Sambandslaus ríkisstjórn

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup er þjóðin mjög áhugalítil um inngöngu í ESB, eða eins og fram kemur í fréttinni:  "Samkvæmt könnuninni telja 41,9% þeirra sem tóku þátt í könnuninni frekar eða mjög mikilvægt að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið um inngöngu Íslands. 44,3% telja hins vegar að ríkisstjórnin eigi að leggja litla eða frekar litla áherslu á aðildarviðræður við Evrópusambandið."

Það sem ráðherrar ríkisvinnuflokksins virðast hinsvegar ekki vita um hug þjóðarinnar kemur einnig fram í könnunninni, en það er að:  "Yfirgnæfandi meirihluti eða 95% telur hins vegar frekar eða mjög aðkallandi að leysa fjárhagsvanda íslenskra heimila og 91,5% telja að ríkisstjórnin eigi að leggja áherslu á að sinna vanda fyrirtækja."  Vonandi fréttir ríkisvinnuflokkurinn af þessari könnun og fer að beina kröftum sínum að því sem skiptir einhverju máli fyrir fólkið í landinu.

Umræðan um ESB aðild er ekki til nein annars, en að beina athyglinni frá ráðaleysi ráðherranna við lausn efnahagsvandans, enda hefur ekki komið ein einasta tillaga frá þeim varðandi hann, önnur en hækkun á eldsneyti, áfengi og tóbaki, sem síðan hækka verðtryggð lán heimila og fyrirtækja.  Vafalaust verður næsta ákvörðun ríkisstjórnarinnar um ennþá meiri hækkanir á neyslusköttum og þar með enn þyngri skuldabyrði verðtryggðra lána.

Sumarþingið er nú búið að sitja aðgerðarlaust í tvær vikur, þar sem stjórnin kemur ekki með neinar tillögur, en hinsvegar eru ráðherrarnir á ferð og flugi, innanlands og utan, til að fela sig fyrir Dalai Lama. 

Enginn þarf að undrast að Jóhanna, ríkisverkstjóri, fari huldu höfði þessa dagana, enda er hún haldinn útlendingahræðslu á háu stigi, eins og áður hefur komið fram.


mbl.is Áherslan á heimilin og fyrirtækin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur grínast í Evrópu

Össur, grínari ríkisvinnuflokksins, er nú staddur á Möltu á ferð sinni um Evrópu, til að afla stuðnings við umsókn Íslands um inngöngu í ESB, samkvæmt frétt RUV.  Í sömu frétt kom fram að formaður Utanríkismálanefndar Alþingis hafði ekki hugmynd um þessa ferð Össurar, né um tilgang hennar.  Verður þetta að teljast með algerum ólíkindum, þar sem ekkert er búið að samþykkja um að Ísland ætli að sækja um aðild að ESB og því hlítur þetta að flokkast undir flest það sem Össur segir og gerir, þ.e. grín.  Ekki er samt víst að öllum þyki þetta fyndið, ferkar en margt annað grínið úr þessari átt.

Í frétt mbl.is segir m.a:  "Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir, að Össur hafi kynnt sér sérstaklega það víðtæka samráðsferli sem Maltverjar settu á laggirnar í undirbúningi aðildarviðræðna þar sem  áhersla var lögð á samvinnu við ólíka hagsmunaaðila og skoðanahópa."

Öll vinnubrögð grínarans í þessu máli eru unnin í öfugri röð.  Fyrst ber hann upp tillögu um að honum sjálfum verði falið að sækja um aðild að ESB, svo fer hann að kynna sér hvernig aðrir hafa staðið að slíkum málum, um leið og hann aflar stuðnings Evrópuþjóða við umsókn sína, sem er algerlega órædd í þinginu.

Þetta er allt eitt stórkostlegt grín hjá Össuri. 

Vonandi skilja ráðamenn í Evrópu brandarann og hlæja sig máttlausa.

 


mbl.is Össur á Möltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misjöfn meðferð glæpamanna

Fyrir nokkrum vikum brutust glæpamenn inn í íbúðarhús, misþyrmdu íbúum og rændu síðan ýmsum munum úr húsinu.  Þessir glæpamenn voru dæmdir í margra vikna gæsluvarðhald á meðan beðið er dóms í málinu og sátu enn í steininum, þegar síðast fréttist.

Í síðustu viku var framið álíka innbrot, húsráðanda misþyrmt og munum rænt.  Þá brá svo við að glæpamennirnir voru yfirheyrðir og sleppt aftur að því loknu.  Ekki verður séð að mikill munur sé á þessum glæpum, en meðferð glæpamannanna hins vegar gjörólík.

Annar glæpamannanna úr seinna ráninu var varla orðinn laus, þegar hann framdi annað álíka rán í heimahúsi um miðjan Hvítasunnudag.  Nú er hann úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald.

Skyldu glæpamenn fá mismunandi meðferð, eftir því á hvaða nesi glæpirnir eru framdir?


mbl.is Innbrotsþjófur í tveggja vikna gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband