27.8.2009 | 15:38
Bakari hengdur fyrir smið
Það er merkilegt að nokkrir mótmælendur skyldu beina mótmælum sínum að því, að reyna að hindra viðtal blaðamanns mbl.is við Hannes Hólmstein Gissurarson, í stað þess að láta ekkert trufla sig frá aðalatriði málsins, sem var að mótmæla samþykkt Alþingis á ríkisábyrgð vegna Icesave skulda Landsbankans.
Þó Hannes hafi haft umdeildar skoðanir á efnahagsmálum undanfarna áratugi, var hann hvorki banka- eða útrásarvíkingur, en það voru þeir, sem komu þjóðinni í þann efnahagsskít, sem hún er nú djúpt sokkin í. Þó Hannes hafi barist fyrir frelsi á öllum sviðum og ekki síst í viðskiptum, er ekki vitað til þess að hann hafi varið glæpastarfsemi á þeim vettvangi.
Það voru ekki skoðanir Hannesar eða hans hugsjónir, sem réðu ferðinni í efnahagslífinu undanfarin ár, heldur byggðist kerfið fyrst og fremst upp eftir regluverki ESB í gegnum þátttöku Íslands í Evrópska efnahagssvæðinu og eins og allir vita, verða Íslendingar að taka tilskipanir ESB inn í sína löggjöf.
Mótmæli verða að beinast í réttar áttir.
![]() |
Aðsúgur að Hannesi Hólmsteini |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.8.2009 | 13:24
Icesave gegn þjóðinni
Nú reynir almenningur (nema kjósendur Samfylkingarinnar) að framleiða eins mikinn hávaða gegn þrælasamningnum um Icesave skuldir Landsbankans, sem því miður virðist samt ekki muni duga til að snúa Alþingi af villu síns vegar.
Icesave er skuld Landsbankans og kemur þjóðinni og ríkissjóði nákvæmlega ekkert við, enda bannar tilskipun ESB um innistæðutryggingasjóði, ríkisábyrgð á slíka tryggingasjóði, vegna þess að ef einstök lönd veita slíkar ríkisábyrgðir, skekkir það samkeppnisgrundvöll banka innan ESB. Þess vegna má Alþingi alls ekki samþykkja slíka ríkisábyrgð.
Það er dapurlegt að hlusta á þingmenn og ráðherra tala frekar máli kúgaranna, heldur en að halda fram málstað sinnar eigin þjóðar og reyna að réttlæta þessar gerðir sínar með því, að þannig skapist á ný traust og trú útlendinga á íslensku efnahagslífi og íslensku krónunni.
Þeir ættu frekar að reyna að efla traust og trú sinna eigin þegna, á því, að þeir séu færir um að leysa úr þeim vanda, sem þjóðin stendur frammi fyrir innanlands.
![]() |
Hávaði gegn Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.8.2009 | 10:40
Greiðslugeta eða greiðsluvilji
Ekki skal gert lítið úr greiðsluvanda íbúðareigenda um þessar mundir, en varla getur það talist dæmigert fyrir erfiðleikana að tiltaka vanda hjóna, sem bæði hafa atvinnu, sem skulda 8,7 milljónir í húsnæðislán. Vafalaust er íbúðin orðin of lítil fyrir fjölskylduna og ekki selst hún núna, frekar en aðrar íbúðir, hvorki í Reykjavík eða annarsstaðar á landinu.
Ef ekki er raunveruleg greiðslugeta til að greiða af 8,7 milljóna húsnæðisláni, hvernig ætti þá að vera hægt að stækka við sig og fara í stærri og dýrari íbúð? Spurningin sem vaknar, er einmitt sú, hvort hér sé um skort á greiðslugetu að ræða, eða skort á greiðsluvilja. Það er tvennt ólíkt.
Fjölmiðlar mega ekki missa sig alveg í umræðunni um greiðsluvanda heimilanna og fara svo langt, að fjalla um greiðsluvilja einstakra skuldara, þegar raunverulegi vandinn er greiðluerfiðleiki margra heimila, sem eru með margfalt meiri greiðslubyrði, en sem nemur 8,7 milljóna húsnæðisláni.
Þessi frétt hlýtur að valda mörgum heilabrotum hjá þeim sem raunverulega berjast í bökkum.
![]() |
Greiðsluviljinn að hverfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)