Annar hópur þjóða?

Össur Skarphéðinsson, grínari og oft sagður utanríkisráðherra, segir að eftir að Bandaríkjamenn fóru héðan árið 2006, "þurftum við virkilega að leita að öðrum hópi til að tilheyra".  Jafnvel utanríkisráðherra ætti að muna að Bandaríkjamenn voru hér á vegum Nato, sem Íslendingar voru aðilar að og eru reyndar ennþá.  Eftir að Bandaríski herinn fór, var gerður samningur við aðrar Natoþjóðir um loftrýmiseftirlit við Ísland og annað Natosamstarf gengur áfram óbreytt frá því sem áður var.

Þetta er því undarleg yfirlýsing frá grínaranum, nema hann sé að gefa í skyn, að þegar ESB stórríkið verði formlega búið að koma sér upp sameiginlegum her, að þá muni Ísland sækjast eftir því að ESBherinn setji upp herstöðvar á Íslandi, til þess "að vernda okkur" eins og Bandaríkjamenn gerðu áður.

Þó Bandaríkjamenn séu samsetningur ýmissa þjóðabrota, er ekkert endilega sjálfgefið að Ísland gerist örhreppur í stórríki Evrópu framtíðarinnar, frekar en að það gerist 51. ríki Bandaríkjanna.  Kannski væri það bara betri kostur, þegar allt kemur til alls.

Einnig mætti athuga hvort aðild að NAFTA væri ekki betri kostur en aðild að ESB.


mbl.is „Getum lifað án Evrópu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Það þarf einhver að upplýsa Össa um utanríkismál. Hann heldur að Nato sé bær í BNA.  Það er grátbroslegt að sjá svona viðtal við utanríkisráðherra landsins við erlenda fréttamenn.  ,,Að við séum að leita að öðrum hópi til að tilheyra"  Kannski það verði þá ekki homos sapiens"

Gunnar Þórðarson, 28.7.2009 kl. 09:17

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Össur segir líka að "ein ástæða fyrir því að Íslendingar hafi ákveðið að sækja um aðild að Evrópusambandinu sé sú að nú standi yfir endurskoðun á utanríkisstefnu og öryggismálum landsins."

Að Íslendingar hafi ákveðið!

Hvaða Íslendingar?

Þetta mál kom aldrei upp í kosningabaráttunni. Þetta er makalaust bull í manninum. Það er á hreinu að þetta er ekki eitthvað sem kjósendur greiddu atkvæði um. Bara alls ekki. Þetta undirstrikar þá skoðun Samfylkingarinnar að kjósendur eru ekki þjóðin.

Haraldur Hansson, 28.7.2009 kl. 09:39

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Haraldur, það er hárrétt hjá þér, að það eru engir aðrir Íslendingar, en einhverjir Samfylkingaríslendingar, sem hafa heyrt minnst á, að nú standi yfir endurskoðun á utanríkisstefnu og öryggismálum landsins.

Þetta er náttúrulega svo mikill brandai hjá grínaranum, að hann ætti að vekja athygli fjölmiðla, sem reyndar sjá sárasjáldan ástæðu til að skoða nánar dellurnar, sem falla frá ráðherrunum og allra síst utanríkisuppistandaranum.

Axel Jóhann Axelsson, 28.7.2009 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband