Skammarkrókur ESB

Slóvenía og Króatía deila um landamæri, þ.e. um smábæinn Piran og aðgang að hafinu, en Slóvenía hefur afar litla strandlengju miðað við Króatíu.  Slóvenía er í ESB og nú þrýstir bandalagið á Króatíu að semja við Slóveníu um málið og hefur hætt aðildarviðræðum við Króatíu, enda stendur ESB með því landinu, sem þegar er orðið aðili að ESB.

Íslendingar hafa haldið, að þeir geti gengið í ESB með þeim skilyrðum sem þeir myndu setja, varðandi sjávarútveg, landbúnað og aðrar auðlindir.  Þetta allt slær Krisztina Nagy, talskona Ollis Rehns, stækkunarstjóra ESB, út af borðinu, aðspurð um hvort þessar deilur breyti eitthvað stöðu Íslendinga, ef til umsóknar þeirra kæmi.

Krisztina segir, samkvæmt fréttinni:  "„Eitt af grundvallaratriðunum í stækkunarstefnu ESB er að sérhver þjóð sem sækir um aðild er metin á eigin forsendum. Sá árangur sem hver þjóð nær fer eftir því hve vel henni gengur að fullnægja skilyrðum fyrir aðild,“ sagði Nagy."

Árangur þjóða við umsókn að ESB ræðst sem sagt af því hve vel þeim gengur að fullnægja skilyrðum ESB fyrir aðild.

Er ekki kominn tími til að hætta mannalátunum, því þetta sama hefur marg oft komið fram áður.

Þetta er ekkert mjög torskilið.

 


mbl.is Króötum vísað í skammarkrókinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband