Skattaæði

Alltaf kemur getuleysi ríkisvinnuflokksins betur og betur í ljós.  Allar aðgerðir í efnahagsmálum dragast og dragast svo lengur, vegna ósamkomulags milli flokkanna og innan þeirra, um hvað gera skal varðandi sparnað í ríkisrekstrinum.

Nýjasta útspil Jóhönnu, ríkisverkstjóra, er að það sé svo erfitt að spara núna, af því að árið sé hálfnað og þess vegna sé ekkert hægt að gera í niðurskurði fyrr en á næsta ári.  Frestun á frestun ofan, nánast í öllum málum, eru ær og kýr þessa vinnuflokks.  Í stað þess að skera niður, skal beita skattpíningum á almenning, sem aldrei fyrr, og ná inn tuttugu milljörðum í auknum skatttekjum til áramóta.  Nýlegar skattahækkanir á eldsneyti, áfengi og tóbak eiga að skila 2,7 milljörðum á árinu, þannig að væntanleg skattpíning verður nánast tíföld á við það sem komið er.  Ekki er neinn vandi að blóðmjólka almenning, þó á miðju ári sé, en ekkert er hægt að skera niður í útgjöldum.

Marg oft hefur verið sagt að vinstri menn séu ótrúlega skattaglaðir menn.

Þessi ríkisvinnuflokkur er skattaóður.


mbl.is Rætt um 8% aukaskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband