Bjarni var ekki í Baugsliðinu

Bjarni Ármannsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu, með skýringum á peningalegum millifærslum á hans vegum, milli landa, vikurnar fyrir bankahrunið og í fljótu bragði sýnast hans skýringar geta staðist.

Eins og fram kemur í yfirlýsingunni, hætti Bjarni sem forstjóri Glitnis, einu og hálfu ári fyrir bankahrunið og var löngu fluttur til Noregs, þegar að því kom.  Einhversstaðar kom fram, að hann væri nú að flytja aftur til Íslands og þá líklega til Akureyrnar, en það verður ekki selt dýrar en það var keypt.

Ef minnið er ekki að svíkja, hvarf Bjarni frá Glitni þegar Baugsliðið náði eignarhaldi á meirihluta hlutafjár í bankanum og vegna þess að ekki hafði verið kært með Bjarna og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, var Bjarni látinn hætta og Lárus Welding keyptur til Glitnis og fékk einhverja millljónatugi (eða hundruð) fyrir að mæta í vinnuna.

Bjarni ber mikla ábyrgð á því bankakerfi, sem byggðist upp eftir einkvæðingu bankanna og getur ekki vikist undan henni, en ástæðulaust er að gera honum upp einhverjar misgjörðir innan bankanna löngu eftir að hann hætti þar störfum.

Hvernig Bjarni eignaðist alla þessa peninga, með háum launum, kaupaukum, arði og söluhagnaði, er allt önnur Ella og ekki öllum hugnanleg.


mbl.is Bjarni Ármannsson: Eðlileg fjárstýring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hótanir eða loforð

Þingmenn í Hollandi keppast við að gagnrýna ákvörðun utanríkisráðherra ESB landanna fyrir að samþykkja að vísa umsókn Íslands um aðild að ESB til ráðherraráðs ESB.  Hefðu þeir viljað að fulltrúi Hollands beitti neitunarvaldi til þess að koma í veg fyrir framgang umsóknarinnar.

Þarna virðast vera á ferðinni þingmenn margra flokka á Hollenska þinginu, eða eins og segir í fréttinni:  "Bæði þingmenn kristilegra demókrata og Verkamannaflokksins hafa sagt að ekki komi til greina að Ísland fái aðild að ESB nema staðið sé við Icesave-samkomulagið.

Þingmaður Verkamannaflokksins, Luuk Blom, segist hins vegar ekki mótmæla því að umsókn Íslands hafi fengið framgang, Því að lokum séu það þjóðþing aðildarríkja ESB sem ákveði hvort Ísland fái inngöngu í Evrópusambandið."

Ekki er hægt að skilja þetta öðruvísi en svo, að Hollenska þingið muni aldrei samþykkja Ísland inn í ESB, nema staðið verði við Icesave-samkomulagið, hvað svo sem það táknar.  Þýðir það að umsóknin verði ekki samþykkt fyrr en eftir fimmtán ár, þegar útséð yrði um að Ísland myndi greiða Icesave ruglið að fullu, ef ríkisábyrgðin verður þá samþykkt af Alþingi?

Það mætti taka þessa hótun sem loforð um stuðning við baráttu Íslendinga gegn ESB.

 


mbl.is Gagnrýna utanríkisráðherra ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver segir satt?

Franek Rowsakowski, landsstjóri, sagði í fréttum um helgina, að AGS hefði ekki sett nein skiyrði um samþykki ríkisábyrgðar á Icesave skuldum Landsbankans, fyrir endurskoðun áætlunar AGS og ríkissjóðs, en hinsvegar hefðu norðurlöndin sett slíkt skilyrði fyrir afgreiðslu sinna lána til Íslands.

Við undirritun lánasamninga við norðurlöndin sögðu fulltrúar þeirra, að frágangur Icesaveuppgjafaskilmálans við Breta og Hollendinga væri ekki skilyrði fyrir lánveitingunum.  Lánin yrðu afgreidd í fjórum hlutum, sem fylgdu endurskoðun samstarfsáætlunarinnar.  Nú segir Rowsakowski, landsstjóri, að AGS muni ekki taka mark á undirskrifuðum lánasamningum, heldur verði AGS að sjá peningana frá norðurlöndunum, áður en AGS afgreiðir sín mál.  Þar með er allt málið farið að snúast í hringi.

