Niðurlæging Samfylkingarinnar, Steingríms J., Indriða og Svavars

Loksins hefur tekist að koma einhverju viti fyrir Samfylkinguna og þann hluta VG, sem styður Steingrím J., vegna hins skelfilega samnings, sem Svavar Gestsson og Indriði G. Þorláksson gerðu við Breta og Hollendinga í umboði og þökk ríkisstjórnarinnar.

Bretar og Hollendingar voru búnir að setja þvílíkan skuldaklafa á íslensku þjóðina inn í nauðasamninginn, að varla nokkrir aðrir en Samfylkingarmenn, sem allt vilja gera til að komast inn í ESB, og Steingrímur J. og örfáir stuðningsmenn hans, hafa getað sætt sig við afarkostina.  Íslenska samninganefndin taldi sig ekki þurfa nokkra sérfræðiaðstoð við samningagerðina, enda varð samningurinn einhliða uppgjöf fyrir skilyrðum stríðsherra Breta og Hollendinga.

Nú er hins vegar sett á fót nefnd fimm lögfræðinga, til þess að semja skilyrði við ríkisábyrgðina, sem á að vera þannig orðuð, að í raun sé verið að hafna samningi Svavars og félaga, án þess að segja það alveg berum orðum. 

Niðurlæging Steingríms J., Samfylkingarinnar og samninganefndarinnar getur varla orðið meiri.


mbl.is Fundur í fjárlaganefnd klukkan 15
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stýrivextir hafa kannski áhrif og kannski ekki segir peningastefnunefnd

Helsta yfirlýsta markmið ríkisstjórnarinnar og seðlabankans, og til þess var skipt um seðlabankastjóra, var að styrkja gengi krónunnar og lækka verðbólguna.  Nú segir seðlabankastjórinn, að ekki sé hægt að lækka stýrivexti, vegna þess hve veik krónan sé og að ennþá sé verðbólgan of mikil og hafi í raun farið hækkandi síðustu þrjá mánuði.

Í yfirlýsingu Peningastefnunefndar er farið yfir forsendur vaxtaákvörðunarinnar og þar segir m.a:  "Engin skýr merki eru um að lækkun stýrivaxta fyrr á þessu ári eigi umtalsverðan þátt í því að farið sé í kringum höftin, að innstæður á gjaldeyrisreikningum hafi aukist, eða að hún skýri almennt lágt gengi krónunnar. Þó er ekki heldur hægt að útiloka slík tengsl."

Peningastefnunefnd veit sem sagt ekki hvort vaxtalækkun hefur nokkur einustu áhrif á gengi krónunnar, þrátt fyrir höftin, en samt eru aðalrökin fyrir því að lækka vextina ekki þau, að gengið sé ennþá lágt, en hafi að vísu staðið í stað frá síðustu stýrivaxtaákvörðun.

Þetta geta varla talist traustvekjandi skýringar að hálfu seðlabanka, sem vill láta taka sig alvarlega.


mbl.is Gengi krónunnar skýrir vaxtaákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska viðskiptamódelið lifir í heimalandinu.

Á "velmektarárum" útrásarvíkinganna "keyptu" þeir fyrirtæki um allar jarðir, skiptu þeim upp, skuldsettu rekstrarfélögin, settu allar fasteignir inn í fasteignafélög og greiddu svo sjálfum sér nánast allt eigið fé félaganna, sem arð.  Öll "kaupin" voru framkvæmd með lánsfé frá íslenskum og alþjóðlegum bönkum og þetta snilldarbragð kölluðu þeir "íslenska viðskiptamódelið", sem væri svo snjallt, að engir skildu það, nema íslenskir banka- og útrásarmógúlar.

Nú er þessi spilaborg öll hrunin, með skelfilegum afleiðingum fyrir íslensku þjóðina, reyndar svo skelfilegum, að enginn getur skilið til fulls "íslenska banka- og viðskiptahrunið", frekar en nokkur maður skildi "íslenska viðskiptamódelið" á sínum tíma.

Enn virðist vera að koma í ljós, að önnur viðskiptalögmál eigi að gilda á Íslandi, en erlendis, því nú er verið að skipta upp Fasteignafélaginu Landic Property hf., einu af Baugsfélögunum sem eru í greiðslustöðvun, eða eins og segir í fréttinni:  "Viðar Þorkelsson, forstjóri Landic Property segir í fréttatilkynningu: „Ég er ánægður með að okkur hefur tekist að ljúka þessari sölu en með nýju eignarhaldi fasteignanna verða þær og rekstur verslana á sömu hendi. Þessi samningur er mikilvægur áfangi í endurskipulagningu Landic Property sem í framhaldinu mun einbeita sér að rekstri fasteigna á Íslandi""

Samkvæmt áliti forstjórans, er það mikill kostur að bæði fasteignirnar og rekstur verslananna verði á sömu hendi í Danmörku, en á Íslandi verði haldið áfram að reka fasteignirnar innan Landic Property, en verslanareksturinn verður áfram rekinn sér, innan Bónusveldisins.

Íslenska viðskiptamódelið lifir áfram góðu lífi í föðurlandinu.

 


mbl.is Landic selur fasteignir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband