12.6.2009 | 17:08
Verðbólga í boði yfirvalda
Hagdeild Landsbankans spáir að vísitala neysluverðs, sem birt verður í næstu viku, muni hækka um 1,2% frá fyrra mánuði. Ríkisvinnuflokkurinn ber ábyrgð á allri þessari hækkun, eða eins og segir í fréttinni: "Í Hagsjá bankans segir, að í mælingunni nú megi búast við þó nokkrum verðhækkunum í tengslum við skattahækkanir á áfengi og eldsneyti. Einnig má búast við hækkun á innflutningsvörum s.s. matvöru, húsgögnum o.fl. Aftur á móti gerir spá okkar ráð fyrir hóflegum áhrifum til lækkunar vegna fasteignaliðarins."
Steingrímur Jong Sig., fjármálajarðfræðingur, og hans lið keppist við að útskýra fyrir fólki, að eitt helsta stefnumál ríkisvinnuflokksins og seðlabankans, sé að styrkja gegni krónunnar, en framkvæmdin, eins og í öðrum málum, er auðvitað í þveröfuga átt. Þannig hækkar innflutningur stöðugt í verði og allt sem vinnur á móti vísitöluhækkunum í kreppunni, er unnið upp og vel það, með aðgerðum og aðgerðaleysi ríkisvinnuflokksins.
Næstu neysluskattahækkun verður ekki framkvæmd fyrr en í næstu viku, til þess að hún mælist ekki í vísitölunni fyrr en í júlímánuði. Þannig mun ríkisvinnuflokkurinn hækka verðtryggð lán með reglulegu millibili næstu mánuði.
Það er ekki að undra, að almenningur skuli vera búinn að fá upp í kok af vandræðastjórninni.
![]() |
Spá 1,2% hækkun vísitölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2009 | 14:40
Ríkisstjórninni bjargað?
Ríkisvinnuflokkur Smáflokkafylkingarinnar og VG er einhver ráðalausasta og ósamstæðasta ríkisstjórn, sem landinu hefur "stjórnað" síðan á Framsóknaráratugnum (sem flestir eru búnir að gleyma, sem betur fer).
Ekki gat vinnuflokkurinn komið sér saman um aðildarumsókn að ESB og vísaði því máli til afgreiðslu stjórnarandstöðunnar. Ekki getur hann heldur komið sér saman um Icesave samninginn og Jóhanna, ríkisverkstjóri, segist treysta því að Sjálfstæðisflokkurinn bjargi vinnuflokknum í því máli. Smáflokkafylkingin og VG geta ekki komið sér saman um ríkisfjármálin og taka efnahagstillögum Sjálfstæðismanna fagnandi, enda gætu þær bjargað vinnuflokknum í þeim málum.
Hvað skyldi þessi vinnuflokkur VG og Smáflokkafylkingarinnar ætla að hanga lengi við stjórnvölinn, án þess að koma sér saman um nokkurn hlut? Auðvitað á hann að lýsa yfir uppgjöf og fara strax frá völdum og koma þeim í hendur þeirra, sem treysta sér til að stjórna.
Honum er alls ekki viðbjargandi.
![]() |
Sjálfstæðismenn til bjargar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.6.2009 | 13:42
Gjaldþrota ESB-ríki
Ekki fara sérstakar sögur af bankahruni í Lettlandi, en efnahagskerfi landsins er nú hrunið eftir sem áður og ástandið verra en á Íslandi. Lettneska ríkið þarf að skera ríkisútgjöld niður um milljarð dollara, til að eiga möguleika á lánum frá AGS og ESB, að upphæð 10,6 milljarða dollara. Forsætisráðherra Lettlands segir þessa ákvörðun um blóðugan niðurskurð hafa bjargað landinu frá gjaldþroti.
Sumir Íslendinar halda að innganga í ESB muni hjálpa eitthvað til við endurreisn efnahagslífsins, en það er auðvitað misskilningur. ESB veitir gjaldþrota ríkissjóðum enga styrki, eingöngu lán sem eru háð ströngum skilyrðum, eða eins og segir í fréttinni: "Fulltrúar frá Evrópusambandinu hafa gefið til kynna að landið fengi næstu greiðslu eða 1,7 milljarða dollara lán bráðlega ef landið tæki til í ríkisfjármálunum , segir í frétt AP sem birtist á fréttavef Fobes."
Íslenski ríkisvinnuflokkurinn getur ekki komið sér saman um niðurskurð í ríkisfjármálunum og því eru lán ekki afgreidd til Íslands, frekar en Lettlands, fyrr en botn fæst í þau mál. AGS lánar okkur ekki meira og ESB löndin, Noregur og Rússland ekki heldur.
Nú þarf ríkisverkstjórinn að fara að reka vinnuflokkinn úr pásu og koma honum til að vinna eitthvað.
![]() |
Lettlandi stýrt frá gjaldþroti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.6.2009 | 11:43
Skattar hollir fyrir heilsuna
Hugmyndasmiðir ríkisvinnuflokksins keppast nú við að finna ný nöfn á alla þá skatta, sem á að leggja á neysluvörur almennings á næstunni. Hlægilegast er þegar reyna á að koma því inn hjá fólki, að skattlagningin verði til að vernda heilsu landsmanna. Sykur- gosdrykkja- karamellu- brjóstsykurs- vínarbrauðaskattur og hvað sem skattarnir verða látnir heita, eru auðvitað ekki til að bjarga heilsu eins eða neins, annars en ríkissjóðs.
Teflt er fram hinum og þessum nytsamlegum sakleysingjum í lækna- og heilsugeiranum til þess að fegra þessa skatta, því sykur skemmir tennur og er fitandi, þar að auki, eins og allir vita. Það er líka óhollt að borða hvítt hveiti og feitt kjöt, þannig að næst hljóta að verða settir á hveitiskattar og fituskattar á kjötið, smjörið og franskbrauðið.
Svona mætti halda áfram að skattleggja, þangað til öll þjóðin væri komin í kjörþyngd og allir hefðu a.m.k. úthald í hálft maraþon.
Látum skattana bara heita skatta.
Þeir gera ekkert fyrir heilsu fólks, annað en að veikja það andlega.
![]() |
Hitaeiningasnautt gos sykurskattlagt? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.6.2009 | 10:37
Á grunaður að stjórna rannsókn?
Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri FME, er af mörgum talinn hafa staðið ákaflega slælega að öllu eftirliti með bönkunum á þeim árum sem hann stjórnaði Fjármálaeftirlitinu. Bankakerfið hrundi og Alþingi setti á fót rannsóknarnefnd til að rannsaka aðdraganda þess og sú rannsókn nær vitanlega bæði til stjórnenda, eigenda og starfsmanna bankanna og þess eftirlitskerfis, sem með þeim átti að fylgjast.
Dr. Sigríður Benediktsdóttir, einn nefndarmanna, mun hafa látið þau orð falla í viðtali við skólablað, að hún teldi að óvarlega hefði verið farið í starfsemi bankanna og eftirlitið hefði verið slælegt. Að þessi almæltu tíðindi gefi tilefni til að hún víki úr nefndinni er auðvitað út í hött og undarlegt ef hún nýtur ekki stuðnings lögspekinganna í nefndinni til málfrelsis að þessu sakleysislega leyti.
Hitt er enn fáráðnlegra, ef "grunaður" aðili að einhverju máli á að fá að ráða því, hver rannsakar mál hans og hver ekki.
Auðvitað á ekkert að vera að tefja málið með svona aukaatriðum.
![]() |
Vildu Sigríði úr nefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.6.2009 | 09:16
Baugur fer hringinn
Stefán Hilmarsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, virðist fara heilan hring í mótmælum sínum við að Baugur hafi verið kominn í greiðsluþrot í mars 2008. Í fyrsta lagi er greiðsluþrot ekki endilega það sama og gjaldþrot, því fyrirtæki og einstaklingar geta lent í tímabundnu greiðsluþroti án þess að enda í gjaldþroti. Í öðru lagi staðfestir Stefán, að Baugur hafi ekki getað greitt skuldir sínar á þessum tíma, eftir að hafa áður neitað greiðsluerfiðleikunum.
Í fréttinni er haft eftir Stefáni: "Hann segir að Baugur hafi staðið frammi fyrir því að skuldabréf að fjárhæð ellefu milljarðar hafi verið á gjalddaga um miðjan mars í fyrra. Vilyrði hafi verið fyrir því frá mörgum eigendum skuldabréfanna að framlengja bréfin gegn greiðslu vaxta af höfuðstóli."
Væntanlega hefur Baugur viljað framlengja skuldabréfin, gegn greiðslu vaxta af höfuðstóli, vegna þess að fyrirtækið átti ekki fyrir greiðslunni. Enda kemur einnig fram í fréttinni: "Stefán segir að samt hafi Baugur greitt sex milljarða króna á gjalddaga en fimm milljarðar voru framlengdir."
Hverju er fulltrúi Baugs í raun að mótmæla.
Ekki verður annað séð en Baugurinn hafi farið heilan baug í málinu.
![]() |
Baugur var ekki í greiðsluþroti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)