Nú segir Steingrímur, fjármálajarðfræðingur, að hann hafi fengið staðfestingu Rowsakowskis á því, að ríkisstjórnin hafi staðið við allt sitt, til þess að AGS geti gengið frá málunum á mánudag.  "Þannig að það verður þá eitthvað annað en það sem stendur upp á íslensk stjórnvöld sem kæmi til með að tefja fyrirtöku málsins,“ segir Steingrímur.

Hver er að segja satt um þetta?  Er AGS kominn í einhvern sálrænan hernað fyrir Breta og Hollendinga?

Sannleikurinn hlýtur að koma í ljós í síðasta lagi þriðja ágúst n.k.


mbl.is Bagalegt ef fyrirtaka AGS tefst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir með flensu

Aldrei í manna minnum hefur eins mikill fréttaflutningur verið um nokkra flensu, eins og svínaflensuna, nema vera skyldi um fuglaflensuna, sem aldrei varð að raunverulegum faraldri.  Árlega, jafnvel tvisvar á ári, ganga flensufaraldrar yfir heimsbyggðina og þeim fylgja dauðsföll, án þess að skilgreint sé í fjölmiðlum nákvæmlega hve margir látast í hverju landi fyrir sig, né hversu margir smitast.

Svínaflensan virðist ekki hafa verið mjög frábrugðin þessum árlegu inflúensum og því er vandséð, hvers vegna þessi gífurlegi fréttaflutningur er af þessum faraldri, fram yfir aðra, fyrst hann er, a.m.k. ekki ennþá, skæðari eða lífshættulegri en aðrir sambærilegir. 

Undirrót hræðslunnar vegna svínaflensunnar, er óttinn við stökkbreytingu veirunnar og að hún verði þá mannskæð á við Spönsku veikina á fyrri hluta síðustu aldar.  Þangað til af því verður, ef það verður nokkurntímann, virðist vera lítil ástæða til þess að birta nákvæmt bókhald yfir sýkta í hverju landi fyrir sig.

Nema framleiðsla og sala bóluefnis og annarra flensulyfja eigi að vera hluti af endurreisn efnahagslífsins í sumum löndum og því sé þetta vel heppnaður auglýsingaáróður.


mbl.is Heimsbyggðin öll í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annar hópur þjóða?

Össur Skarphéðinsson, grínari og oft sagður utanríkisráðherra, segir að eftir að Bandaríkjamenn fóru héðan árið 2006, "þurftum við virkilega að leita að öðrum hópi til að tilheyra".  Jafnvel utanríkisráðherra ætti að muna að Bandaríkjamenn voru hér á vegum Nato, sem Íslendingar voru aðilar að og eru reyndar ennþá.  Eftir að Bandaríski herinn fór, var gerður samningur við aðrar Natoþjóðir um loftrýmiseftirlit við Ísland og annað Natosamstarf gengur áfram óbreytt frá því sem áður var.

Þetta er því undarleg yfirlýsing frá grínaranum, nema hann sé að gefa í skyn, að þegar ESB stórríkið verði formlega búið að koma sér upp sameiginlegum her, að þá muni Ísland sækjast eftir því að ESBherinn setji upp herstöðvar á Íslandi, til þess "að vernda okkur" eins og Bandaríkjamenn gerðu áður.

Þó Bandaríkjamenn séu samsetningur ýmissa þjóðabrota, er ekkert endilega sjálfgefið að Ísland gerist örhreppur í stórríki Evrópu framtíðarinnar, frekar en að það gerist 51. ríki Bandaríkjanna.  Kannski væri það bara betri kostur, þegar allt kemur til alls.

Einnig mætti athuga hvort aðild að NAFTA væri ekki betri kostur en aðild að ESB.


mbl.is „Getum lifað án Evrópu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband