4.6.2009 | 16:15
Séríslenskt efnahagslögmál
Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum, þ.e. 1%, og Englandsbanki ákvað einnig að halda sínum vöxtum óbreyttum í 0,5%. Íslenski seðlabankinn ákvað hinsvegar að lækka sína stýrivexti um heilt prósent, eða niður í 12%.
Ekki eru allir sáttir við að Evrópski seðlabankinn hafi ekki lækkað stýrivextina nún, eða eins og segir í fréttinni: "Hagfræðingur hjá franska bankanum Societe Generale, James Nixon að nafni, segir í samtali við Bloomberg fréttastofuna, að evrópski seðlabankinn muni að öllum líkindum ekki lækkan stýrivexti sína frekar en orðið er. Hins vegar sé ljóst að að hans mati þurfi frekari aðgerðir að koma til í þeim tilgangi að örva efnahagslífið."
Þegar Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra, hélt hann því fram að almenn efnahagslögmál ættu ekki við á Íslandi og þess vegna þyrfti að viðhalda gjaldeyrishöftum og millifærslusjóðum, sem rugluðu í raun allan rekstur, sérstaklega í sjávarútvegi.
Nú virðist þessi kenning Steingríms, um séríslenskt efnahagslögmál, vera lifnuð við aftur og bæði ríkisvinnuflokkurinn og seðlabankinn virðast aðhyllast þessa hagfræðikenningu.
Ríkisvinnuflokkurinn gerir ekkert í efnahagsmálunum í þeirri von að þetta "reddist einhvernveginn" eins og venjulega og seðlabankinn virðist halda að íslenskt fyrirtæki þoli tíu- til tuttugufalda stýrivexti á við bresk og bandarísk.
Spekingarnir í ríkisvinnuflokknum og seðlabankanum verða að útskýra fyrir skilningslausum almenningi, hvernig þessi séríslenska efnahagsleið á að virka.
Efnahagslífið á Íslandi örvast ekki á meðan enginn skilur hvernig þessir menn hugsa.
![]() |
Óbreyttir vextir Evrópubankans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2009 | 15:14
Írar í ólgusjó kreppunnar
Írland var á undanförnum rúmum áratug talið eitt mesta gósenland Evrópu og ESB sinnar á Íslandi bentu oft á Írland, sem hina einu sönnu fyrirmynd í efnahagsmálum, enda væru þeir með Evru. Þegar heimskreppan skall á, varð ekki algert bankahrun á Írlandi, enda jós írska ríkisstjórnin ómældu fé inn í bankakerfið, til að halda því á floti, sumpart með lánsfé og stundum með yfirtöku. Þar skilur aðallega á milli Íslands og Írlands, þ.e. ekki var hægt að dæla fé úr ríkissjóði í íslensku bankana, vegna hlutfallslegrar stærðar þeirra, miðað við hagkerfið í heild.
Nú berast fréttir af miklum erfiðleikum á Írlandi, eða eins og m.a. segir í fréttinni: "Hagvöxtur á Írlandi var með því mesta sem sást í Evrópu á tímabilinu frá 1997 til 2001, eða yfir 9% að jafnaði á ári. Samdrátturinn verður hins vegar meiri á þessu ári og því næsta en víðast hvar eða í kringu 12%. Þessu spáir rannsóknarstofnun í Dublin, Social Research Institute. Gangi spá stofnunarinnar eftir verður þetta versta útkoma í nokkru inðvæddu ríki frá því í kreppuni miklu á fjórða áratug síðustu aldar."
Til þess að bregðast við kreppunni, ætla Írarnir að lækka laun opinberra starfsmanna og hækka skatta "til að koma landinu upp úr þeim öldudal sem þjóðin gengur nú í gegnum eins flestar aðrar víðast hvar um heiminn".
Annað, sem skilur Írland frá Íslandi, í þessu er að þeir ætla að forðast þann "smánarblett", sem samstarf við AGS setur á þjóðir.
Vonandi gengur þeim vel að komast út úr sínum vandamálum án AGS.
![]() |
Lækka laun og hækka skatta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2009 | 13:21
Menn, mýs og rottur
Í þessu bloggi í morgun var því velt upp að það væru hvorki menn eða mýs, sem réðu ferðinni í seðlabankanum, en niðurstaðan var sú, að þar væru á ferðinni rottur sem nöguðu sundur undirstöður efnahagslífsins, hratt og örugglega, enda yrði afleiðingin dýpri og langvarandi kreppa en annars hefði orðið.
Nú hefur Peningastefnunefnd seðlabankans svarað fyrir þessa nánast enga stýrivaxtalækkun, en í greinargerð hennar kemur m.a. fram að: "Eins og fram kom í maí telur peningastefnunefndin viðeigandi að samspil efnahagsaðgerða færist í átt til aukins aðhalds í fjármálum hins opinbera og slökunar peningalegs aðhalds, að því marki sem það samrýmist gengisstöðugleika. Fyrstu aðhaldsaðgerðir í fjármálum hins opinbera hafa þegar verið samþykktar á Alþingi. Eftir því sem fleiri aðgerðir koma til framkvæmda mun peningastefnunefndin meta áhrif þeirra og afleiðingar fyrir mótun stefnunnar í peningamálum. Nefndin telur að ákvarðanir um aðhaldsaðgerðir sem koma til framkvæmda í ár og skýr skuldbinding stjórnvalda um aðhaldsaðgerðir á árunum 2010-2012 séu grundvöllur þess að endurheimta traust markaðarins og skapa þannig svigrúm til áframhaldandi slökunar peningalegs aðhalds."
Samkvæmt þessari yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar, er rottan sem er að eyðileggja alla möguleika á stýrivaxtalækkunum sjálf ríkisstjórnin, enda gefur nefndin engin fyrirheit um frekari stýrivaxtalækkanir, fyrr en ríkisvinnuflokkurinn hættir að skemma fyrir.
Þetta er dapurleg lýsing á ríkisvinnuflokknum af hendi seðlabankans (og AGS).
![]() |
Seðlabankinn einangrar sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.6.2009 | 10:07
Lettar og Evrutengingin
ESB sinnar halda því einatt fram, að aðalávinningur Íslendinga af ESB aðild væri að þá fengjum við strax fast gengi, með tengingu krónunnar við Evruna.
Lettar og mörg önnur Evrópuríki, sum með Evru, önnur með tengingu við Evruna, eru nú í miklum fjárhagsvandræðum vegna kreppunnar og ekki er Evrópski seðlabankinn að gera nokkurn skapaðan hlut þeim til aðstoðar.
Financial Times er með frétt af erfiðleikum Letta og fram kemur m.a: "Segir í frétt FT að meginástæðan fyrir áhugaleysinu í útboði ríkisskuldabréfanna stafi af því að talið sé að gengi latins, gjaldmiðils Letta, sé of hátt skráð. Nefnt hefur verið að það þurfi að lækka um þriðjung. Forsætisráðherra Letta, Vladis Dombrovskis, vill ekki gera það."
Forsætisráðherra Letta vill ekki lækka gengi Latins vegna andstöðu ESB og Evrópska seðlabankans og er þessi afstaða gjörsamlega að sigla efnahag landsins í kaf, en samdráttur þjóðarframleiðslu var 18% á fyrsta ársfjórðungi og stefnir hærra eftir því sem líður á árið. Í "verstu kreppur veraldar" á Íslandi, er áætlað að þjóðarframleiðsla dragist saman um 10% á þessu ári. Íslands er með sína sjálfstæðu krónu, án tengingar við Evru.
Hvernig ætli standi á því að ESB löndin skuli vera að fara svona miklu verr út úr heimskreppunni heldur en Íslendingar, þar sem varð algert bankahrun?
![]() |
Enginn áhugi á ríkisbréfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.6.2009 | 09:07
Menn eða mýs í seðlabanka?
Í gær var sagt að ákvörðun seðlabankans í dag myndi opinbera hvort menn eða mýs stjórnuðu bankanum. Nú hefur bankinn ákveðið að lækka stýrivexti aðeins um 1%, þannig að nú eru stýrivextir 12%, sem eru 10-12% hærri vextir en í nokkrum öðrum seðlabanka á vesturlöndum.
Spurningunni um menn eða mýs er fullsvarað.
Hins vegar vaknar spurning um hvort þarna séu ekki frekar rottur á ferðinni, sem eru að naga allt efnahagskerfið í sundur, hratt og örugglega, með skelfilegum afleiðingum.
Eitt er víst, að ekki gerir þessi vaxtaákvörðun neitt annað en að framlengja og dýpka kreppuna.
![]() |
Vextir lækkaðir í 12% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)