Árni Páll segir aðeins hálfa söguna - eins og vanalega

Árni Páll, félagsmálaráðherra, sem á það eina markmið í stjórnmálum, að koma Íslandi inn í ESB, með góðu eða illu, hefur á sínum ráðherraferli ekki komið með eina einustu tillögu, hvorki til úrbóta, eða annars, á vandamálum þjóðfélagsins, heldur hefur hann komið með alls kyns yfirlýsingar, sem hann hefur svo dregið til baka og verið að hörfa úr einu víginu í annað, undan kröfum skuldsettra heimila um einhverskonar aðgerðir til aðstoðar.

Nú kemur hann með þessa yfirlýsingu:  "Það kemur ekki til greina að skerða atvinnuleysisbætur og álögur á atvinnurekendur verða ekki auknar, þar sem atvinnulífið ber það ekki sagði Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra í fréttum RÚV í dag en allt útlit er fyrir að Atvinnuleysistryggingasjóður tæmist um mitt næsta ár. Ríkissjóður verði að koma til móts við sjóðinn með framlögum og þá vonast Árni Páll til að hægt verði að draga úr atvinnuleysi á næsta ári."

Árni Páll ætti að vita, þar sem hann er ráðherra, að ríkissjóður er galtómur og væntanlega er Árni Páll, eins og aðrir ráðherrar, á fullri ferð að móta niðurskurðartillögur uppá tugi milljarða króna ásamt því að móta hækkanir á öllum sköttum sem fyrir eru og að finna upp alls kyns nýja skatta, til þess að klóra saman fjárlög fyrir næsta ár.

Það sem er rétt hjá Árna Páli er, að atvinnulífið ber ekki auknar álögur, en hvaðan ætlar Árni Páll að fá fjármagn í ríkissjóð til þess að standa undir framlögum í Atvinnuleysistryggingasjóð?

Auðvitað svarar hann því ekki, en peningar í ríkissjóð koma ekki frá neinum öðrum en skattgreiðendum.  Hann er því að boða aukaskattahækkanir í þessum tilgangi á almenning í landinu.

Árni Páll er ekki betri sögumaður en svo, að hann segir fólki einungis hálfa söguna.


mbl.is Ríkið komi til móts við sjóðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baktjaldamakk Ögmundar

Allir hljóta að muna eftir látunum, þegar fyrrverandi heilbrigðisráðherra vildi loka skurðdeildum á St. Jósefsspítala og flytja starfsemina í Reykjanesbæ, en þar eru nýlegar, en ónýttar skurðstofur.  St. Jósefsspítala átti síðan að nota sem öldrunardeild, en þær skortir tilfinnanlega nú um stundir.

Gífurleg mótmæli voru uppskrúfuð af þessu tilefni og manna harðast gekk fram í gagnrýninni þáverandi óbreyttur þingmaðu og formaður BSRB, en núverandi heilbrigðisráðherra, Ögmundur Jónasson og sagði þetta kolranga stefnu og að í allar breytingar yrði að fara með samráði við starfsfólk.  Eftir að hann settist í ráðherrastól, var hans fyrsta verk, að afturkalla þessar ráðstafanir forvera síns í starfi og boðaði nýja tíma í heilbrigðisþjónustunni.

Nú stendur Ögmundur blóðugur upp fyrir axlir í niðurskurði heilbrigðiskerfisins og kemur tvískinnungur hans best fram í lokaorðum fréttarinnar:  "„Síðast þegar leggja átti niður starfsemi St. Jósefsspítala lofaði heilbrigðisráðherra víðtæku samráði og óskertri þjónustu. Nú virðist hins vegar vera ætlunin að leggja starfsemina niður hægt og hljótt,“ segir Sigurjón Vilbergsson, sérfræðingur í lyflæknisfræði og meltingarsjúkdómum við St. Jósefsspítala."

Ráðherrarnir, sem boðuðu opna og gegnsæja stjórnsýslu, skilja þennan frasa alls ekki sjálfir, enda hefur aldrei viðgengist annað eins pukur í stjórnsýslunni og hefur verið á valdatíma þessarar ríkisstjórnar.


mbl.is St. Jósefsspítala lokað hægt og hljótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útlit fyrir skertar bætur

Nýlega var tryggingagjald, sem er í raun launaskattur, sem lagður er á atvinnureksturinn í landinu, nánast tvöfaldað, en það mun eftir sem áður ekki geta staðið undir nema rúmlega helmingi áætlaðra atvinnuleysisbóta á næsta ári.

Ótrúlegt er að ríkisstjórnin láti sér detta í hug, að hækka gjaldið meira, þó skattaóð sé, og ef ekki tekst að útvega lán fyrir Atvinnuleysistryggingasjóð, stefnir í mikið óefni, þar sem ríkissjóður mun ekki verða aflögufær til þess að leggja sjóðnum til fjármuni.

Eina raunverulega ráðið til að vinna bug á þessum vanda, er að koma atvinnulífinu í fullan gang og minnka þar með atvinnuleysið.  Ríkisstjórnin hefur ekkert gert í þessa veru, þvert á móti hefur hún dregið lappirnar og þvælst fyrir, eins og hún er megnug till, öllum aðgerðum til þess að koma af stað virkjanaframkvæmdum og stóriðjuuppbyggingu, sem þó væri fljótlegasta aðgerðin til að koma skriði á atvinnulífið.

Sennilega mun þessi ráðalausa ríkisstjórn grípa til fljótlegustu og auðveldustu leiðarinnar til að leysa vanda Atvinnuleysistryggingasjóðs og það er að stórlækka atvinnuleysisbætur.


mbl.is Atvinnuleysistryggingasjóður að tæmast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband