4.5.2009 | 17:22
Veruleikafirring
Það er með ólíkindum hve veruleikafirring íslenskra banka- og útrásarvíkinga hefur verið alger á undangengnum "lánærum". Í fréttinni kemur fram að: "Persónulegar ábyrgðir Björgólfs Guðmundssonar á skuldbindingum fyrirtækja hans hjá Landsbanka Íslands nema nú um 58 milljörðum króna."
Margur maðurinn hefur farið illa á því að skrifa upp á persónulegar ábyrgðir á lægri upphæðum en þetta og ótrúlegt að Landsbankinn taki persónulegar ábyrgðir fyrir öðrum eins upphæðum. Ef til vill er skýringin sú, að þessi stóri ábyrgðarmaður var einnig formaður bankaráðs Landsbankans og hafði þar með greiðari aðgang að sjóðum bankans en aðrir. Einhver hefði nú leyft sér að kalla það nánast hámark fjármálaspillingar, en eftir því sem fleira kemur í ljós í þessum efnum, blikna eldri málin alltaf í samanburðinum.
Í fréttinni er einnig sagt að heildareignir Björgólfs hafi verið að verðmæti 143 milljarðar króna í ársbyrjun 2008, en ekkert sagt um hve háar skuldir stóðu á móti þessum eignum. Til að setja þessa tölu í eitthvert samhengi, er hún hærri en allur áætlaður tekjuskattur einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi á árinu 2009. Að einn einstaklingur hafi verið að spila fjárhættuspil með slíkar upphæðir undirliggjandi, er í raun svo fáráðnlegt, að engu tali tekur.
Grátlegast af öllu er, að sumir útrásarvíkinganna spiluðu með miklu stærri pott í sínu glæfraspili og þegar öll spil verða lögð á borðið, mun áhætturugl og tap Björgólfs líklega blikna í þeim samanburði.
![]() |
Björgólfur ábyrgur fyrir 58 milljörðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.5.2009 | 13:32
Stórundarlegt fréttamat fjölmiðla
Afar undarlegt hefur verið að fylgjast með fréttum af stjórnarmyndunarviðræðunum undanfarna viku, en um fátt hefur verið fjallað varðandi þær, annað en ágreining flokkanna um ESB. Til þess að beina athygli frá því sem skiptir máli í þessum viðræðum, hafa stjórnarflokkarnir ýtt undir þessa umræðu og fjölmiðlarnir hafa fallið beint í gryfjuna.
Haft er eftir Jóhönnu, ríkisverkstjóra í fréttinni að: Við ætlum okkur að starfa út þetta kjörtímabil og viljum því hafa fast land undir fótum. Þar fyrir utan vita allir að bil var á milli flokkanna að því er varðar Evrópumálin og engan skyldi undra að við þurfum að gefa okkur tíma til að ná niðurstöðu þar, sagði Jóhanna í gær.
Allri síðustu viku var sem sagt eytt í snakk um ESB og ekki fyrr en í dag, að starfshópur er skipaður til að ræða um efnahagsvandann og ríkisfjármálin (þ.e. niðurskurðinn blóðuga). Þetta eru þau mál sem alvarlegust eru og umsókn um aðild að ESB mun ekki leysa, heldur verður þjóðin að vinna sig út úr þeim sjálf. Á "nýja Íslandi með gagnsæi og upplýsingaflæði til almennings" er látið eins og þessi vandi sé eitthvert smámál, sem verði leyst um leið og búið sé að ná einhverri niðurstöðu varðandi ESB.
Það er ekki boðlegt að bjóða þjóðinni upp á svona vinnubrögð. Fjölmiðlarnir dansa með í vitleysunni og ganga nánast ekkert á flokkana um hvernig á að taka á þeim málum sem brenna á almenningi, en það eru ekki ESB mál, enda meirihluti þjóðarinnar á móti sambandsaðild.
Fjárlög fyrir næsta ár verða "neyðarfjárlög" og þurfa samþykki Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. AGS frestaði öðrum hluta lánsáætlunar sinnar til Íslands, vegna ónógs niðurskurðar í ríkisfjármálum og óvissu í stjórnmálunum. Nú mun sjóðurinn ekki sætta sig við annað en áætlunum hans verði hrundið í framkvæmd.
Nú eru í gangi stjórnarmyndunarviðræður AGS við VG og SMF og um það eiga fjölmiðlarnir að fjalla.
![]() |
Stjórnarmyndunarviðræðum haldið áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2009 | 09:23
Áhrifalaus gjaldþrot
Fyrir rúmum átta mánuðum birtust fréttir af miklum fyrirtækjasölum og -kaupum fjárfestingafélagsins Fons og kom fram að með þessum viðskiptum hefði Fons hagnast um áttatíu milljarða króna og væri þar með orðið eitt öflugasta fjárgestingafélag á Íslandi. Þessa, ekki svo gömlu, frétt, má sjá hér
Nú koma fréttir af því að Fons sé gjaldþrota, en gjaldþrotið hafi engin áhrif á helstu félögin, sem áður voru í eigu Fons, því þau eru komin inn í önnur félög, t.d. Iceland Express o.fl., sem eftir sem áður eru í eigu Pálma Haraldssonar og líklega einnig Jóhannesar Kristinssonar.
Sennilega voru útrásarvíkingarnir snillingar eftir allt saman, þ.e. snilliganr í sýndarviðskiptum og í því að blekkja erlenda banka til að taka þátt í að fjármagna blekkingarnar. Ekki þurfti að blekkja íslensku bankana, því þeir voru beinir þátttakendur í vitleysunni.
Nú er að koma í ljós að útrásarvíkingarnir eru einnig snillingar í því, að setja fyrirtækin sín á hausinn, án þess að verða gjaldþrota sjálfir.
Jóhannes í Bónus kemur svo reglulega í fjölmiðla og grætur örlög sín og útrásarvíkinganna.
Margir gráta með og vorkenna honum og hingum útrásarvíkingunum, fyir hvað allir séu vondir við þá.
![]() |
Gjaldþrot Fons hefur ekki áhrif á Ticket |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)