Vopnahlés- eða uppgjafarskilmálar?

Fjármálajarðfræðingur ríkisstjórnarinnar þreytist ekki á því að dásama samninginn um ríkisábyrgð á Icesave skuldum Landsbankans og ekki heldur á því, að hóta þjóðinni að allt fari endanlega í rúst í landinu, verði hann ekki samþykktur.  Hann útskýrir þó aldrei hvers vegna Ísland verði að "Norður-Kóreu vestursins", eins og kollegi hans, hagfræðikennarinn í ríkisstjórninni, hefur orðað það svo smekklega.

Án þess að ráðherranefnurnar segi það skýrt og skorinort, má lesa út úr þeirra málflutningi, að Efnahagsbandalag Evrópu og Noregur hafi lýst yfir efnahagslegri styrjöld gegn Íslandi, undir forystu Breta, Hollendinga og Þjóðverja og með hótunum um að koma efnahag þjóðarinnar endanlega á kaldan klaka, verði ríkisábyrgðin ekki samþykkt.

Sé þessi svokallaði Icesave samningur annaðhvort vopnahlés- eða uppgjafaskilmálar sigraðar þjóðar, eiga ráðherrarnir að koma hreint fram og segja þjóðinni sannleikann í málinu, en ekki fara stöðugt í kringum málið eins og köttur í kringum heitan graut. 

Ríkisstjórnin verður að svara því við umræðurnar á Alþingi, hvort lýst hafi verið yfir efnahagslegri styrjöld, formlega eða óformlega, á hendur Íslendingum.  Ef aðrir kostir, en samþykkt ríkisábyrgðarinnar setja allt efnahagslíf á Íslandi í rúst og að í raun verði sett viðskiptabann á landið, þá þarf almennignur að vita af því, því slíkt skaðar engan meira en heimili landsins.

Í venjulegum styrjöldum gildir Genfarsáttmálinn um vernd saklausra borgara. 

Hann gildir greinilega ekki í efnahagslegum stríðum.


mbl.is Dýrustu milljarðar Íslandssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækka ekki vegna ríkisstjórnarinnar

Stýrivextir voru ekki lækkaðir vegna aðgerða og aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar og er nóg að vitna í tvær til þrjár málsgeinar í skýringum Peningastefnunefndar seðlabankans, t.d:  "Þriggja mánaða verðbólga á árskvarða jókst einnig umtalsvert. Árstíðarleiðrétt mældist hún 9,5%, eða 6,3% að áhrifum skattabreytinga frátöldum, eftir að hafa verið nær engin nýlega. Verðbólga á öðrum fjórðungi ársins 2009 var því nokkru meiri en í grunnspánni sem birtist í síðustu Peningamálum."

Árstíðarleiðrétt verðbólga hefur hækkað um 3,2% vegna skattahækkana ríkisstjórnarinnar og svo er ekki hægt að lækka stýrivextina vegna þess að verðbólga er ennþá mikil og krónan veik, en það er hlutverk seðlabankans að styrkja hana.  Vegna frammistöðu ríkisstjórnarinnar er settur þessi fyrirvari í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar:  " Á meðan þessu ferli stendur mun peningastefnunefndin fylgjast grannt með áhrifum aðgerða sinna á gengi krónunnar og verðbólgu. Það gæti falið í sér hækkun vaxta kalli aðstæður á slíkt.

Seðlabankinn útilokar ekki hækkun stýrivaxta til þess að ná markmiðum sínum. Næsta stýrivaxtaákvörðun verður hinn 13. ágúst næstkomandi."

Hér er ekki hægt að segja annað en amen.


mbl.is Veik króna skýringin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonsvikinn Steingrímur - vonsviknari þjóð

Fjármálajarðfræðingur ríkisstjórnarinnar er vonsvikinn vegna þess að seðlabankinn lækkaði ekki stýrivexti í morgun niður fyrir 12%.  „Það ber ýmislegt til en ég held að aðalatriðið sé að horfurnar framundan séu í þessa átt,“ segir Steingrímur og bendir á að gengi krónunnar og verðbólgan leiki stórt hlutverk.  Það þýðir ekkert annað en að bíta á jaxlinn og halda áfram,“ segir Steingrímur ennfremur.

Steingrímur ætlar að bíta á jaxlinn og halda áfram, en virðist í afneitun með hvers vegna AGS bannaði seðlabankanum að lækka stýrivextina núna.  Það er auðvitað vegna þess að ríkisstjórninni hefur ekki tekist það höfuðmarkmið sitt, að styrkja gengi krónunnar og eins kyndir stjórnin undir verðbólgunni með skattabrjálæði sínu og afar takmörkuðum sparnaði í ríkisrekstrinum.

Steingrímur er vonsvikinn með verk seðlabankans.

Þjóðin en ennþá vonsviknari með dugleysi ríkisstjórnarinnar.


mbl.is „Engin uppgjöf á dagskrá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða skilyrði?

Í frétt mbl.is er sagt að norðurlöndin hafi sett fram fimm skilyrði fyrir lánveitingum sínum til Íslands.  Tvö skilyrði eru nefnd í fréttinni, það fyrsta að Alþingi samþykki ríkisábyrgð á Icesave skuldum Landsbankans og hitt var það meginskilyrði, að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn aðstoðaði Ísland úr þeim vanda sem hrun bankakerfisins í byrjun október í fyrra skapaði.

Ekkert kemur fram um hvaða þrjú viðbótarskilyrði "vores nordiske venner" settu fyrir sínum rausnarlega "vinargreiða", né hvort þau væru svo ómerkileg, að ekki tæki því að fjalla um þau, eða hvort þeim væri haldið leyndum, eins og svo mörgu öðru í þessu máli í samræmi við þá "opnu og gegnsæju stjórnsýslu"  sem nú er sífellt boðuð af leyndardómsfyllstu ríkisstjórn allra tíma.

Það hefur verið að koma sífellt betur og betur í ljós, að fagurgalinn um samstöðu og vináttu norðurlandanna er í raun falskur söngur, því norðurlöndin tóku fullan þátt í efnahagsstyrjöld Breta og Hollendinga á hendur Íslendingum vegna Icesave.

Máltækið "Ber er hver að baki, nema sér bróður eigi" á ekki lengur við um norðurlöndin, hafi það þá nokkurntíma gert það.


mbl.is Norðurlönd settu skilyrðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband