29.6.2009 | 16:32
Geta og skylda er sitthvað
Ríkisábyrgð á Icesave skuldir Landsbankans er ekki spurnig um getu ríkissjóðs til að standa undir hundruðum milljarða skuldbindingum, heldur um skyldu ríkissjóðs til að taka á sig og bera þennan kross.
Margir lögspekingar og aðrir hafa sýnt fram á að í tilskipun ESB um Tryggingasjóð innistæðueigenda er skýrt tekið fram, að slíkir tryggingasjóðir skuli fjármagnaðir af bönkunum sjálfum og að á þeim skuli ekki vera ríkisábyrgð. Bretar og Hollendingar eru að kúga íslensku ríkisstjórnina til þess að ganga miklu lengra en tilskipunin gerir ráð fyrir og slíkar þvinganir og hótanir stærri þjóða, geta Íslendingar ekki látið yfir sig ganga.
Það er svo kapítuli út af fyrir sig, að viðskiptaráðherra þjóðarinnar skuli tala máli kúgaranna og berjast fyrir þeirra málstað, með því að kalla Íslendinga óreiðumenn, sem í engu er treystandi, eingöngu vegna þess að fólk vill réttláta málsmeðferð fyrir dómstólum. Bretar og Hollendingar fengu það sett í samninginn, að Íslendingar afsöluðu sér öllum rétti til að reka þetta mál fyrir dómstólum og er það auðvitað gert vegna þess, að þeir vita sem er, að þeirra málstaður stæðist ekki fyrir dómi.
Ríkisábyrgðin er ekki spurning um getu, heldur um skyldu.
![]() |
Getum staðið við Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.6.2009 | 15:06
Falin eða týnd gögn
Steingrímur, fjármálajarðfræðingur, segir að fjölmörg gögn eigi eftir að koma fram, sem sýni að ekki hafi verið önnur leið fær, en að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave skuldum Landsbankans. Enginn hefur predikað meira um gegnsæi og opna stjórnsýslu en Steingrímur, fjármálajarðfræðingur, nema vera skyldi allir hinir ráðherrarnir í þessari leynilegu og lokuðu ríkisstjórn.
Vonandi hafa þessi leyniskjöl legið fyrir í morgun, þegar ríkisstjórnin samþykkti ríkisábyrgðina fyrir sitt leyti, að vísu með öllum fyrirvörum frá sumum ráðherrum Vinstri grænna. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma, sem ríkisstjórnin samþykkir að leggja fram frumvarp, sem engin samstaða er um innan stjórnarflokkanna og sennilega fynnst stjórninni þetta vinnulag ennþá sniðugt.
Steingrímur, fjármálajarðfræðingur, og Jóhanna, ríkisverkstjóri, kvarta mikið yfir því hvað öll mál séu erfið, sem ríkisstjórnin sé að fást við, en þau og aðrir ráðherrar geri þó það sem þeir geti. Vandamálið er það, að blessaðir ráðherrarnir eru algerlega getulausir til þess að fást við "þessi erfiðu mál".
Það er hámark getuleysisins, að geta ekki einu sinni sýnt þau skjöl, sem menn hafa undir höndum.
Nema þau séu týnd og þess vegna eigi þau eftir að koma í ljós.
![]() |
Icesave-ábyrgð úr ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2009 | 11:09
Skammarkrókur ESB
Slóvenía og Króatía deila um landamæri, þ.e. um smábæinn Piran og aðgang að hafinu, en Slóvenía hefur afar litla strandlengju miðað við Króatíu. Slóvenía er í ESB og nú þrýstir bandalagið á Króatíu að semja við Slóveníu um málið og hefur hætt aðildarviðræðum við Króatíu, enda stendur ESB með því landinu, sem þegar er orðið aðili að ESB.
Íslendingar hafa haldið, að þeir geti gengið í ESB með þeim skilyrðum sem þeir myndu setja, varðandi sjávarútveg, landbúnað og aðrar auðlindir. Þetta allt slær Krisztina Nagy, talskona Ollis Rehns, stækkunarstjóra ESB, út af borðinu, aðspurð um hvort þessar deilur breyti eitthvað stöðu Íslendinga, ef til umsóknar þeirra kæmi.
Krisztina segir, samkvæmt fréttinni: "Eitt af grundvallaratriðunum í stækkunarstefnu ESB er að sérhver þjóð sem sækir um aðild er metin á eigin forsendum. Sá árangur sem hver þjóð nær fer eftir því hve vel henni gengur að fullnægja skilyrðum fyrir aðild, sagði Nagy."
Árangur þjóða við umsókn að ESB ræðst sem sagt af því hve vel þeim gengur að fullnægja skilyrðum ESB fyrir aðild.
Er ekki kominn tími til að hætta mannalátunum, því þetta sama hefur marg oft komið fram áður.
Þetta er ekkert mjög torskilið.
![]() |
Króötum vísað í skammarkrókinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2009 | 09:25
Aldrei að víkja
Undanfarnar vikur hafa bæjarfulltrúar í Kópavogi, sérstaklega fulltrúar Samfylkingarinnar, með eindregnum stuðningi fjölmiðla og almennings, unnið að því að hrekja Gunnar Birgisson úr starfi bæjarstjóra og nú síðast úr bæjarstjórn, á meðan rannsókn fer fram á viðskiptum Lífeyrissjóðs Kópavogs við Bæjarsjóð Kópavogs.
Nú hefur komið í ljós að Flosi Eiríksson, fulltrúi Samfylkingar, og Ómar Stefánsson, fulltrúi Framsóknarflokksins, bæði í bæjarstjórn og í stjórn lífeyrissjóðsins, höfðu allar upplýsingar um að viðskipti lífeyrissjóðs og bæjarsjóðs væru umfram það, sem löglegt er. Þetta hafa þeir báðir viðurkennt, en þykjast ekki hafa vitað allt um málið. Sem stjórnarmönnum bar þeim að vita allt um þessi viðskipti, enda benda tölvupóstar til þess að svo hafi verið.
Það stórmerkilega er, að hvorki fjölmiðlar né almenningur krefst þess að þessir menn víki, á meðan á rannsókn málsins stendur. Það væri alveg eðlilegt og ekki síst þar sem þeir kröfðust brottfarar Gunnars úr sínum stólum.
Flosi og samfylkingarfélagar hans kyrja núna sönginn: Fram, fram fylking, aldrei að víkja.
![]() |
Vilja ekki tjá sig um póstinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)