunar, en ekkert sé fast í hendi ennþá, en segir:  "Hins vegar væri alveg ljóst að gripið yrði til aðgerða til handa heimilunum fyrir áramót. Á því væri enginn vafi."

Önnur og einfaldari mál vefjast hins vegar ekki fyrir ríkisstjórninni, eða eins og fram kemur í fréttinni:  "Forsætisráðherra boðar jafnframt frekari skattahækkanir og hvers kyns álögur til að stoppa í það mikla gat sem hrunið hefur skilið eftir í fjárlögunum."  Um skattaæði ríkisstjórnarinnar hefur oftar en einu sinni verið fjallað á þessu bloggi, og til að forðast endurtekningar, skal t.d. bent á þetta blogg  hérna

Þau orð Jóhönnu, að hún hyggist halda áfram störfum út allt kjörtímabilið, verður að taka sem mjög alvarlega hótun.


mbl.is Lausn í Icesave í sjónmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrælahöfðingjar forsmá Alþingi

Þjóðinni til áratuga þrælkunar og sjálfum sér til árhundraða smánar, gengu Svavar Gestsson og Indriði H. Þorláksson í umboði ríkisstjórnarinnar frá "samningi" við Breta og Hollendinga um að skattgreiðendur á Íslandi skyldu taka að sér að greiða Icesave skuldir Landsbankans, og lofuðu ríkisábyrgð, sem alls ekki var gert ráð fyrir í tilskipun ESB um innistæðutryggingasjóði.

Alþingi reyndi að sníða þennan þrælasamning að hugsanlegri greiðslugetu þjóðarbúsins á næstu fimmtán árum, með fyrirvörum við samninginn og skyldi ríkisábyrgðin ekki taka gildi, fyrr en Bretar og Hollendignar hefðu samþykkt þá, með undirskriftum sínum.

Eins og yfirgangsmanna er siður, hafa þrælapískararnir farið algerlega sínu fram í þessu máli og taka ekkert mark á vilja Alþingis.  Ríkisstjórnin er svo mikil undirlægja, að hún reynir nú allt sem hún getur til þess að fara fram hjá samþykkt Alþingis og ganga að skilmálum húsbænda sinna í Bretlandi og Hollandi, sem beita ESB og AGS, sem stórskotaliði fyrir sig í þessari þjóðaránauð.

Það er ömurlegt að horfa upp á ríkisstjórnina skríðandi á hnjánum, með beran og blóðrisa bossann, undan svipuhöggunum. 


mbl.is Sér ekki flöt á bráðabirgðalögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt hjá Þorsteini Má

Íslenskar útgerðir hafa verið reknar á erlendum lánum, áratugum saman, bæði hafa þær tekið erlend lán til kaupa og smíði fiskiskipa, sem og afurða- og rekstrarlán.  Þetta er afar eðlilegt hjá fyrirtækjum, sem afla tekna sinna að stórum hluta í erlendum gjaldeyri.

Það verður að teljast til stórtíðinda, að sjávarútvegsráðherra skuli ekki vera kunnugt um þetta, hvað þá ef hann veit ekki, að erlendir aðilar mega ekki eiga íslenskar útgerðir.  Lán til útgerða og eignarhlutur í útgerð eru alls óskildir hlutir.

Þetta eru svo einfaldar staðreyndir, að málið væri ekki fréttnæmt, nema fyrir þvaðrið og vitleysuna í Jóni Bjarnasyni.

Lágmarkskrafa er, að ráðherrar hafi lágmarksþekkinu á sínum málaflokki og hlaupi ekki með eintóma þvælu í fjölmiðla.


mbl.is Segir um misskilning sé að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóni Ásgeiri haldið til Haga

Það verður ekki á bankana logið í aðdraganda hrunsins í fyrrahaust.  Alltaf er að koma betur og betur í ljós, hvers konar skollaleikur var leikinn milli banka- og útrásarmógúlanna.  Nýjustu fréttir eru þær að við sölu Haga út úr Baugi, var andvirðinu, með smá hringekju, varið til að láta Baug kaupa hlutabréf í sjálfum sér til þess að losa Jón Ásgeir og frú við að tapa þeim í gjaldþroti Baugs.

Í fréttinni segir:  "Kaupin á Högum voru fjármögnuð með láni frá Kaupþingi. Voru 15 milljarðar af söluverðinu síðan nýttir til þess að kaupa hlutabréf í Baugi Group af eigendum félagsins, þ.e. Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og tengdum aðilum eins og Gaumi, Gaumi Holding og félögum í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, sem greiddu síðan eigin skuldir við Kaupþing í staðinn."  Hugmyndaflugið hefur verið frjótt hjá þessum görpum, enda allt gert til þess að bjarga þeirra eigin skinni, auðvitað á kostnað kröfuhafa.

Við þennan gjörning eignaðist Baugur 20% í sjálfum sér, sem er algerlega ólöglegt, en svoleiðis smámunir stóðu að sjálfsögðu ekki í vegi fyrir þessum tilfæringum.  Allt til að reyna að bjarga andliti og einkabuddu Jóns Ásgeirs.

Ekki er að undra að eins klókur náungi og Jón Ásgeir, skuli skipaður í stjórnir fyrrum Baugsfyrirtækja í Bretlandi, sem nú eru í greiðslustöðvun og undir handarjaðri skilanefnda gömlu bankanna.

Jón Ásgeir er vonandi á góðum launum þar, svo hann geti "endurfjármagnað" heimilisbókhald sitt.


mbl.is Söluverð til kaupa bréfa af eigendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband