Kreppan er ekki stjórnmálamönnum að kenna

Geir Haarde segir í sænskum viðtalsþætti að breyta hefði evrópskum reglum um bankana og sér eftir því að hafa ekki beitt sér fyrir því, ásamt því að efla hefði þurft Fjármálaeftirlitið.  Þetta er alveg rétt hjá Geir, en hinsvegar sogðai bankakerfið til sín allt besta og reyndasta fólkið frá Fjármálaeftirlitinu, með launayfirboðum og einnig hefur komið fram frá starfsmönnum eftirlitsins, að þegar þeir komu í bankana til að gera athugasemdir, þá tók á móti þeim her lögmanna, endurskoðenda og hagfræðinga, sem "jörðuðu" allar athugasemdir.

Enginn stjórnmálamaður gat séð hrunið fyrir, hvað þá alla þá spillingu, sem þreifst innan bankakerfisins og milli bankanna og útrásarmógúlanna.  Sá svikavefur varð auðvitað bankakerfinu að falli, þegar lokaðist fyrir þau erlendu lán, sem bankamennirnir notuðu til að keyra svikamylluna.

Mikill áróður hefur verið rekinn um allt þjóðfélagið, ekki síst á blogginu, að allt hrunið sé stjórnmálamönnum, sérstaklega Sjálfstæðismönnum,  að kenna, en upp á síðkastið er fólk farið að sjá og skilja, að svo er auðvitað alls ekki, heldur er um að kenna heimskreppunni og henni til viðbótar bætist svo hið ótrúlega Matadorspil, sem spilað var af banka- og útrásarmógúlum.

Eftir því sem menn gera sér betri grein fyrir þessu, eykst fylgi Sjálfstæðisflokksins, eins og sést nú í hverri skoðanakönnunninni á eftir annarri.


mbl.is Hefðu átt að minnka umsvifin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband