25.7.2009 | 12:24
Hafliði dýri
Þetta uppgjörsmál var til umræðu í gær og þá var Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur, að mótmæla því að um lögfræðikostnað væri að ræða, sem næmi tveim milljörðum, en hann sagði að þetta væri einungis útgreiðslukosnaður af Icesavereikningum, sem næmi að vísu á fjórða milljarð króna, sjá þetta blogg.
Athugasemdirnar í þessari frétt fjalla aðeins um uppgjörið í Bretlandi, en kostnaðurinn við útgreiðslur af rafrænum reikningum í Hollandi er engu minni og spurning hvort ekki verði ríflegur afgangur þar einnig.
Verði svona ríflegur hagnaður af þessum uppgjörum, geta að minnsta kosti einhverjir glaðst vegna þessa Icesave samnings.
Ekki verða það a.m.k. Íslendingar.
![]() |
Niðurlægjandi ákvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.7.2009 | 09:59
Flutningar til og frá
Undanfarna áratugi hafa þúsundir Íslendinga flutt af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins og enginn hefur talið það sérstakt stórmál og ekki verið gert mikið úr því, hvað að baki hefur legið. Atvinnulífið á landsbyggðinni hefur verið mun fábreyttara, en á höfuðborgarsvæðinu, t.d. hefur ekki verið mikið úrval af störfum fyrir menntafólk utan Reykjavíkursvæðisins og miklar breytingar hafa orðið í annarri atvinnustarfsemi, sem ekki hefur getað keppt við fyrirtæki á suðvesturhorninu.
Í þeim mikla uppgangi undanfarinn áratug, sem aðalllega var á höfuðborgarsvæðinu, hafa miklir fólksflutningar orðið þangað af landsbyggðinni og ekki síður erlendis frá. Nú þegar kreppa er skollin á sunnanlands verða óhjákvæmilega einhverjir fólksflutningar þaðan, en þá er ekki að neinu að hverfa á landsbyggðinni, þannig að flutningar fólks geta ekki orðið annað en til annarra landa.
Það, sem takmarkar flutning til útlanda, er að atvinnuástandið víðast erlendis er alls ekki betra en hér á landi, um þessar mundir og því munu miklu færri flytja til útlanda, en annars hefði orðið. Það þykir hins vegar svo mikið fréttaefni, þegar harðnar á dalnum á Reykjavíkursvæðinu, að flutningar fólks þaðan er talinn, af fjölmiðlum, á við verstu náttúruhamfarir, en flutningar af landsbyggðinni aðeins óhjákvæmilegur fylgifiskur eðlilegrar byggðaþróunar.
Í nútíma atvinnuástandi, sem tekur sífelldum sveiflum, eru fólksflutningar líklega merki um dug og kraft þeirra, sem tilbúnir eru að leggja mikið á sig og sína, í baráttunnni fyrir betri lífskjörum.
![]() |
Hundruð flytjast til Noregs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)